Hafnar Liverpool og félagið aftur á núllpunkti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 06:30 Martin Zubimendi vildi á endanum ekki koma til Liverpool. Hér sést hann í úrslitaleik Evrópumótsins í sumar. Getty/ANP Stuðningsmenn Liverpool voru flestir fullvissir um að félagið þeirra væri loksins búið að finna fyrstu kaup sumarsins en á endanum vildi sá hinn sami ekki koma til félagsins. Erlendir miðlar eins og BBC segja frá því að spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi hafi hafnað tilboði Liverpool en þess í stað fengið nýjan samning hjá uppeldisfélaginu sínu Real Sociedad. Liverpool vissi ekki betur en að Zubimendi vildi koma en á endanum tókst spænska félaginu hans að sannfæra hann um að vera áfram alveg eins og þegar bæði Bayern München og Arsenal sýndu honum áhuga á síðustu árum. Launatilboð Liverpool var hærra en það sem Sociedad bauð en það var ekki nóg. Þetta er því enn eitt dæmið um það að öflugir leikmenn vilja ekki koma til félagsins en önnur dæmi eru Tchouaméni, Bellingham, Lavia og Caicedo á síðustu árum. Zubimendi er 25 ára gamall og var varamaður Rodri í spænska landsliðinu. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar Spánverjar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í sumar. Zubimendi var ætlað að fylla stöðu djúps miðjumanns hjá Liverpool en nú er félagið aftur á núllpunkti í þeirri leit. Liverpool er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur ekki keypt leikmann í sumar en fyrsti leikur liðsins á nýju tímabili er á móti nýliðum Ipswich um næstu helgi. Arne Slot þarf því að nota einn af núverandi miðjumönnum liðsins í stöðuna. Líklegast er að það verði Ryan Gravenberch en aðrir sem koma til greina eru Curtis Jones, Dominic Szoboszlai, Trent Alexander-Arnold og Wataru Endo. 🚨🔴 Martín Zubimendi has rejected Liverpool with formal communication to the club tonight.Real Sociedad efforts to keep Zubi crucial to make it happen, he’s staying with new deal also ready soon.Zubimendi informed Richard Hughes tonight, as @relevo reported. pic.twitter.com/sLU7S0Qfma— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 12, 2024 Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
Erlendir miðlar eins og BBC segja frá því að spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi hafi hafnað tilboði Liverpool en þess í stað fengið nýjan samning hjá uppeldisfélaginu sínu Real Sociedad. Liverpool vissi ekki betur en að Zubimendi vildi koma en á endanum tókst spænska félaginu hans að sannfæra hann um að vera áfram alveg eins og þegar bæði Bayern München og Arsenal sýndu honum áhuga á síðustu árum. Launatilboð Liverpool var hærra en það sem Sociedad bauð en það var ekki nóg. Þetta er því enn eitt dæmið um það að öflugir leikmenn vilja ekki koma til félagsins en önnur dæmi eru Tchouaméni, Bellingham, Lavia og Caicedo á síðustu árum. Zubimendi er 25 ára gamall og var varamaður Rodri í spænska landsliðinu. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar Spánverjar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í sumar. Zubimendi var ætlað að fylla stöðu djúps miðjumanns hjá Liverpool en nú er félagið aftur á núllpunkti í þeirri leit. Liverpool er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur ekki keypt leikmann í sumar en fyrsti leikur liðsins á nýju tímabili er á móti nýliðum Ipswich um næstu helgi. Arne Slot þarf því að nota einn af núverandi miðjumönnum liðsins í stöðuna. Líklegast er að það verði Ryan Gravenberch en aðrir sem koma til greina eru Curtis Jones, Dominic Szoboszlai, Trent Alexander-Arnold og Wataru Endo. 🚨🔴 Martín Zubimendi has rejected Liverpool with formal communication to the club tonight.Real Sociedad efforts to keep Zubi crucial to make it happen, he’s staying with new deal also ready soon.Zubimendi informed Richard Hughes tonight, as @relevo reported. pic.twitter.com/sLU7S0Qfma— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 12, 2024
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti