„Vel gert hjá dómaranum að leyfa leiknum að fljóta“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 11. ágúst 2024 18:30 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, á hliðarlínunni í dag, pollrólegur að vanda Vísir/Pawel Vestri náði í jafntefli gegn Íslandsmeisturum Víkings á heimavelli hamingjunnar 1-1 í 18. umferð Bestu deildarinnar. Vestri jafnaði leikinn á 83. mínútu eftir frekar tíðindalítinn leik. Vísir ræddi við Davíð Smára Lamude þjálfara Vestra eftir leik sem var mjög sáttur við stigið í dag. „Við vorum allavega ekki lakari aðilinn í 65 mínútur. Mér fannst við byrja leikinn illa. Það tók okkur svona 15 mínútur að komast í gang. Við vorum bara litlir og bara slakir. Mér fannst við bara koma inní þetta eftir það og fannst við bara heilt yfir í 60 mínútur allavega ekki slakari aðilinn.“ Víkingur komst yfir eftir 3. mínútna leik þar sem vörn Vestra virtist ekki vera kominn í gang. Davíð tók undir það og sagði sína menn hafa verið slaka í upphafi. „Gríðarlega pirrandi byrjun. Varnarleikurinn hefur farið mjög vaxandi uppá síðkastið og mér fannst hann góður í meirihluta leiks í dag. Tilfinningin er sú að við höfum fengið hættulegri færi í fyrri hálfleik þó þeir hafi skorað.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðu sinna manna: „Mér leið alltaf alltaf eins og við myndum fá tækifæri til að setja mark á þá og mér fannst við vera að skapa hálffæri framm að því. Vorum kannski ekki nægilega ákveðnir inní teignum en markið sem við skorum er auðvitað stórkostlegt. Vinnum boltann með fyrir mitt leyti löglegri tæklingu, förum fram og skoruðum. Er stoltur af liðinu, fáum frammistöðu frá öllum í liðinu. Við höfum svolítið verið að kalla eftir því að við fáum svolítið jafnvægi í okkar frammistöður og mér finnst við vera farnir að sýna það.“ Gunnar Jónas uppalinn Vestramaður átti frábæran leik fyrir gestina í dag og var Davíð hæstánægður með frammistöðu hans. „Gunnar er auðvitað bara stríðsmaður útí gegn, er að spila fyrir sitt félag og mér finnst það sjást að þetta skiptir hann gríðarlegu máli. Þetta skiptir okkur bara miklu máli. Erum að berjast fyrir lífi okkar og svona leiki viljum við.“ sagði Davíð og bætti við að lokum: „Við viljum spila „aggressívt“ og fengum svar frá andstæðingunum sem spiluðu fast á okkur í dag. Línan í leiknum var þannig að það var mikið leyft. Það var mikið vælt og röflað af okkur þjálfurunum í dag yfir línunni í leiknum. Við verðum kannski sem þjálfarar að líta okkur nær, þvi hvort viljum við að leikurinn fái að fljóta eða línan sé þannig að það sé alltaf verið að flauta. Mér fannst Villi (Vilhjálmur Alvar) gera vel að leyfa þessu að fljóta.“ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Vísir ræddi við Davíð Smára Lamude þjálfara Vestra eftir leik sem var mjög sáttur við stigið í dag. „Við vorum allavega ekki lakari aðilinn í 65 mínútur. Mér fannst við byrja leikinn illa. Það tók okkur svona 15 mínútur að komast í gang. Við vorum bara litlir og bara slakir. Mér fannst við bara koma inní þetta eftir það og fannst við bara heilt yfir í 60 mínútur allavega ekki slakari aðilinn.“ Víkingur komst yfir eftir 3. mínútna leik þar sem vörn Vestra virtist ekki vera kominn í gang. Davíð tók undir það og sagði sína menn hafa verið slaka í upphafi. „Gríðarlega pirrandi byrjun. Varnarleikurinn hefur farið mjög vaxandi uppá síðkastið og mér fannst hann góður í meirihluta leiks í dag. Tilfinningin er sú að við höfum fengið hættulegri færi í fyrri hálfleik þó þeir hafi skorað.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðu sinna manna: „Mér leið alltaf alltaf eins og við myndum fá tækifæri til að setja mark á þá og mér fannst við vera að skapa hálffæri framm að því. Vorum kannski ekki nægilega ákveðnir inní teignum en markið sem við skorum er auðvitað stórkostlegt. Vinnum boltann með fyrir mitt leyti löglegri tæklingu, förum fram og skoruðum. Er stoltur af liðinu, fáum frammistöðu frá öllum í liðinu. Við höfum svolítið verið að kalla eftir því að við fáum svolítið jafnvægi í okkar frammistöður og mér finnst við vera farnir að sýna það.“ Gunnar Jónas uppalinn Vestramaður átti frábæran leik fyrir gestina í dag og var Davíð hæstánægður með frammistöðu hans. „Gunnar er auðvitað bara stríðsmaður útí gegn, er að spila fyrir sitt félag og mér finnst það sjást að þetta skiptir hann gríðarlegu máli. Þetta skiptir okkur bara miklu máli. Erum að berjast fyrir lífi okkar og svona leiki viljum við.“ sagði Davíð og bætti við að lokum: „Við viljum spila „aggressívt“ og fengum svar frá andstæðingunum sem spiluðu fast á okkur í dag. Línan í leiknum var þannig að það var mikið leyft. Það var mikið vælt og röflað af okkur þjálfurunum í dag yfir línunni í leiknum. Við verðum kannski sem þjálfarar að líta okkur nær, þvi hvort viljum við að leikurinn fái að fljóta eða línan sé þannig að það sé alltaf verið að flauta. Mér fannst Villi (Vilhjálmur Alvar) gera vel að leyfa þessu að fljóta.“
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Vestri Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira