„Þetta eru náttúrulega tvö bestu liðin og dagsformið skiptir máli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 13:31 Pétur Pétursson og Nik Chamberlain handléku Mjólkurbikarinn í höfuðstöðvum KSÍ. vísir / arnar „Það er bara fínt, heiður að komast í þennan leik, bikarúrslitaleik og mæta á Laugardalsvöll. Þannig að það er ekkert stress í okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals sem spilar bikarúrslitaleik gegn Breiðabliki í kvöld. Um er að ræða tvö fremstu félögin í íslenskum fótbolta, þau langsigursælustu undanfarin ár og hörð barátta hefur verið háð í viðureignum liðanna. „Þetta eru náttúrulega tvö bestu liðin og dagsformið skiptir máli, hvernig stemningin er. Það er leikur sem er löngu búinn og skiptir engu máli. Nýr leikur í dag, það er annað upplegg og annar leikur,“ svaraði Pétur þegar hann var spurður út í síðasta leik liðanna sem Valur vann 1-0 á heimavelli. Fyrr í sumar vann Breiðablik 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli. Dagsformið skiptir sannarlega máli. Pælir ekki í andstæðingnum Breytingar urðu á báðum liðum í félagaskiptaglugganum. Valur seldi Amöndu Andradóttur til Twente og kvaddi sömuleiðis Aldísi Jóhannesdóttur og Hönnu Kallmaier. Natasha Moraa Anasi gekk til liðs við félagið frá Brann í Noregi, Helena Ósk Hálfdánardóttir var fengin frá FH og hin unga og efnilega Katla Guðný Magnúsdóttir frá Tindastóli. Þá hefur Valur einnig endurheimt leikmenn úr meiðslum og Pétur hefur að velja úr fullskipuðum hópi. Breiðablik styrkti sig sömuleiðis og gæti frumsýnt nýjan framherja, markahrókinn Samönthu Smith sem kom frá FHL, en Pétur pælir ekki í því. „Ég hef engar áhyggjur af öðrum liðum, bara áhyggjur af mínu liði. Mitt lið er bara gott, búin að vera meiðsli í sumar en í undanförnum þremur, fjórum leikjum eru allir klárir.“ Klippa: Pétur Pétursson ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 16. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Um er að ræða tvö fremstu félögin í íslenskum fótbolta, þau langsigursælustu undanfarin ár og hörð barátta hefur verið háð í viðureignum liðanna. „Þetta eru náttúrulega tvö bestu liðin og dagsformið skiptir máli, hvernig stemningin er. Það er leikur sem er löngu búinn og skiptir engu máli. Nýr leikur í dag, það er annað upplegg og annar leikur,“ svaraði Pétur þegar hann var spurður út í síðasta leik liðanna sem Valur vann 1-0 á heimavelli. Fyrr í sumar vann Breiðablik 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli. Dagsformið skiptir sannarlega máli. Pælir ekki í andstæðingnum Breytingar urðu á báðum liðum í félagaskiptaglugganum. Valur seldi Amöndu Andradóttur til Twente og kvaddi sömuleiðis Aldísi Jóhannesdóttur og Hönnu Kallmaier. Natasha Moraa Anasi gekk til liðs við félagið frá Brann í Noregi, Helena Ósk Hálfdánardóttir var fengin frá FH og hin unga og efnilega Katla Guðný Magnúsdóttir frá Tindastóli. Þá hefur Valur einnig endurheimt leikmenn úr meiðslum og Pétur hefur að velja úr fullskipuðum hópi. Breiðablik styrkti sig sömuleiðis og gæti frumsýnt nýjan framherja, markahrókinn Samönthu Smith sem kom frá FHL, en Pétur pælir ekki í því. „Ég hef engar áhyggjur af öðrum liðum, bara áhyggjur af mínu liði. Mitt lið er bara gott, búin að vera meiðsli í sumar en í undanförnum þremur, fjórum leikjum eru allir klárir.“ Klippa: Pétur Pétursson ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 16. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
„Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 16. ágúst 2024 10:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn