Hneykslast á bandaríska körfuboltalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 22:15 LeBron James fagnar körfu hjá bandaríska körfuboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í París. Getty/Catherine Steenkeste Bandarísku körfuboltalandsliðið eru greinilega of góð með sig til að gista í Ólympíuþorpinu í París eins og aðrir íþróttamenn á leikunum. Í stað þess eru leikmenn liðsins á lúxushóteli í París. Sænskur íþróttafréttamaður er mjög hneykslaður á þessu og öllum aukakostnaðnum sem því fylgir. Bandarísku körfuboltalandsliðið hafa jafnan valið þá leið að gista ekki í Ólympíuþorpinu á Ólympíuleikum en leikmenn karlaliðsins eru oft meðal frægustu íþróttamanna heims og áreitið því mikið á þá í Ólympíuþorpinu. Tveir milljarðar króna Körfuboltafólkið er hins vegar frjálst að mæta í þorpið sem þau gera í einhverjum mæli. Hvort að það sé ástæðan eða kröfur leikmanna um meiri lúxus þá er ljóst að þetta fyrirkomulag kallar á fimmtán milljónir dollara í aukakostnað samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Það eru meira en tveir milljarðar íslenskra króna. Nick Rajacic, körfuboltasérfræðingur sænska ríkisútvarpsins, hneykslast á bandaríska körfuboltalandsliðinu. „Þeir eyða fimmtán milljón Bandaríkjadölum svo að bæði karla- og kvennalandsliðið geti gist fyrir utan Ólympíuþorpið á einhverju lúxushóteli,“ sagði Rajacic. Hvað er að gerast með íþróttirnar? „Fimmtán milljónir dollara. Hvað er að gerast með íþróttirnar? Ég sjálfur fór með rútu á körfuboltamót í Eskilstuna og svaf á loftdýnu í skólastofu með þrettán liðsfélögum sem hrutu allir. Þetta er þvert gegn öllu því sem Ólympíuandinn stendur fyrir,“ sagði Rajacic. „Sofa þau kannski í rúmum úr gulli? Eru þau með þjóna þarna? Mér finnst þetta vera úti í hött og algjörlega tilgangslaust,“ sagði Rajacic. Það er eitt að gista á hótelum en að það kosti meira en tvo milljarða króna er furðulegt. Bæði bandarísku landsliðin hafa unnið leiki sína til þessa á leikunum og fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að þau vinni gullverðlaunin í ár. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Körfubolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Sænskur íþróttafréttamaður er mjög hneykslaður á þessu og öllum aukakostnaðnum sem því fylgir. Bandarísku körfuboltalandsliðið hafa jafnan valið þá leið að gista ekki í Ólympíuþorpinu á Ólympíuleikum en leikmenn karlaliðsins eru oft meðal frægustu íþróttamanna heims og áreitið því mikið á þá í Ólympíuþorpinu. Tveir milljarðar króna Körfuboltafólkið er hins vegar frjálst að mæta í þorpið sem þau gera í einhverjum mæli. Hvort að það sé ástæðan eða kröfur leikmanna um meiri lúxus þá er ljóst að þetta fyrirkomulag kallar á fimmtán milljónir dollara í aukakostnað samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Það eru meira en tveir milljarðar íslenskra króna. Nick Rajacic, körfuboltasérfræðingur sænska ríkisútvarpsins, hneykslast á bandaríska körfuboltalandsliðinu. „Þeir eyða fimmtán milljón Bandaríkjadölum svo að bæði karla- og kvennalandsliðið geti gist fyrir utan Ólympíuþorpið á einhverju lúxushóteli,“ sagði Rajacic. Hvað er að gerast með íþróttirnar? „Fimmtán milljónir dollara. Hvað er að gerast með íþróttirnar? Ég sjálfur fór með rútu á körfuboltamót í Eskilstuna og svaf á loftdýnu í skólastofu með þrettán liðsfélögum sem hrutu allir. Þetta er þvert gegn öllu því sem Ólympíuandinn stendur fyrir,“ sagði Rajacic. „Sofa þau kannski í rúmum úr gulli? Eru þau með þjóna þarna? Mér finnst þetta vera úti í hött og algjörlega tilgangslaust,“ sagði Rajacic. Það er eitt að gista á hótelum en að það kosti meira en tvo milljarða króna er furðulegt. Bæði bandarísku landsliðin hafa unnið leiki sína til þessa á leikunum og fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að þau vinni gullverðlaunin í ár. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Körfubolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum