Fjalla um níu milljarða króna Íslendinginn Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2024 22:31 Fram kemur í grein Daily Mail að Orri Steinn Óskarsson hafi verið hærra skrifaður en Rasmus Höjlund hjá danska félaginu FC Kaupmannahöfn, þegar báðir voru þar. Getty/Ulrik Pedersen Farið er fögrum orðum um íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson í grein Daily Mail í kvöld þar sem rýnt er í nokkrar af stærstu vonarstjörnum fótboltans í dag. Orri er í hópi tólf leikmanna sem að Tom Collomosse hjá Daily Mail fjallar sérstaklega um og segir að séu nú þegar í sigti ensku úrvalsdeildarfélaganna. Hann bendir á að FC Kaupmannahöfn hafi þegar hafnað tilboðum í Orra, upp á um 15 milljónir punda eða 2,7 milljarða króna, og vilji fá meira. Félagið hafi raunar metið Orra meira virði en Rasmus Höjlund, sem síðan var seldur frá félaginu og er núna leikmaður Manchester United. The ice-cold Icelandic guaranteed to be a £50m star, the generational Norwegian talent dreaming of Man United, and the Colombian Neymar already in Chelsea's sights... meet the next wave of Europe's top prospects https://t.co/YsfvzQQanK— Mail Sport (@MailSport) August 14, 2024 „Eftir tvö ár verður hann [Orri] 50 milljóna punda framherji,“ hefur Collomosse eftir sérfræðingi í evrópskum leikmannamálum, en sú upphæð jafngildir tæplega 8,9 milljörðum króna. Fjallað um fjölskylduna og Hákon Í greininni er einnig bent á að Orri sé úr mikilli íþróttafjölskyldu og hafi verið efnilegur handboltamaður en valið fótboltann. Þar hafi hann 13 ára verið kominn inn í meistaraflokk Gróttu, en Orri lék þar sumarið 2019 (þá 14 að verða 15) undir stjórn pabba síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Í greininni kemur fram að Óskar hafi einmitt einnig verið fótboltamaður, og það sé yngri systir Orra (Emelía, leikmaður Köge í Danmörku) einnig. Móðirin (Laufey Kristjánsdóttir) hafi hins vegar verið í handbolta. Collomosse bendir einnig á vinskap þeirra Hákons Arnars Haraldssonar og Orra, en þeir léku saman hjá FCK, og segir að Hákon hafi átt prýðisgott fyrsta tímabil með Lille í Frakklandi síðasta vetur. Segir hann að það kæmi ekkert á óvart þó að báðir yrðu orðnir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni innan tveggja ára. Næsti leikur Orra með FCK gæti orðið á morgun þegar liðið mætir Banik Ostrava í Sambandsdeild Evrópu. Aðrir leikmenn á listanum hjá Daily Mail eru: Yarek Gasiorowski, 19 ára miðvörður Valencia Mattia Liberali, 17 ára sóknarsinnaður miðjumaður AC Milan Sverre Nypan, 17 ára miðjumaður Rosenborg Oscar Perea, 18 ára kantmaður Strasbourg Jeremy Jacquet, 19 ára miðvörður Rennes Adam Daghim, 18 ára sóknarmaður RB Salzburg Franco Mastantuono, 16 ára miðjumaður River Plate Alessandro Longoni, 16 ára markvörður AC Milan Bilal El Khannouss, 20 ára miðjumaður Genk Mario Stroeykens, 19 ára miðjumaður Anderlecht Bazoumana Toure, 18 ára kantmaður Hammarby Danski boltinn Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik. 11. ágúst 2024 22:00 Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Sjá meira
Orri er í hópi tólf leikmanna sem að Tom Collomosse hjá Daily Mail fjallar sérstaklega um og segir að séu nú þegar í sigti ensku úrvalsdeildarfélaganna. Hann bendir á að FC Kaupmannahöfn hafi þegar hafnað tilboðum í Orra, upp á um 15 milljónir punda eða 2,7 milljarða króna, og vilji fá meira. Félagið hafi raunar metið Orra meira virði en Rasmus Höjlund, sem síðan var seldur frá félaginu og er núna leikmaður Manchester United. The ice-cold Icelandic guaranteed to be a £50m star, the generational Norwegian talent dreaming of Man United, and the Colombian Neymar already in Chelsea's sights... meet the next wave of Europe's top prospects https://t.co/YsfvzQQanK— Mail Sport (@MailSport) August 14, 2024 „Eftir tvö ár verður hann [Orri] 50 milljóna punda framherji,“ hefur Collomosse eftir sérfræðingi í evrópskum leikmannamálum, en sú upphæð jafngildir tæplega 8,9 milljörðum króna. Fjallað um fjölskylduna og Hákon Í greininni er einnig bent á að Orri sé úr mikilli íþróttafjölskyldu og hafi verið efnilegur handboltamaður en valið fótboltann. Þar hafi hann 13 ára verið kominn inn í meistaraflokk Gróttu, en Orri lék þar sumarið 2019 (þá 14 að verða 15) undir stjórn pabba síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Í greininni kemur fram að Óskar hafi einmitt einnig verið fótboltamaður, og það sé yngri systir Orra (Emelía, leikmaður Köge í Danmörku) einnig. Móðirin (Laufey Kristjánsdóttir) hafi hins vegar verið í handbolta. Collomosse bendir einnig á vinskap þeirra Hákons Arnars Haraldssonar og Orra, en þeir léku saman hjá FCK, og segir að Hákon hafi átt prýðisgott fyrsta tímabil með Lille í Frakklandi síðasta vetur. Segir hann að það kæmi ekkert á óvart þó að báðir yrðu orðnir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni innan tveggja ára. Næsti leikur Orra með FCK gæti orðið á morgun þegar liðið mætir Banik Ostrava í Sambandsdeild Evrópu. Aðrir leikmenn á listanum hjá Daily Mail eru: Yarek Gasiorowski, 19 ára miðvörður Valencia Mattia Liberali, 17 ára sóknarsinnaður miðjumaður AC Milan Sverre Nypan, 17 ára miðjumaður Rosenborg Oscar Perea, 18 ára kantmaður Strasbourg Jeremy Jacquet, 19 ára miðvörður Rennes Adam Daghim, 18 ára sóknarmaður RB Salzburg Franco Mastantuono, 16 ára miðjumaður River Plate Alessandro Longoni, 16 ára markvörður AC Milan Bilal El Khannouss, 20 ára miðjumaður Genk Mario Stroeykens, 19 ára miðjumaður Anderlecht Bazoumana Toure, 18 ára kantmaður Hammarby
Danski boltinn Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik. 11. ágúst 2024 22:00 Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Sjá meira
Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik. 11. ágúst 2024 22:00
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn