Guðlaug Edda syndir í Signu eftir að þríþrautin fékk grænt ljós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 05:47 Guðlaug Edda Hannesdóttir fyrir framan Signu þar sem þríþrautarkeppnin byrjar. @eddahannesd Guðlaug Edda Hannesdóttir verður í dag fyrsti Íslendingurinn til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Þríþrautarkeppnin fékk grænt ljóst í nótt eftir mælingar á bakteríum í Signu. Sundhlutinn fer fram í Signu en síðan taka við hjólreiðar og hlaup um París. Æfingum hafði verið frestað á sunnudag og mánudag sem og karlakeppninni í gær vegna of mikils magns af E. Coli og fleiri hættulegum bakteríum í ánni. Organisers have cleared the Olympic women's and men's triathlons to go ahead today after the latest Seine river water tests showed lower levels of bacteriahttps://t.co/GRmDHsSryl— RTÉ News (@rtenews) July 31, 2024 Við tók hálfgerður farsi þar sem jafnvel var talað um frekari frestanir eða jafnvel að fella niður sundhlutann og breyta þríþraut í tvíþraut. Sem betur fer verður ekkert af því. Báðar keppnirnar fara fram í dag og hefst kvennakeppnin klukkan 6.00 að íslenskum tíma. Karlakeppnin tekur síðan við strax á eftir. Nýjustu mælingarnar voru framkvæmdar klukkan 3.20 í nótt og Alþjóða þríþrautarsambandið samþykkti í framhaldinu að gefa grænt ljós á keppnina. Allskonar tilfinningar í gangi Þetta er stór stund fyrir Guðlaugu Eddu sem tjáði sig um keppnina á samfélagsmiðlum í gær. „Löng og erfið vegferð að mínum fyrstu Ólympíuleikum. Allskonar tilfinningar í gangi. Ég er mjög stolt af því að hafa komist alla þessa leið í gegnum allskyns mótlæti, erfiðleika og að þjösnast áfram oft á tíðum, ein án fjármagns eða annarrar aðstoðar í keppnum og við æfingar,“ skrifaði Guðlaug Edda á Instagram. „Langar að channel-a mitt innra barn á morgun í keppninni, því þar byrjaði draumurinn. Ég gef Lífið mitt í íþróttir og í staðinn hef ég fengið lífið sjálft. Ég myndi ekki skipta þessu út fyrir neitt. Bara að hafa gaman og reyna að ná öllu út úr mér því ég elska þetta,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég hef gert mitt besta í undirbúningnum með þau sem spil sem ég hafði í hendi og það eina sem ég get beðið sjálf mig um er að sýna styrk, þrautseigju og hafa gaman. Takk, takk takk. Með ást frá París - Guðlaug,“ skrifaði Guðlaug Edda Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. 30. júlí 2024 06:30 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Sjá meira
Þríþrautarkeppnin fékk grænt ljóst í nótt eftir mælingar á bakteríum í Signu. Sundhlutinn fer fram í Signu en síðan taka við hjólreiðar og hlaup um París. Æfingum hafði verið frestað á sunnudag og mánudag sem og karlakeppninni í gær vegna of mikils magns af E. Coli og fleiri hættulegum bakteríum í ánni. Organisers have cleared the Olympic women's and men's triathlons to go ahead today after the latest Seine river water tests showed lower levels of bacteriahttps://t.co/GRmDHsSryl— RTÉ News (@rtenews) July 31, 2024 Við tók hálfgerður farsi þar sem jafnvel var talað um frekari frestanir eða jafnvel að fella niður sundhlutann og breyta þríþraut í tvíþraut. Sem betur fer verður ekkert af því. Báðar keppnirnar fara fram í dag og hefst kvennakeppnin klukkan 6.00 að íslenskum tíma. Karlakeppnin tekur síðan við strax á eftir. Nýjustu mælingarnar voru framkvæmdar klukkan 3.20 í nótt og Alþjóða þríþrautarsambandið samþykkti í framhaldinu að gefa grænt ljós á keppnina. Allskonar tilfinningar í gangi Þetta er stór stund fyrir Guðlaugu Eddu sem tjáði sig um keppnina á samfélagsmiðlum í gær. „Löng og erfið vegferð að mínum fyrstu Ólympíuleikum. Allskonar tilfinningar í gangi. Ég er mjög stolt af því að hafa komist alla þessa leið í gegnum allskyns mótlæti, erfiðleika og að þjösnast áfram oft á tíðum, ein án fjármagns eða annarrar aðstoðar í keppnum og við æfingar,“ skrifaði Guðlaug Edda á Instagram. „Langar að channel-a mitt innra barn á morgun í keppninni, því þar byrjaði draumurinn. Ég gef Lífið mitt í íþróttir og í staðinn hef ég fengið lífið sjálft. Ég myndi ekki skipta þessu út fyrir neitt. Bara að hafa gaman og reyna að ná öllu út úr mér því ég elska þetta,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég hef gert mitt besta í undirbúningnum með þau sem spil sem ég hafði í hendi og það eina sem ég get beðið sjálf mig um er að sýna styrk, þrautseigju og hafa gaman. Takk, takk takk. Með ást frá París - Guðlaug,“ skrifaði Guðlaug Edda
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. 30. júlí 2024 06:30 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Sjá meira
Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. 30. júlí 2024 06:30