Hybrid-völlurinn í Hafnarfirði: „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. ágúst 2024 10:00 Hybrid-völlurinn í Hafnarfirði hefur fengið góðar viðtökur. skjáskot / stöð 2 Blandað gras hefur verið tekið til notkunar í Hafnarfirði, það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Forystumaður í framkvæmdunum segir mikla ánægju með æfingar sumarsins og æft verði áfram á grasinu langt inn í veturinn. Hann er sannfærður um að innan fárra ára verði það lagt á keppnisvöll félagsins. Hybrid gras er orðið algengt um alla Evrópu og víðar. Flest stórlið heims spila á slíkum völlum. Hér á landi er FH brautryðjandi, grasið var fyrst lagt fyrir ári síðan og þegar fréttastofu bar að í febrúar var það iðagrænt. Æfingar hafa farið fram á grasinu undanfarnar vikur og viðtökurnar verið góðar. „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það, en við viljum fara svolítið varlega. Þeir hafa verið hérna meistaraflokkarnir, karla og kvenna, yngri flokkarnir hafa líka fengið að fara inn á þetta. Þó þeir vildu örugglega margir hverjir meira, ætlum við að vinna okkur inn í þetta hægt og rólega,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og forystumaður í framkvæmdunum. Þó kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með Enn sem komið er hefur aðeins æfingavöllur félagsins verið lagður með blönduðu grasi. Stendur til að leggja að það á keppnisvöllinn í Kaplakrika? „Það er nú með það eins og annað, þetta snýst um peninga. Þó svo kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með og við erum háð því að bæjarfélagið sé með okkur. Ég ætla nú að taka það fram að bæjarfélagið stóð vel að baki okkar hér og ég er þess sannfærður, að innan ekki margra tímabila verður Kaplakrikavöllur skreyttur með hybrid grasi.“ Gætu æft allan ársins hring Blandaða grasið þolir tvöfalt meira álag en venjulegt gras. Það er 95 prósent venjulegt gras en 5 prósent styrkt með gervigrasþráðum. Hitalagnir liggja þar undir og vonir eru bundnar við að með tímanum haldist það grænt og nothæft allan ársins hring. „Við teljum alveg hægt að vera hérna grassins vegna, þess vegna allt árið. En út af því að við erum úti og veður eru válynd yfir háveturinn þá erum við að tala um að vera hérna fram í miðjan nóvember og gefa þessu svo frí eitthvað fram á blávorið.“ Hugmyndin bak við blandað gras er ekki ný af nálinni og tæknin hefur verið til staðar lengi en loks er kostnaður orðinn viðráðanlegur. „Ég er búinn að vera með þessa flugu í maganum síðan 2008 en þá var þetta bara svo dýrt. Þetta er orðið samkeppnishæft við gervigras þannig að við sáum tækifæri núna,“ sagði Jón að lokum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Besta deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
Hybrid gras er orðið algengt um alla Evrópu og víðar. Flest stórlið heims spila á slíkum völlum. Hér á landi er FH brautryðjandi, grasið var fyrst lagt fyrir ári síðan og þegar fréttastofu bar að í febrúar var það iðagrænt. Æfingar hafa farið fram á grasinu undanfarnar vikur og viðtökurnar verið góðar. „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það, en við viljum fara svolítið varlega. Þeir hafa verið hérna meistaraflokkarnir, karla og kvenna, yngri flokkarnir hafa líka fengið að fara inn á þetta. Þó þeir vildu örugglega margir hverjir meira, ætlum við að vinna okkur inn í þetta hægt og rólega,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og forystumaður í framkvæmdunum. Þó kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með Enn sem komið er hefur aðeins æfingavöllur félagsins verið lagður með blönduðu grasi. Stendur til að leggja að það á keppnisvöllinn í Kaplakrika? „Það er nú með það eins og annað, þetta snýst um peninga. Þó svo kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með og við erum háð því að bæjarfélagið sé með okkur. Ég ætla nú að taka það fram að bæjarfélagið stóð vel að baki okkar hér og ég er þess sannfærður, að innan ekki margra tímabila verður Kaplakrikavöllur skreyttur með hybrid grasi.“ Gætu æft allan ársins hring Blandaða grasið þolir tvöfalt meira álag en venjulegt gras. Það er 95 prósent venjulegt gras en 5 prósent styrkt með gervigrasþráðum. Hitalagnir liggja þar undir og vonir eru bundnar við að með tímanum haldist það grænt og nothæft allan ársins hring. „Við teljum alveg hægt að vera hérna grassins vegna, þess vegna allt árið. En út af því að við erum úti og veður eru válynd yfir háveturinn þá erum við að tala um að vera hérna fram í miðjan nóvember og gefa þessu svo frí eitthvað fram á blávorið.“ Hugmyndin bak við blandað gras er ekki ný af nálinni og tæknin hefur verið til staðar lengi en loks er kostnaður orðinn viðráðanlegur. „Ég er búinn að vera með þessa flugu í maganum síðan 2008 en þá var þetta bara svo dýrt. Þetta er orðið samkeppnishæft við gervigras þannig að við sáum tækifæri núna,“ sagði Jón að lokum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Besta deild kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira