Ten Hag um kaupin á öllum þessum Ajax mönnum: Ekki bara mín ákvörðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 10:30 Erik ten Hag með nýju leikmönnunum Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui auk íþróttastjórans Dan Ashworth. Manchester United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki beðið félagið sérstaklega um að kaupa leikmenn sem hann hefur unnið með áður. Ten Hag er að hefja sitt þriðja tímabil á Old Trafford og félagið hefur á þeim tíma keypt fimm leikmenn sem léku undir hans stjórn hjá hollenska félaginu Ajax. Nú síðast keypti United þá Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui sem koma báðir frá Bayern München en spiluðu undir stjórn Ten Hag hjá Ajax fyrir nokkrum árum. Áður hafði félagið keypt þá Lisandro Martínez, Antony og André Onana sem léku líka allir undir stjórn hans hjá Ajax. Hollenski stjórinn segist þó ekki vera einn í því að finna nýja leikmenn fyrir félagið. „Í fyrsta lagi þá er þetta ákvörðun félagsins og enginn þeirra var bara mín ákvörðun,“ sagði Ten Hag. Hollendingurinn segir að margir komi að þeirri ákvörðun að kaupa leikmenn eins og yfirmaður knattspyrnumála og íþróttastjórinn auk þeirra sem njósna um leikmenn fyrir United. „Þetta er alltaf ákvörðun sem fleiri en einn maður tekur. En það er samt gott að þekkja persónuleika leikmanna og svo þarf allt að ganga upp fjárhagslega,“ sagði Ten Hag. ESPN segir frá. Ten Hag talaði sérstaklega um miðvörðinn De Ligt sem hefur spilað með Juventus og Bayern München síðan hann yfirgaf Ajax. Ten Hag segir hann vera einn besta miðvörð heims. „Matthijs verður 25 ára í þessari viku og hefur þegar spilað næstum því 375 leiki fyrir Ajax, Juventus og Bayern. Það er ótrúlegt,“ sagði Ten Hag. „Nú er hann að komast inn á sín bestu ár. Hann hefur mikla hæfileika sem fótboltamaður en þetta snýst líka um hans karakter og hans persónuleika. Ég er mjög ánægður með að hafa hann hér,“ sagði Ten Hag. Manchester United spilar í kvöld fyrsta leik sinn á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni þegar Fulham kemur í heimsókn. Man United have spent €272.4M to bring five of Erik ten Hag's former Ajax players to Old Trafford over the last two years with Matthijs de Ligt and Noussair Mazraoui set to join the club in the coming days 💰Getting the band back together 👀 pic.twitter.com/eW2aEz49Tw— ESPN FC (@ESPNFC) August 11, 2024 Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Ten Hag er að hefja sitt þriðja tímabil á Old Trafford og félagið hefur á þeim tíma keypt fimm leikmenn sem léku undir hans stjórn hjá hollenska félaginu Ajax. Nú síðast keypti United þá Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui sem koma báðir frá Bayern München en spiluðu undir stjórn Ten Hag hjá Ajax fyrir nokkrum árum. Áður hafði félagið keypt þá Lisandro Martínez, Antony og André Onana sem léku líka allir undir stjórn hans hjá Ajax. Hollenski stjórinn segist þó ekki vera einn í því að finna nýja leikmenn fyrir félagið. „Í fyrsta lagi þá er þetta ákvörðun félagsins og enginn þeirra var bara mín ákvörðun,“ sagði Ten Hag. Hollendingurinn segir að margir komi að þeirri ákvörðun að kaupa leikmenn eins og yfirmaður knattspyrnumála og íþróttastjórinn auk þeirra sem njósna um leikmenn fyrir United. „Þetta er alltaf ákvörðun sem fleiri en einn maður tekur. En það er samt gott að þekkja persónuleika leikmanna og svo þarf allt að ganga upp fjárhagslega,“ sagði Ten Hag. ESPN segir frá. Ten Hag talaði sérstaklega um miðvörðinn De Ligt sem hefur spilað með Juventus og Bayern München síðan hann yfirgaf Ajax. Ten Hag segir hann vera einn besta miðvörð heims. „Matthijs verður 25 ára í þessari viku og hefur þegar spilað næstum því 375 leiki fyrir Ajax, Juventus og Bayern. Það er ótrúlegt,“ sagði Ten Hag. „Nú er hann að komast inn á sín bestu ár. Hann hefur mikla hæfileika sem fótboltamaður en þetta snýst líka um hans karakter og hans persónuleika. Ég er mjög ánægður með að hafa hann hér,“ sagði Ten Hag. Manchester United spilar í kvöld fyrsta leik sinn á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni þegar Fulham kemur í heimsókn. Man United have spent €272.4M to bring five of Erik ten Hag's former Ajax players to Old Trafford over the last two years with Matthijs de Ligt and Noussair Mazraoui set to join the club in the coming days 💰Getting the band back together 👀 pic.twitter.com/eW2aEz49Tw— ESPN FC (@ESPNFC) August 11, 2024
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti