Ræddu um liðsval og tíðar breytingar Jökuls: „Þetta er bara bull“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2024 13:00 Jökull Elísabetarson er á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari Stjörnunnar. vísir/diego Tíðar breytingar Jökuls Elísabetarsonar á byrjunarliði Stjörnunnar voru til umræðu í Stúkunni í gær. Jökull gerði sjö breytingar á Stjörnuliðinu fyrir leikinn gegn Fram sem tapaðist, 2-1. Í síðustu sex leikjum hefur hann gert 29 breytingar á byrjunarliði Garðbæinga. „Við hrósuðum Jökli og fannst eiginlega hálf ótrúlegt hvernig þeir komust í gegnum leikinn gegn ÍA með allar þessar breytingar, sérstaklega hvað voru margir að spila út úr stöðu. Þetta er ekkert hægt svona,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Stúkunni í gær. Hann benti ennfremur á að auk breytinga á byrjunarliðinu væri Jökull gjarn á að færa menn til í stöðum. „Það er eiginlega bara einn leikmaður í þessu liði sem er með stöðu, fyrir utan markverðina, og það er Emil Atlason. Allir aðrir hafa á einhverjum tímapunkti verið færðir,“ sagði Albert. „Þetta er bara bull. Jökull fer sínar eigin leiðir en stundum aðeins of mikið.“ Fá svör eftir undirbúningstímabilið Atli Viðar Björnsson tók undir með Alberti. „Mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika. Þeir hrærðu mjög mikið í liðinu í vetur og þegar líða fór nær móti gat enginn sagt með vissu hvernig liðið væri og hvernig þeir kæmu undan vetri,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Stúkan - Umræða um Stjörnuna „Þetta fór hægt af stað og tímabilið er ekki búið að vera gott í stóra samhengingu. En fyrir svona tíu dögum, hálfum mánuði, hefði ég viljað segja að Stjarnan væri á besta mögulega stað upp undir heilt ár, níu mánuði. Mér fannst þetta vera að smella. Svo bíða þeir þetta afhroð í Evrópuleik í síðustu viku [gegn Paide, 4-0] og það er eins og þetta hafi verið kjaftshögg sem þeir voru ekki staðnir upp eftir í Úlfarárdalnum. Frammistaðan þar var beint framhald af leiknum úti þar sem þeir voru meðvitundarlausir.“ Stjarnan er í 7. sæti Bestu deildarinnar með 23 stig eftir sautján leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir „Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. 9. ágúst 2024 09:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Jökull gerði sjö breytingar á Stjörnuliðinu fyrir leikinn gegn Fram sem tapaðist, 2-1. Í síðustu sex leikjum hefur hann gert 29 breytingar á byrjunarliði Garðbæinga. „Við hrósuðum Jökli og fannst eiginlega hálf ótrúlegt hvernig þeir komust í gegnum leikinn gegn ÍA með allar þessar breytingar, sérstaklega hvað voru margir að spila út úr stöðu. Þetta er ekkert hægt svona,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Stúkunni í gær. Hann benti ennfremur á að auk breytinga á byrjunarliðinu væri Jökull gjarn á að færa menn til í stöðum. „Það er eiginlega bara einn leikmaður í þessu liði sem er með stöðu, fyrir utan markverðina, og það er Emil Atlason. Allir aðrir hafa á einhverjum tímapunkti verið færðir,“ sagði Albert. „Þetta er bara bull. Jökull fer sínar eigin leiðir en stundum aðeins of mikið.“ Fá svör eftir undirbúningstímabilið Atli Viðar Björnsson tók undir með Alberti. „Mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika. Þeir hrærðu mjög mikið í liðinu í vetur og þegar líða fór nær móti gat enginn sagt með vissu hvernig liðið væri og hvernig þeir kæmu undan vetri,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Stúkan - Umræða um Stjörnuna „Þetta fór hægt af stað og tímabilið er ekki búið að vera gott í stóra samhengingu. En fyrir svona tíu dögum, hálfum mánuði, hefði ég viljað segja að Stjarnan væri á besta mögulega stað upp undir heilt ár, níu mánuði. Mér fannst þetta vera að smella. Svo bíða þeir þetta afhroð í Evrópuleik í síðustu viku [gegn Paide, 4-0] og það er eins og þetta hafi verið kjaftshögg sem þeir voru ekki staðnir upp eftir í Úlfarárdalnum. Frammistaðan þar var beint framhald af leiknum úti þar sem þeir voru meðvitundarlausir.“ Stjarnan er í 7. sæti Bestu deildarinnar með 23 stig eftir sautján leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir „Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. 9. ágúst 2024 09:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
„Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. 9. ágúst 2024 09:00