Hybrid-völlurinn í Hafnarfirði: „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. ágúst 2024 10:00 Hybrid-völlurinn í Hafnarfirði hefur fengið góðar viðtökur. skjáskot / stöð 2 Blandað gras hefur verið tekið til notkunar í Hafnarfirði, það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Forystumaður í framkvæmdunum segir mikla ánægju með æfingar sumarsins og æft verði áfram á grasinu langt inn í veturinn. Hann er sannfærður um að innan fárra ára verði það lagt á keppnisvöll félagsins. Hybrid gras er orðið algengt um alla Evrópu og víðar. Flest stórlið heims spila á slíkum völlum. Hér á landi er FH brautryðjandi, grasið var fyrst lagt fyrir ári síðan og þegar fréttastofu bar að í febrúar var það iðagrænt. Æfingar hafa farið fram á grasinu undanfarnar vikur og viðtökurnar verið góðar. „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það, en við viljum fara svolítið varlega. Þeir hafa verið hérna meistaraflokkarnir, karla og kvenna, yngri flokkarnir hafa líka fengið að fara inn á þetta. Þó þeir vildu örugglega margir hverjir meira, ætlum við að vinna okkur inn í þetta hægt og rólega,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og forystumaður í framkvæmdunum. Þó kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með Enn sem komið er hefur aðeins æfingavöllur félagsins verið lagður með blönduðu grasi. Stendur til að leggja að það á keppnisvöllinn í Kaplakrika? „Það er nú með það eins og annað, þetta snýst um peninga. Þó svo kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með og við erum háð því að bæjarfélagið sé með okkur. Ég ætla nú að taka það fram að bæjarfélagið stóð vel að baki okkar hér og ég er þess sannfærður, að innan ekki margra tímabila verður Kaplakrikavöllur skreyttur með hybrid grasi.“ Gætu æft allan ársins hring Blandaða grasið þolir tvöfalt meira álag en venjulegt gras. Það er 95 prósent venjulegt gras en 5 prósent styrkt með gervigrasþráðum. Hitalagnir liggja þar undir og vonir eru bundnar við að með tímanum haldist það grænt og nothæft allan ársins hring. „Við teljum alveg hægt að vera hérna grassins vegna, þess vegna allt árið. En út af því að við erum úti og veður eru válynd yfir háveturinn þá erum við að tala um að vera hérna fram í miðjan nóvember og gefa þessu svo frí eitthvað fram á blávorið.“ Hugmyndin bak við blandað gras er ekki ný af nálinni og tæknin hefur verið til staðar lengi en loks er kostnaður orðinn viðráðanlegur. „Ég er búinn að vera með þessa flugu í maganum síðan 2008 en þá var þetta bara svo dýrt. Þetta er orðið samkeppnishæft við gervigras þannig að við sáum tækifæri núna,“ sagði Jón að lokum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Besta deild kvenna Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Hybrid gras er orðið algengt um alla Evrópu og víðar. Flest stórlið heims spila á slíkum völlum. Hér á landi er FH brautryðjandi, grasið var fyrst lagt fyrir ári síðan og þegar fréttastofu bar að í febrúar var það iðagrænt. Æfingar hafa farið fram á grasinu undanfarnar vikur og viðtökurnar verið góðar. „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það, en við viljum fara svolítið varlega. Þeir hafa verið hérna meistaraflokkarnir, karla og kvenna, yngri flokkarnir hafa líka fengið að fara inn á þetta. Þó þeir vildu örugglega margir hverjir meira, ætlum við að vinna okkur inn í þetta hægt og rólega,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og forystumaður í framkvæmdunum. Þó kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með Enn sem komið er hefur aðeins æfingavöllur félagsins verið lagður með blönduðu grasi. Stendur til að leggja að það á keppnisvöllinn í Kaplakrika? „Það er nú með það eins og annað, þetta snýst um peninga. Þó svo kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með og við erum háð því að bæjarfélagið sé með okkur. Ég ætla nú að taka það fram að bæjarfélagið stóð vel að baki okkar hér og ég er þess sannfærður, að innan ekki margra tímabila verður Kaplakrikavöllur skreyttur með hybrid grasi.“ Gætu æft allan ársins hring Blandaða grasið þolir tvöfalt meira álag en venjulegt gras. Það er 95 prósent venjulegt gras en 5 prósent styrkt með gervigrasþráðum. Hitalagnir liggja þar undir og vonir eru bundnar við að með tímanum haldist það grænt og nothæft allan ársins hring. „Við teljum alveg hægt að vera hérna grassins vegna, þess vegna allt árið. En út af því að við erum úti og veður eru válynd yfir háveturinn þá erum við að tala um að vera hérna fram í miðjan nóvember og gefa þessu svo frí eitthvað fram á blávorið.“ Hugmyndin bak við blandað gras er ekki ný af nálinni og tæknin hefur verið til staðar lengi en loks er kostnaður orðinn viðráðanlegur. „Ég er búinn að vera með þessa flugu í maganum síðan 2008 en þá var þetta bara svo dýrt. Þetta er orðið samkeppnishæft við gervigras þannig að við sáum tækifæri núna,“ sagði Jón að lokum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Besta deild kvenna Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira