Tugir þúsunda krefjast afsökunarbeiðni frá Raygun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 06:32 Raygun bauð án efa upp á mjög óhefðbundnar æfingar í breikdanskeppninni á Ólympíuleikunum í París. Getty/Elsa Margir munu minnast Ólympíuleikanna í París fyrir frammistöðu ástralska breikdansarans sem sló í gegn á netmiðlum heimsins en landar hennar eru allt annað en sáttir. Raygun, eða Rachel Gunn, steig á svið í breikdansi á Ólympíuleikunum í París en þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í greininni á Ólympíuleikunum. Frammistaða Raygun vakti gríðarlega athygli enda hreyfingar hennar vægast sagt óhefðbundnar. Hún fékk hins vegar ekki eitt einasta stig. Sporin sem hún bauð upp á hafa verið endalaus uppspretta brandara á netinu og þykir sumum nóg um. Raygun er þó ekki af baki dottin þrátt fyrir mótlætið. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli „Öll sporin mín eru orginal. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer þarna út og sýni list mína. Stundum talar það til dómara og stundum ekki. Ég geri mína hluti og það er list,“ sagði Raygun. The best of Raygun the breakdancer from Australia at the Olympics. pic.twitter.com/TL9BJdEfLG— K-Med (@K__Med) August 11, 2024 Breikdans verður ekki ein af keppnisgreinunum á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2028. Það er þó ekki hægt að kenna Raygun um það enda hefur dansinn hennar verið meiri auglýsing fyrir íþróttina en nokkuð annað. Ástralar ekki sáttir Ástralar eru hins vegar ekki sáttir við framgöngu sinnar konu og heimta afsökunarbeiðni. Næstum því fimmtíu þúsund þeirra hafa skrifað undir undirskriftalista um að bæði Raygun og Anna Meares, yfirstýra Ólympíuliðs Ástrala á leikunum, biðjast afsökunar á frammistöðu breikdansarans á Ólympíuleikunum. Fólkið sakar hina 36 ára gömlu Raygun um að svindla sér inn á leikana með því að stýra því sjálf hverjar kröfurnar voru til að komast í breikdansliðið. „Við heimtun afsökunarbeiðni frá Rachel Gunn og Anna Mears fyrir að afvegaleiða ástralskan almenning, reyna að gaslýsa fólk og grafa undan alvöru íþróttafólki,“ segir meðal annars í texta undirskrifarlistans. View this post on Instagram A post shared by The Project (@theprojecttv) Ólympíuleikar 2024 í París Dans Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Raygun, eða Rachel Gunn, steig á svið í breikdansi á Ólympíuleikunum í París en þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í greininni á Ólympíuleikunum. Frammistaða Raygun vakti gríðarlega athygli enda hreyfingar hennar vægast sagt óhefðbundnar. Hún fékk hins vegar ekki eitt einasta stig. Sporin sem hún bauð upp á hafa verið endalaus uppspretta brandara á netinu og þykir sumum nóg um. Raygun er þó ekki af baki dottin þrátt fyrir mótlætið. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli „Öll sporin mín eru orginal. Sköpunargáfa skiptir mig mjög miklu máli. Ég fer þarna út og sýni list mína. Stundum talar það til dómara og stundum ekki. Ég geri mína hluti og það er list,“ sagði Raygun. The best of Raygun the breakdancer from Australia at the Olympics. pic.twitter.com/TL9BJdEfLG— K-Med (@K__Med) August 11, 2024 Breikdans verður ekki ein af keppnisgreinunum á næstu Ólympíuleikum sem fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2028. Það er þó ekki hægt að kenna Raygun um það enda hefur dansinn hennar verið meiri auglýsing fyrir íþróttina en nokkuð annað. Ástralar ekki sáttir Ástralar eru hins vegar ekki sáttir við framgöngu sinnar konu og heimta afsökunarbeiðni. Næstum því fimmtíu þúsund þeirra hafa skrifað undir undirskriftalista um að bæði Raygun og Anna Meares, yfirstýra Ólympíuliðs Ástrala á leikunum, biðjast afsökunar á frammistöðu breikdansarans á Ólympíuleikunum. Fólkið sakar hina 36 ára gömlu Raygun um að svindla sér inn á leikana með því að stýra því sjálf hverjar kröfurnar voru til að komast í breikdansliðið. „Við heimtun afsökunarbeiðni frá Rachel Gunn og Anna Mears fyrir að afvegaleiða ástralskan almenning, reyna að gaslýsa fólk og grafa undan alvöru íþróttafólki,“ segir meðal annars í texta undirskrifarlistans. View this post on Instagram A post shared by The Project (@theprojecttv)
Ólympíuleikar 2024 í París Dans Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira