Fann skotfæri úr fórum nasista á Hlíðarfjalli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 14:24 Skotið var framleitt í Þýskalandi árið 1937. Grenndargralið Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri. Brynjar heldur utan um síðuna Grenndargralið síðan árið þar sem hann fjallar um sögu Akureyrar og sér í lagi undanfarið merkilega muni sem hann hefur fundið á leit sinni á þessu gamla æfingasvæði Bandamanna. „Ég er búinn að fara ansi marga tugina af ferðum þarna uppeftir á síðustu sex, sjö árum. Að skoða og leita og reyna að fá einhverja mynd af því sem þeir voru að gera þarna. Fjallið heldur áfram að gefa. Við erum stöðugt að finna eitthvað nýtt og áhugavert á svæðinu,“ segir Brynjar í samtali við fréttastofu. Fannst í ruslaholu Hópurinn hefur málmleitartæki til notkunar en Brynjar segir að leitin fari að mestu fram með augunum. Gripirnir séu flestir á yfirborðinu. Brynjar segist hafa verið að leita í gömlum ruslaholum hermannanna þegar skotið leit dagsins ljós í fyrsta sinn í langan tíma. Brynjar hefur fundið ótrúlegustu gripi á gamla æfingasvæði Bandamanna á Hlíðarfjalli.Grenndargralið „Það var regla hjá hernum að þeir brenndu ruslið eða grófu holu í jörðina og komu fyrir kolum, hentu draslinu ofan í og leyfðu þessu svo að malla. En það er alltaf eitthvað sem sleppur í þessum ruslaholum þeirra. við vissum af einni slíkri holu á ákveðnum stað á þessu svæði. Ég fór aðeins að grafa í jörðina þar sem þessi hola er og þá kom þetta skot í ljós,“ segir hann. Gripurinn sem um ræðir er skothylki af gerðinni 7,92x57mm Mauser sem var framleitt í Þýskalandi árið 1937. Brynjar segir það vera einkennilegt að þýskt skothylki finnist frá stríðsárunum þar sem þýsk skot voru ekki algeng á Íslandi. Þá segir hann það einnig vera athyglisvert að kúlan sé enn í skotinu, það er að segja, því hefur ekki verið hleypt af. Á þýskum skotum frá stríðsárunum eru merkingar ítarlegar og gat Brynjar ekki bara lesið framleiðsluárið af merkingum á skotinu sjálfu heldur einnig upplýsingar um framleiðanda, málmblöndu hylkisins og lotunúmer. Hallast að tveimur kenningum um uppruna skotsins Brynjar segir ýmsar kenningar hafa verið reifaðar um uppruna skotsins og hvernig það hafnaði á þessum stað en að vegna þess að hann fann það í þessari ruslaholu leiki enginn vafi á því að skotið hafi verið í fórum hermanns á æfingasvæðinu á hernámsárunum. Hann segist helst hallast að tveimur tilgátum. Annars vegar að skotið hafi borist með breskum hermanni frá Noregi en Norðmenn tóku einnig þátt í að þjálfa Breta og Bandaríkjamenn í að berjast við vetraraðstæður. Hins vegar að skotið hafi borist hingað með þýskri herflugvél sem hrapaði eða skotin var niður yfir Íslandi. Svokallaðar Heinckel-vélar hafi verið búnar byssum sem skutu slíkum skotum. „Þetta er svo furðulegur fundur að öllu leyti að það er alveg sama hvaða tilgáta kemur fram, hún er alltaf út í bláinn,“ áréttar hann þó. Akureyri Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Brynjar heldur utan um síðuna Grenndargralið síðan árið þar sem hann fjallar um sögu Akureyrar og sér í lagi undanfarið merkilega muni sem hann hefur fundið á leit sinni á þessu gamla æfingasvæði Bandamanna. „Ég er búinn að fara ansi marga tugina af ferðum þarna uppeftir á síðustu sex, sjö árum. Að skoða og leita og reyna að fá einhverja mynd af því sem þeir voru að gera þarna. Fjallið heldur áfram að gefa. Við erum stöðugt að finna eitthvað nýtt og áhugavert á svæðinu,“ segir Brynjar í samtali við fréttastofu. Fannst í ruslaholu Hópurinn hefur málmleitartæki til notkunar en Brynjar segir að leitin fari að mestu fram með augunum. Gripirnir séu flestir á yfirborðinu. Brynjar segist hafa verið að leita í gömlum ruslaholum hermannanna þegar skotið leit dagsins ljós í fyrsta sinn í langan tíma. Brynjar hefur fundið ótrúlegustu gripi á gamla æfingasvæði Bandamanna á Hlíðarfjalli.Grenndargralið „Það var regla hjá hernum að þeir brenndu ruslið eða grófu holu í jörðina og komu fyrir kolum, hentu draslinu ofan í og leyfðu þessu svo að malla. En það er alltaf eitthvað sem sleppur í þessum ruslaholum þeirra. við vissum af einni slíkri holu á ákveðnum stað á þessu svæði. Ég fór aðeins að grafa í jörðina þar sem þessi hola er og þá kom þetta skot í ljós,“ segir hann. Gripurinn sem um ræðir er skothylki af gerðinni 7,92x57mm Mauser sem var framleitt í Þýskalandi árið 1937. Brynjar segir það vera einkennilegt að þýskt skothylki finnist frá stríðsárunum þar sem þýsk skot voru ekki algeng á Íslandi. Þá segir hann það einnig vera athyglisvert að kúlan sé enn í skotinu, það er að segja, því hefur ekki verið hleypt af. Á þýskum skotum frá stríðsárunum eru merkingar ítarlegar og gat Brynjar ekki bara lesið framleiðsluárið af merkingum á skotinu sjálfu heldur einnig upplýsingar um framleiðanda, málmblöndu hylkisins og lotunúmer. Hallast að tveimur kenningum um uppruna skotsins Brynjar segir ýmsar kenningar hafa verið reifaðar um uppruna skotsins og hvernig það hafnaði á þessum stað en að vegna þess að hann fann það í þessari ruslaholu leiki enginn vafi á því að skotið hafi verið í fórum hermanns á æfingasvæðinu á hernámsárunum. Hann segist helst hallast að tveimur tilgátum. Annars vegar að skotið hafi borist með breskum hermanni frá Noregi en Norðmenn tóku einnig þátt í að þjálfa Breta og Bandaríkjamenn í að berjast við vetraraðstæður. Hins vegar að skotið hafi borist hingað með þýskri herflugvél sem hrapaði eða skotin var niður yfir Íslandi. Svokallaðar Heinckel-vélar hafi verið búnar byssum sem skutu slíkum skotum. „Þetta er svo furðulegur fundur að öllu leyti að það er alveg sama hvaða tilgáta kemur fram, hún er alltaf út í bláinn,“ áréttar hann þó.
Akureyri Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira