Furðar sig á kjötafurðarstöðvunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. ágúst 2024 19:39 Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtakanna. vísir Bændasamtökin furða sig á því að stóru kjötafurðarstöðvarnar noti ekki nýja upprunarvottun sem var gerð til að tryggja hag neytenda. Formaður samtakanna kallar eftir því að lög um upprunamerkingar verði hert Bændasamtökin kynntu nýja upprunamerkingu á síðasta ári sem heitir Íslenskt staðfest, eina vandamálið er að fáir framleiðendur virðast vilja nota hana. Til að matvara geti skartað nýja merkinu verður hlutfall íslensks hráefnis í samsettum vörum að vera minnst 75 prósent en 100 prósent í vörum á borð við kjöt og sjávarafurðir. Formaður bændasamtakanna furðar sig á því að fáir íslenskir framleiðendur nýti merkinguna og nefnir sérstaklega stóru afurðarstöðvarnar. Fréttamaður gekk um verslun með Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna. Reyndu þeir í sameiningu að finna merkinguna á matvörum frá Íslandi. Merkingin fannst aðeins á tómötum og gúrkum. „Ég á nú ekki von á því að við finnum Íslenskt staðfest á kjötvörunni nei. Þetta væri nú ekkert flókið að setja hérna merki Íslenskt staðfest. Það stendur hérna í smáu letri, upprunaland Ísland. Við eigum ekkert að þurfa að lesa smátt letur til þess að skilja það og vita að varan sem við erum að kaupa er íslensk.“ Fjárfesting í bættum samskiptum Trausti segir framleiðendur ekki geta skýlt sér á bak við aukin kostnað vegna merkinga og að um fjárfestingu í bættum samskiptum við neytendur sé að ræða. Það sé hagsmunaatriði að merkja vörur skilmerkilega. „Það er bara réttur neytenda þegar þeir fara hérna út í verslun. Þá eiga þeir bara að geta gengið að því vísu að varan sem þau eru að kaupa er annað hvort innflutt, íslensk og þeir eiga að fá að vita það. Það á enginn að þurfa að grípa með sér kjötbakka, fara með hann heim og fatta þar að hann var að kaupa vöru sem hann ætlaði ekki að kaupa.“ Þurfi að herða reglur Grænmetisframleiðendur hafa tekið upp merkinguna og segir Trausti það vera til fyrirmyndar. „Hérna sjáum við skólabókardæmi um framsækna framleiðendur sem skilja þarfir og kröfur markaðarins.“ Að mati trausta þarf að herða reglur um upprunamerkingar kjöts og segir hann það skjóta skökku við að framleiðendur geti sleppt því að merkja vörur sínar ef þær eru kryddaðar eða blandaðar með aukaefnum. Núverandi lagarammi nær aðeins yfir nýtt, kælt eða fryst kjöt. „Ég hef ekki trú á öðru en að afurðarstöðvarnar komi með okkur í þetta. Þær þurfa bara að koma sér út úr því að vera rölta í gegnum þetta og fara aðeins að taka á sprett með þetta.“ Matvælaframleiðsla Matvöruverslun Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Bændasamtökin kynntu nýja upprunamerkingu á síðasta ári sem heitir Íslenskt staðfest, eina vandamálið er að fáir framleiðendur virðast vilja nota hana. Til að matvara geti skartað nýja merkinu verður hlutfall íslensks hráefnis í samsettum vörum að vera minnst 75 prósent en 100 prósent í vörum á borð við kjöt og sjávarafurðir. Formaður bændasamtakanna furðar sig á því að fáir íslenskir framleiðendur nýti merkinguna og nefnir sérstaklega stóru afurðarstöðvarnar. Fréttamaður gekk um verslun með Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna. Reyndu þeir í sameiningu að finna merkinguna á matvörum frá Íslandi. Merkingin fannst aðeins á tómötum og gúrkum. „Ég á nú ekki von á því að við finnum Íslenskt staðfest á kjötvörunni nei. Þetta væri nú ekkert flókið að setja hérna merki Íslenskt staðfest. Það stendur hérna í smáu letri, upprunaland Ísland. Við eigum ekkert að þurfa að lesa smátt letur til þess að skilja það og vita að varan sem við erum að kaupa er íslensk.“ Fjárfesting í bættum samskiptum Trausti segir framleiðendur ekki geta skýlt sér á bak við aukin kostnað vegna merkinga og að um fjárfestingu í bættum samskiptum við neytendur sé að ræða. Það sé hagsmunaatriði að merkja vörur skilmerkilega. „Það er bara réttur neytenda þegar þeir fara hérna út í verslun. Þá eiga þeir bara að geta gengið að því vísu að varan sem þau eru að kaupa er annað hvort innflutt, íslensk og þeir eiga að fá að vita það. Það á enginn að þurfa að grípa með sér kjötbakka, fara með hann heim og fatta þar að hann var að kaupa vöru sem hann ætlaði ekki að kaupa.“ Þurfi að herða reglur Grænmetisframleiðendur hafa tekið upp merkinguna og segir Trausti það vera til fyrirmyndar. „Hérna sjáum við skólabókardæmi um framsækna framleiðendur sem skilja þarfir og kröfur markaðarins.“ Að mati trausta þarf að herða reglur um upprunamerkingar kjöts og segir hann það skjóta skökku við að framleiðendur geti sleppt því að merkja vörur sínar ef þær eru kryddaðar eða blandaðar með aukaefnum. Núverandi lagarammi nær aðeins yfir nýtt, kælt eða fryst kjöt. „Ég hef ekki trú á öðru en að afurðarstöðvarnar komi með okkur í þetta. Þær þurfa bara að koma sér út úr því að vera rölta í gegnum þetta og fara aðeins að taka á sprett með þetta.“
Matvælaframleiðsla Matvöruverslun Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira