Heildarakstur í þjóðvegakerfi nærri tvöfaldast á tuttugu árum Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:36 Heildarakstur í þjóðvegakerfinu utan héraðsvega árið 2023 er áætlaður um 3.181 milljón ekinna kílómetra. Vísir/Vilhelm Heildarakstur í þjóðvegakerfinu á Íslandi nærri tvöfaldaðist á tímabilinu 2002 til 2023. Heildarakstur í þjóðvegakerfinu utan héraðsvega árið 2023 er áætlaður um 3.181 milljón ekinna kílómetra en var árið 2002 áætlaður um 1.781 milljón ekinna kílómetra. Þar segir að miðað við þessar tölur hafi akstur í þjóðvegakerfinu því aukist um 65 prósent frá árinu 2002. Tölurnar séu þó ekki að fullu sambærilegar vegna mikilla breytinga á vegaskrá. Árið 2008 hafi margir vegir fallið úr og aðrir færst á milli vegflokka. Því hafi verið sett fram vísitala heildaraksturs á landinu þar sem reynt hefur verið að leiðrétta fyrir helstu breytingum á vegaskrá. Samkvæmt þeirri vísitölu hefur orðið um 95 prósent aukning á akstri milli áranna 2002 og 2023, eða nærri tvöföldun. Þetta kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn frá Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni sjálfstæðisflokksins um umferðartafir og hagvöxt. Í samanburði við það kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands jókst verg landsframleiðsla um 85 prósent milli 2002 og 2023 eða að jafnaði um 2,98 prósent á ári. „Því má sjá að þróun þessara hlutfalla er ekki ósvipuð,“ segir í svari ráðherra. Í svari ráðherra er einnig fjallað um almenningssamgöngur, hlutfall þeirra af akstri á vegum og svo umferðartafir og er í svari ráðherra vísað í samgöngusáttmála og útreikningum sem unnir voru í batagreiningu vegna uppfærslna á forsendum sáttmálans. Þar segir að erfitt sé að meta hlutdeild almenningssamgangna á umferðartafir en að heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu muni aukast um allt að 50 prósent samkvæmt forsendum samgöngulíkansins og það muni valda auknum umferðartöfum. Bættir innviðir ásamt breyttum ferðavenjum munu hins vegar halda aftur af auknum umferðartöfum. Svar ráðherra er aðgengilegt hér á vef Alþingis. Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bílar Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir „Klæðingin er engin skítaredding“ Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða. 8. júlí 2024 11:06 „Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. 3. júlí 2024 10:33 Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. 19. júní 2024 13:43 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Þar segir að miðað við þessar tölur hafi akstur í þjóðvegakerfinu því aukist um 65 prósent frá árinu 2002. Tölurnar séu þó ekki að fullu sambærilegar vegna mikilla breytinga á vegaskrá. Árið 2008 hafi margir vegir fallið úr og aðrir færst á milli vegflokka. Því hafi verið sett fram vísitala heildaraksturs á landinu þar sem reynt hefur verið að leiðrétta fyrir helstu breytingum á vegaskrá. Samkvæmt þeirri vísitölu hefur orðið um 95 prósent aukning á akstri milli áranna 2002 og 2023, eða nærri tvöföldun. Þetta kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn frá Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni sjálfstæðisflokksins um umferðartafir og hagvöxt. Í samanburði við það kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands jókst verg landsframleiðsla um 85 prósent milli 2002 og 2023 eða að jafnaði um 2,98 prósent á ári. „Því má sjá að þróun þessara hlutfalla er ekki ósvipuð,“ segir í svari ráðherra. Í svari ráðherra er einnig fjallað um almenningssamgöngur, hlutfall þeirra af akstri á vegum og svo umferðartafir og er í svari ráðherra vísað í samgöngusáttmála og útreikningum sem unnir voru í batagreiningu vegna uppfærslna á forsendum sáttmálans. Þar segir að erfitt sé að meta hlutdeild almenningssamgangna á umferðartafir en að heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu muni aukast um allt að 50 prósent samkvæmt forsendum samgöngulíkansins og það muni valda auknum umferðartöfum. Bættir innviðir ásamt breyttum ferðavenjum munu hins vegar halda aftur af auknum umferðartöfum. Svar ráðherra er aðgengilegt hér á vef Alþingis.
Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bílar Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir „Klæðingin er engin skítaredding“ Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða. 8. júlí 2024 11:06 „Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. 3. júlí 2024 10:33 Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. 19. júní 2024 13:43 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
„Klæðingin er engin skítaredding“ Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða. 8. júlí 2024 11:06
„Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. 3. júlí 2024 10:33
Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. 19. júní 2024 13:43