Eyðilagði sumarfríið fyrir Ancelotti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 11:01 Carlo Ancelotti á æfingu Real Madrid fyrir leikinn í kvöld. Getty/Robbie Jay Barratt Carlo Ancelotti þarf auðvitað að velja byrjunarliðið hjá Real Madrid og það er ekki auðvelt verk þegar þú ert með troðfullt lið af hæfileikaríkum leikmönnum. Fyrsti mótsleikur Real Madrid er í kvöld á móti ítalska félaginu Atalanta en hann er í Ofurbikar UEFA. Þar mætast sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar frá síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta alvöru byrjunarlið Ancelotti á leiktíðinni og það fyrsta síðan að franska súperstjarnan Kylian Mbappé bættist við leikmannahópinn. Það er nóg af leikmönnum til að spila með Kylian Mbappé og líklega bara pláss fyrir tvo þeirra. Vinícius Júnior, Rodrygo, Endrick, Arda Güler og Brahim Díaz koma allir til greina en þá erum við bara að tala um framlínuna. Liðið er líka mjög vel statt þegar kemur að miðjumönnunum þar sem Jude Bellingham, Federico Valverde, Luka Modrić, Aurélien Tchouaméni og Dani Ceballos eru klárir í slaginn. Það væri líka vanalega Eduardo Camavinga en hann meiddist á æfingu í gær. Ancelotti grínaðist með höfuðverkinn sinn á blaðamannafundi fyrir leikinn. Það er ekki bara að velja ellefu fyrstu leikmenn heldur einnig að ákveða það hver spili hvar. „Ég er að glíma við stórt vandamál. Ég eyddi öllu sumrinu í að reyna að finna út hverjir ættu að byrja. Þetta eyðilagði sumarfríið mitt,“ sagði Ancelotti en auðvitað meira í gríni en alvöru. Leikur Real Madrid og Atalanta verður sýndur beint í kvöld á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.45. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Spænski boltinn Ofurbikar UEFA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Fyrsti mótsleikur Real Madrid er í kvöld á móti ítalska félaginu Atalanta en hann er í Ofurbikar UEFA. Þar mætast sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar frá síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta alvöru byrjunarlið Ancelotti á leiktíðinni og það fyrsta síðan að franska súperstjarnan Kylian Mbappé bættist við leikmannahópinn. Það er nóg af leikmönnum til að spila með Kylian Mbappé og líklega bara pláss fyrir tvo þeirra. Vinícius Júnior, Rodrygo, Endrick, Arda Güler og Brahim Díaz koma allir til greina en þá erum við bara að tala um framlínuna. Liðið er líka mjög vel statt þegar kemur að miðjumönnunum þar sem Jude Bellingham, Federico Valverde, Luka Modrić, Aurélien Tchouaméni og Dani Ceballos eru klárir í slaginn. Það væri líka vanalega Eduardo Camavinga en hann meiddist á æfingu í gær. Ancelotti grínaðist með höfuðverkinn sinn á blaðamannafundi fyrir leikinn. Það er ekki bara að velja ellefu fyrstu leikmenn heldur einnig að ákveða það hver spili hvar. „Ég er að glíma við stórt vandamál. Ég eyddi öllu sumrinu í að reyna að finna út hverjir ættu að byrja. Þetta eyðilagði sumarfríið mitt,“ sagði Ancelotti en auðvitað meira í gríni en alvöru. Leikur Real Madrid og Atalanta verður sýndur beint í kvöld á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.45. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Spænski boltinn Ofurbikar UEFA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira