Gena Rowlands er látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2024 07:17 Rowlands árið 2014. AP/Invision/Chris Pizzello Hollywood-stjarnan Gena Rowlands er látin. Dánarorsök liggur ekki fyrir en sonur Rowlands, sem var 94 ára þegar hún lést, greindi frá því í júní síðastliðnum að hún hefði greinst með Alzheimer's fyrir fimm árum. Rowlands fæddist 1930 í Cambriu í Wisconsin og birtist fyrst á Broadway í The Seven Year Itch. Hún lék í fjölda sjónvarpsþátta, oft með þáverandi eiginmanni sínum, John Cassavetes, en fyrsta myndin sem hún lék í var The High Cost of Loving. Rowlands og Cassavetes léku saman í um tíu myndum og fjármögnuðu margar þeirra sjálf. Rowlands var tilnefnd til Óskarsverðauna fyrir tvær þeirra; A Woman Under the Influence og Gloria. Rowlands lék konu með Alzheimers í The Notebook og sagðist hafa sótt í reynslu sína af því að eiga móður með sjúkdóminn. Hún greindist sjálf með Alzheimers fyrir fimm árum.New Line Cinema Rowlands vann einnig til þriggja Emmy-verðlauna en var ef til vill best þekkt meðal yngri kynslóða fyrir leik sinn í The Notebook, sem var leikstýrt af syni hennar, Nick Cassavetes. Hún hlaut heiðurs Óskarsverðlaun árið 2015 fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar og þakkaði meðal annars eiginmanni sínum, sem lést 1989. Rowlands gekk aftur í hjónaband árið 2012. Leikkonan sagði í viðtali árið 2016 að hún hefði í fyrstu ekki haft í hyggju að falla fyrir Cassavetes, þrátt fyrir að finnast hann aðlaðandi. „Það eina sem ég ætlaði aldrei að gera var að verða ástfangin og gifta mig og eignast börn. Ég vildi leika,“ sagði hún. Þegar hún tók við heiðursverðlaununum árið 2015 sagði Rowlands: „Vitið þið hvað er dásamlegt við að vera leikkona? Þú lifir mörgum lífum.“ Hollywood Andlát Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Dánarorsök liggur ekki fyrir en sonur Rowlands, sem var 94 ára þegar hún lést, greindi frá því í júní síðastliðnum að hún hefði greinst með Alzheimer's fyrir fimm árum. Rowlands fæddist 1930 í Cambriu í Wisconsin og birtist fyrst á Broadway í The Seven Year Itch. Hún lék í fjölda sjónvarpsþátta, oft með þáverandi eiginmanni sínum, John Cassavetes, en fyrsta myndin sem hún lék í var The High Cost of Loving. Rowlands og Cassavetes léku saman í um tíu myndum og fjármögnuðu margar þeirra sjálf. Rowlands var tilnefnd til Óskarsverðauna fyrir tvær þeirra; A Woman Under the Influence og Gloria. Rowlands lék konu með Alzheimers í The Notebook og sagðist hafa sótt í reynslu sína af því að eiga móður með sjúkdóminn. Hún greindist sjálf með Alzheimers fyrir fimm árum.New Line Cinema Rowlands vann einnig til þriggja Emmy-verðlauna en var ef til vill best þekkt meðal yngri kynslóða fyrir leik sinn í The Notebook, sem var leikstýrt af syni hennar, Nick Cassavetes. Hún hlaut heiðurs Óskarsverðlaun árið 2015 fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar og þakkaði meðal annars eiginmanni sínum, sem lést 1989. Rowlands gekk aftur í hjónaband árið 2012. Leikkonan sagði í viðtali árið 2016 að hún hefði í fyrstu ekki haft í hyggju að falla fyrir Cassavetes, þrátt fyrir að finnast hann aðlaðandi. „Það eina sem ég ætlaði aldrei að gera var að verða ástfangin og gifta mig og eignast börn. Ég vildi leika,“ sagði hún. Þegar hún tók við heiðursverðlaununum árið 2015 sagði Rowlands: „Vitið þið hvað er dásamlegt við að vera leikkona? Þú lifir mörgum lífum.“
Hollywood Andlát Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira