Ræddu um liðsval og tíðar breytingar Jökuls: „Þetta er bara bull“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2024 13:00 Jökull Elísabetarson er á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari Stjörnunnar. vísir/diego Tíðar breytingar Jökuls Elísabetarsonar á byrjunarliði Stjörnunnar voru til umræðu í Stúkunni í gær. Jökull gerði sjö breytingar á Stjörnuliðinu fyrir leikinn gegn Fram sem tapaðist, 2-1. Í síðustu sex leikjum hefur hann gert 29 breytingar á byrjunarliði Garðbæinga. „Við hrósuðum Jökli og fannst eiginlega hálf ótrúlegt hvernig þeir komust í gegnum leikinn gegn ÍA með allar þessar breytingar, sérstaklega hvað voru margir að spila út úr stöðu. Þetta er ekkert hægt svona,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Stúkunni í gær. Hann benti ennfremur á að auk breytinga á byrjunarliðinu væri Jökull gjarn á að færa menn til í stöðum. „Það er eiginlega bara einn leikmaður í þessu liði sem er með stöðu, fyrir utan markverðina, og það er Emil Atlason. Allir aðrir hafa á einhverjum tímapunkti verið færðir,“ sagði Albert. „Þetta er bara bull. Jökull fer sínar eigin leiðir en stundum aðeins of mikið.“ Fá svör eftir undirbúningstímabilið Atli Viðar Björnsson tók undir með Alberti. „Mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika. Þeir hrærðu mjög mikið í liðinu í vetur og þegar líða fór nær móti gat enginn sagt með vissu hvernig liðið væri og hvernig þeir kæmu undan vetri,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Stúkan - Umræða um Stjörnuna „Þetta fór hægt af stað og tímabilið er ekki búið að vera gott í stóra samhengingu. En fyrir svona tíu dögum, hálfum mánuði, hefði ég viljað segja að Stjarnan væri á besta mögulega stað upp undir heilt ár, níu mánuði. Mér fannst þetta vera að smella. Svo bíða þeir þetta afhroð í Evrópuleik í síðustu viku [gegn Paide, 4-0] og það er eins og þetta hafi verið kjaftshögg sem þeir voru ekki staðnir upp eftir í Úlfarárdalnum. Frammistaðan þar var beint framhald af leiknum úti þar sem þeir voru meðvitundarlausir.“ Stjarnan er í 7. sæti Bestu deildarinnar með 23 stig eftir sautján leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir „Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. 9. ágúst 2024 09:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Jökull gerði sjö breytingar á Stjörnuliðinu fyrir leikinn gegn Fram sem tapaðist, 2-1. Í síðustu sex leikjum hefur hann gert 29 breytingar á byrjunarliði Garðbæinga. „Við hrósuðum Jökli og fannst eiginlega hálf ótrúlegt hvernig þeir komust í gegnum leikinn gegn ÍA með allar þessar breytingar, sérstaklega hvað voru margir að spila út úr stöðu. Þetta er ekkert hægt svona,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Stúkunni í gær. Hann benti ennfremur á að auk breytinga á byrjunarliðinu væri Jökull gjarn á að færa menn til í stöðum. „Það er eiginlega bara einn leikmaður í þessu liði sem er með stöðu, fyrir utan markverðina, og það er Emil Atlason. Allir aðrir hafa á einhverjum tímapunkti verið færðir,“ sagði Albert. „Þetta er bara bull. Jökull fer sínar eigin leiðir en stundum aðeins of mikið.“ Fá svör eftir undirbúningstímabilið Atli Viðar Björnsson tók undir með Alberti. „Mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika. Þeir hrærðu mjög mikið í liðinu í vetur og þegar líða fór nær móti gat enginn sagt með vissu hvernig liðið væri og hvernig þeir kæmu undan vetri,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Stúkan - Umræða um Stjörnuna „Þetta fór hægt af stað og tímabilið er ekki búið að vera gott í stóra samhengingu. En fyrir svona tíu dögum, hálfum mánuði, hefði ég viljað segja að Stjarnan væri á besta mögulega stað upp undir heilt ár, níu mánuði. Mér fannst þetta vera að smella. Svo bíða þeir þetta afhroð í Evrópuleik í síðustu viku [gegn Paide, 4-0] og það er eins og þetta hafi verið kjaftshögg sem þeir voru ekki staðnir upp eftir í Úlfarárdalnum. Frammistaðan þar var beint framhald af leiknum úti þar sem þeir voru meðvitundarlausir.“ Stjarnan er í 7. sæti Bestu deildarinnar með 23 stig eftir sautján leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir „Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. 9. ágúst 2024 09:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
„Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. 9. ágúst 2024 09:00