Ný taktík Arne Slot hjá Liverpool vekur athygli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 10:31 Liverpool byrjar vel undir stjórn Arne Slot en hér má sjá byrjunarlið liðsins fyrir sigurleikinn á móti Arsenal. Getty/Andrew Powell Liverpool hefur unnið tvo fyrstu opinberu leiki sína undir stjórn hollenska stjórans Arne Slot og byrjar því undirbúningstímabilið vel. Slot tók við liðinu af Jürgen Klopp í sumar og leikmenn Liverpool segjast finna talsverðan mun á knattspyrnustjórunum. Liðið vann Real Betis fyrst og svo Arsenal í fyrrinótt. Liverpool reynir meira að halda boltanum undir stjórn þessa hollenska og spilar því líkara Manchester City en það gerði undir stjórn Klopp. Það á þó eftir að koma betur í ljóst á hvaða leikmenn Slot mun treysta á komandi tímabili og hvernig pressa liðsins verður. Hollendingurinn er að minnsta kosti tilbúinn að reyna nýja hluti. Það sást meðal annars vel í nýrri hornataktík liðsins. Í sigurleiknum á móti Arsenal þá reyndu leikmenn Liverpool þessa nýju taktík. Allir í einum hnapp Allir leikmenn liðsins, sem voru komnir fram í horninu, söfnuðust saman utarlega í teignum eða við vítateigslínuna. Grikkinn Kostas Tsimikas tók hornspyrnuna og rétt áður en hann gerði það þá hreyfðu allir leikmenn Liverpool sig í átt að boltanum en þó á mismunandi staði í markteignum, í vítateignum og utan vítateigsins. Dómarinn dæmdi brot á Liverpool fyrir hindrun á markvörð Arsenal en hornið skapaði engu að síður usla og ruglaði varnarmenn Arsenal greinilega í ríminu. Það verður fróðlegt að sjá hvort við sjáum meira af svona furðulegum hornspyrnum á komandi tímabili. Hornið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Slot tók við liðinu af Jürgen Klopp í sumar og leikmenn Liverpool segjast finna talsverðan mun á knattspyrnustjórunum. Liðið vann Real Betis fyrst og svo Arsenal í fyrrinótt. Liverpool reynir meira að halda boltanum undir stjórn þessa hollenska og spilar því líkara Manchester City en það gerði undir stjórn Klopp. Það á þó eftir að koma betur í ljóst á hvaða leikmenn Slot mun treysta á komandi tímabili og hvernig pressa liðsins verður. Hollendingurinn er að minnsta kosti tilbúinn að reyna nýja hluti. Það sást meðal annars vel í nýrri hornataktík liðsins. Í sigurleiknum á móti Arsenal þá reyndu leikmenn Liverpool þessa nýju taktík. Allir í einum hnapp Allir leikmenn liðsins, sem voru komnir fram í horninu, söfnuðust saman utarlega í teignum eða við vítateigslínuna. Grikkinn Kostas Tsimikas tók hornspyrnuna og rétt áður en hann gerði það þá hreyfðu allir leikmenn Liverpool sig í átt að boltanum en þó á mismunandi staði í markteignum, í vítateignum og utan vítateigsins. Dómarinn dæmdi brot á Liverpool fyrir hindrun á markvörð Arsenal en hornið skapaði engu að síður usla og ruglaði varnarmenn Arsenal greinilega í ríminu. Það verður fróðlegt að sjá hvort við sjáum meira af svona furðulegum hornspyrnum á komandi tímabili. Hornið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira