Stór skellur í fyrsta leik á HM í Kína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 09:45 Átján ára stelpurnar byrja HM ekki vel en þær fá tvo leiki til viðbótar í riðlinum til að sýna sitt rétta andlit. @hsi_iceland Stelpurnar í íslenska átján ára landsliðinu í handbolta töpuðu stórt í fyrsta leik sínum í heimsmeistarakeppni U18 í Chuzhou í Kína. Tékkland vann ellefu marka sigur á Íslandi, 28-17, eftir að hafa verið tólf mörkum yfir í hálfleik, 16-4. Íslensku stelpurnar höfðu tapað með sex mörkum á móti þessu tékkneska liði á EM í fyrrasumar en nú gekk mun verr á móti þessu öfluga liði. Tékkar skoruðu fimm fyrstu mörk leiksins og komust í 7-1. Eftir þessa slæmu byrjun áttu okkar stelpur á brattann að sækja. Enginn leikmaður íslenska liðsins skorað meira en eitt mark í fyrri hálfleiknum þar sem skotnýtingin var bara 22 prósent (4 mörk úr 18 skotum). Íslensku stelpurnar voru því tólf mörkum undir í hálfleik en þær skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og þvinguðu fram tékkneskt leikhlé eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Það var allt annað að sjá íslenska liðið sem vann fyrstu tíu mínúturnar 4-1. Tékkarnir hleyptu þeim þó ekki mikið nær og unnu öruggan sigur. Það var þó allt annað að skora þrettán mörk í hálfleik en bara fjögur mörk og núna þurfa stelpurnar bara að byggja ofan á þennan seinni hálfleik. Dagmar Guðrún Pálsdóttir og Þóra Hrafnkelsdóttir voru markahæstar í íslenska liðinu með þrjú mörk hvor. Þær Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, Alexandra Ósk Viktorsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir skoruðu allar tvö mörk. Íslensku stelpurnar fá tækifæri til að sýna sitt rétta andlit í hinum leikjum riðilsins á móti Þýskalandi og Gíneu. Handbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Sjá meira
Tékkland vann ellefu marka sigur á Íslandi, 28-17, eftir að hafa verið tólf mörkum yfir í hálfleik, 16-4. Íslensku stelpurnar höfðu tapað með sex mörkum á móti þessu tékkneska liði á EM í fyrrasumar en nú gekk mun verr á móti þessu öfluga liði. Tékkar skoruðu fimm fyrstu mörk leiksins og komust í 7-1. Eftir þessa slæmu byrjun áttu okkar stelpur á brattann að sækja. Enginn leikmaður íslenska liðsins skorað meira en eitt mark í fyrri hálfleiknum þar sem skotnýtingin var bara 22 prósent (4 mörk úr 18 skotum). Íslensku stelpurnar voru því tólf mörkum undir í hálfleik en þær skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og þvinguðu fram tékkneskt leikhlé eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Það var allt annað að sjá íslenska liðið sem vann fyrstu tíu mínúturnar 4-1. Tékkarnir hleyptu þeim þó ekki mikið nær og unnu öruggan sigur. Það var þó allt annað að skora þrettán mörk í hálfleik en bara fjögur mörk og núna þurfa stelpurnar bara að byggja ofan á þennan seinni hálfleik. Dagmar Guðrún Pálsdóttir og Þóra Hrafnkelsdóttir voru markahæstar í íslenska liðinu með þrjú mörk hvor. Þær Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, Alexandra Ósk Viktorsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir skoruðu allar tvö mörk. Íslensku stelpurnar fá tækifæri til að sýna sitt rétta andlit í hinum leikjum riðilsins á móti Þýskalandi og Gíneu.
Handbolti Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Sjá meira