Lærifaðir og liðsfélagi fordæmir svipubeitingu Dujardin Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2024 14:01 Hester og Dujardin hafa unnið til verðlauna á síðustu þremur Ólympíuleikum. Ben Birchall/PA Images via Getty Images Carl Hester, stjórnarmaður í alþjóðasambandi tamningamanna, lærifaðir Charlotte Dujardin og liðsfélagi hennar á síðustu þremur Ólympíuleikum hefur fordæmt þjálfunaraðferðir sem hún beitti. Hester gaf Dujardin starf á búgarði sínum árið 2007, kenndi henni og leiðbeindi í þjálfun hesta. Þau hafa síðan tekið þátt á þremur Ólympíuleikum saman og unnið til gull-, silfurs- og bronsverðlauna. Saman stefndu þau á keppni í París í sumar en Dujardin sagði sig frá eftir að nafnlaus ábending barst, fjögurra ára gamalt myndband þar sem hún sést lemja hest óhóflega með svipu. Hester hafði ekki tjáð sig opinberlega um málið fyrr en í gær og segist sjá eftir því. „Þetta endurspeglar á engan hátt hvernig ég þjálfa hesta eða kenni nemendum mínum, algjörlega óafsakanlegt. Ég skammast mín mikið og hefði átt að stíga fyrr fram og fordæma þetta,“ sagði Hester í viðtali við BBC. Hester og Dujardin hafa unnið saman í sautján ár. Steve Parsons/PA Images via Getty Images „Ég hef ekki hitt hana og veit að hennar mál eru mjög, mjög flókin eins og er. En hún er umkringd fólki sem vill hjálpa henni. Ég veit að hún gengst við brotinu og þetta var fyrir fjórum árum. Mistök sem verður að fyrirgefa. Ég hef þekkt Charlotte í sautján ár og aldrei séð þessa hlið af henni.“ Í stað hennar keppti Becky Moody með Hester á þriðjudaginn var. Moody er komin áfram í úrslit en Hester er á mörkunum og þarf að bíða og sjá hvernig fer hjá síðustu keppendum í dag. Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Sjá meira
Hester gaf Dujardin starf á búgarði sínum árið 2007, kenndi henni og leiðbeindi í þjálfun hesta. Þau hafa síðan tekið þátt á þremur Ólympíuleikum saman og unnið til gull-, silfurs- og bronsverðlauna. Saman stefndu þau á keppni í París í sumar en Dujardin sagði sig frá eftir að nafnlaus ábending barst, fjögurra ára gamalt myndband þar sem hún sést lemja hest óhóflega með svipu. Hester hafði ekki tjáð sig opinberlega um málið fyrr en í gær og segist sjá eftir því. „Þetta endurspeglar á engan hátt hvernig ég þjálfa hesta eða kenni nemendum mínum, algjörlega óafsakanlegt. Ég skammast mín mikið og hefði átt að stíga fyrr fram og fordæma þetta,“ sagði Hester í viðtali við BBC. Hester og Dujardin hafa unnið saman í sautján ár. Steve Parsons/PA Images via Getty Images „Ég hef ekki hitt hana og veit að hennar mál eru mjög, mjög flókin eins og er. En hún er umkringd fólki sem vill hjálpa henni. Ég veit að hún gengst við brotinu og þetta var fyrir fjórum árum. Mistök sem verður að fyrirgefa. Ég hef þekkt Charlotte í sautján ár og aldrei séð þessa hlið af henni.“ Í stað hennar keppti Becky Moody með Hester á þriðjudaginn var. Moody er komin áfram í úrslit en Hester er á mörkunum og þarf að bíða og sjá hvernig fer hjá síðustu keppendum í dag.
Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Sjá meira