Kynnti nýjan majónes rakspíra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 08:31 Will Levis í auglýsingunni fyrir nýja rakspírann sinn. Will Levis er leikstjórnandi í NFL-deildinni með liði Tennessee Titans. Hann er með lífstíðarsamning við Hellman´s majónes og ekki að ástæðulausu. Levis olli miklum usla í netheimum fyrir nýliðavalið þegar hann sagði frá því að hann notaði majónes út í kaffið sitt. Margir urðu mjög hneykslaðir á kappanum og hann fékk fyrir vikið auka athygli. Lokasóknin á Stöð 2 Sport fjallaði um þetta óvenjulega mál og menn þar á bæ prófuðu að setja majónes út í kaffið eins og sjá má hér fyrir neðan. Frítt majónes alla ævi Hellman´s fyrirtækið var svo ánægt með þetta að leikmaðurinn fékk lífstíðarsamning hjá fyrirtækinu. Hann fær nú frítt allt það majónes sem honum vantar út ævina. Levis er alls ekki hættur að auka hróður majónesins og er enn á ný kominn með uppáhaldið sitt á nýjar slóðir. Hellman´s og Levis kynntu á dögunum nýjan majónes rakspíra. Það þarf ekki að koma á óvart að þetta er í fyrsta sinn sem majónes rakspíri kemur á markað. Nú get ég lyktað eins og majónes líka Rakspírinn heitir „Will Levis No. 8“ en hvernig lyktar majónes rakspíri? Samkvæmt kynningunni þá er lyktin djörf með örlitlum majónes keim ásamt moskus ilmefni og vanillu. Þá er smá kaffi undirtónn þarna líka. „Ég hef látið draum minn rætast um að búa til lykt sem er engu öðru lík. Ég hef borðað majónes, drukkið majónes og nú get ég lyktað eins og majónes líka,“ sagði umræddur Will Levis. The fragrance you’ve been craving is here. Introducing Will Levis No. 8, Parfum de Mayonnaise. Daily supply is limited.https://t.co/JKguMXqV7d pic.twitter.com/cJZVYNQlNC— Hellmann's Mayonnaise (@Hellmanns) August 13, 2024 NFL Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir England og Frakkland gulltryggðu farseðilin á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Sjá meira
Levis olli miklum usla í netheimum fyrir nýliðavalið þegar hann sagði frá því að hann notaði majónes út í kaffið sitt. Margir urðu mjög hneykslaðir á kappanum og hann fékk fyrir vikið auka athygli. Lokasóknin á Stöð 2 Sport fjallaði um þetta óvenjulega mál og menn þar á bæ prófuðu að setja majónes út í kaffið eins og sjá má hér fyrir neðan. Frítt majónes alla ævi Hellman´s fyrirtækið var svo ánægt með þetta að leikmaðurinn fékk lífstíðarsamning hjá fyrirtækinu. Hann fær nú frítt allt það majónes sem honum vantar út ævina. Levis er alls ekki hættur að auka hróður majónesins og er enn á ný kominn með uppáhaldið sitt á nýjar slóðir. Hellman´s og Levis kynntu á dögunum nýjan majónes rakspíra. Það þarf ekki að koma á óvart að þetta er í fyrsta sinn sem majónes rakspíri kemur á markað. Nú get ég lyktað eins og majónes líka Rakspírinn heitir „Will Levis No. 8“ en hvernig lyktar majónes rakspíri? Samkvæmt kynningunni þá er lyktin djörf með örlitlum majónes keim ásamt moskus ilmefni og vanillu. Þá er smá kaffi undirtónn þarna líka. „Ég hef látið draum minn rætast um að búa til lykt sem er engu öðru lík. Ég hef borðað majónes, drukkið majónes og nú get ég lyktað eins og majónes líka,“ sagði umræddur Will Levis. The fragrance you’ve been craving is here. Introducing Will Levis No. 8, Parfum de Mayonnaise. Daily supply is limited.https://t.co/JKguMXqV7d pic.twitter.com/cJZVYNQlNC— Hellmann's Mayonnaise (@Hellmanns) August 13, 2024
NFL Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir England og Frakkland gulltryggðu farseðilin á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Sjá meira