Bjóða óperumuni fala á menningarnótt í von um framhaldslíf Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2024 14:45 Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, segir að á meðal þeirra muna sem verða boðnir til sölu á menningarnótt séu blómaskreytingar úr sýningunni Madömmu Butterfly. Vísir Aðdáendur Íslensku óperunnar eiga möguleika á að eignast minjagripi þegar munir úr sýningum hennar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Óperustjóri segir ósk sína að munirnir komist í góðar hendur og öðlist framhaldslíf í sviðslistum. Þó að frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, um stofnun þjóðaróperu sem verði hýst í Þjóðleikhúsinu hafi ekki farið í gegn á síðasta þingi verður starfsemi Íslensku óperunnar að öllum líkindum lögð niður á næstunni. Til stendur að leggja frumvarpið aftur fram á næsta þingi og Íslenska óperan fær ekki lengur framlög frá ríkinu. Stofnunin þarf að losa húsnæði sitt í Hörpu fyrir næstu mánaðamót. Því er nú unnið að því að tæma geymslur óperunnar. Liður í því er tilboðsmarkaður þar sem sögulegir munir í starfsemi stofnunarinnar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, segir að munir sem varði sögu stofnunarinnar séu þegar farnir til viðeigandi safna eins og Leikminjasafns, Þjóðminjasafns og Kvikmyndasafns. „Þetta sem út af stendur þarna eru svona lausamunir úr sýningum úr Hörpu sem annars yrði hent af því að við þurfum að tæma geymslurnar og missum húsnæðið í lok mánaðar. Það er þá betra að þessir hlutir eignist framhaldslíf hjá einhverjum sjálfstæðum hópum eða einhverjum sem standa í sviðslistastarfsemi,“ segir hún. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri.Vísir Á meðal þess sem verður í boði eru blómaskreytingar úr gamalli sýningu, bekkur og sófi og minni hlutir eins og gamlir símar, ritvél og saumavél sem hafa ekki mikið verðgildi utan sviðslista. Að sögn Steinunnar fá skólar og sjálfstæðir hópar forgang að mununum. Þegar sé búið að festa einhverjum þeirra muni eftir að markaðurinn var auglýstur. „Þannig að þetta er fyrst og fremst hugsað í endurvinnsluskyni en ekki hagnaðarskyni. Ef það verður eitthvert endurgjald fyrir þetta verður það bara sem nemur framkvæmdinni og vinnu við hana.“ Framtíð stofnunarinnar óráðin Svipaður markaður var haldinn í Gamla bíói við Ingólfsstræti þegar óperan flutti þaðan í Hörpu árið 2011 og losa þurfti alls kynis lausamuni sem ekki var pláss til að geyma áfram. Munirnir nú eru því úr sýningum sem voru haldnar í Hörpu. Steinunn segir að enginn viti enn hvað verði um Íslensku óperuna. Það sé í höndum menningar- og viðskiptaráðuneytisins að skera úr um það. Án fjárframlaga geti óperan ekki starfað. „Þetta er ekki nein óskastaða fyrir 45 ára gamla stofnun sem hefur verið leiðandi í menningarlífi landsins allan þennan tíma,“ segir óperustjóri. Menning Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslenska óperan Þjóðaróperan Menningarnótt Tengdar fréttir Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. 14. maí 2024 09:03 Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þó að frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, um stofnun þjóðaróperu sem verði hýst í Þjóðleikhúsinu hafi ekki farið í gegn á síðasta þingi verður starfsemi Íslensku óperunnar að öllum líkindum lögð niður á næstunni. Til stendur að leggja frumvarpið aftur fram á næsta þingi og Íslenska óperan fær ekki lengur framlög frá ríkinu. Stofnunin þarf að losa húsnæði sitt í Hörpu fyrir næstu mánaðamót. Því er nú unnið að því að tæma geymslur óperunnar. Liður í því er tilboðsmarkaður þar sem sögulegir munir í starfsemi stofnunarinnar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, segir að munir sem varði sögu stofnunarinnar séu þegar farnir til viðeigandi safna eins og Leikminjasafns, Þjóðminjasafns og Kvikmyndasafns. „Þetta sem út af stendur þarna eru svona lausamunir úr sýningum úr Hörpu sem annars yrði hent af því að við þurfum að tæma geymslurnar og missum húsnæðið í lok mánaðar. Það er þá betra að þessir hlutir eignist framhaldslíf hjá einhverjum sjálfstæðum hópum eða einhverjum sem standa í sviðslistastarfsemi,“ segir hún. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri.Vísir Á meðal þess sem verður í boði eru blómaskreytingar úr gamalli sýningu, bekkur og sófi og minni hlutir eins og gamlir símar, ritvél og saumavél sem hafa ekki mikið verðgildi utan sviðslista. Að sögn Steinunnar fá skólar og sjálfstæðir hópar forgang að mununum. Þegar sé búið að festa einhverjum þeirra muni eftir að markaðurinn var auglýstur. „Þannig að þetta er fyrst og fremst hugsað í endurvinnsluskyni en ekki hagnaðarskyni. Ef það verður eitthvert endurgjald fyrir þetta verður það bara sem nemur framkvæmdinni og vinnu við hana.“ Framtíð stofnunarinnar óráðin Svipaður markaður var haldinn í Gamla bíói við Ingólfsstræti þegar óperan flutti þaðan í Hörpu árið 2011 og losa þurfti alls kynis lausamuni sem ekki var pláss til að geyma áfram. Munirnir nú eru því úr sýningum sem voru haldnar í Hörpu. Steinunn segir að enginn viti enn hvað verði um Íslensku óperuna. Það sé í höndum menningar- og viðskiptaráðuneytisins að skera úr um það. Án fjárframlaga geti óperan ekki starfað. „Þetta er ekki nein óskastaða fyrir 45 ára gamla stofnun sem hefur verið leiðandi í menningarlífi landsins allan þennan tíma,“ segir óperustjóri.
Menning Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslenska óperan Þjóðaróperan Menningarnótt Tengdar fréttir Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. 14. maí 2024 09:03 Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. 14. maí 2024 09:03
Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44