Þríþrautinni frestað um sólarhring vegna skítugrar Signu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 06:30 Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, synti í Signu í aðdragandi Ólympíuleikanna en nú er ekki óhætt að synda í ánni vegna of mikils magns baktería. Getty/ Pierre Suu/ Fyrsta Ólympíukeppni íslensku þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur er því miður hægt og rólega að breytast í einhvern farsa. Keppni í þríþraut karla á Ólympíuleikunum í París fer ekki fram í dag eins og áætlað var. Keppninni hefur verið frestað vegna lélegs ástands vatnsins í Signu. Þetta var gert aðeins nokkrum klukkutímum áður en keppnin átti að hefjast. Mælingar mótshaldara sýna of mikið magn baktería í ánni en allar rigningarnar um síðustu helgi höfðu mjög slæm áhrif á gæði vatnsins. Fráveitukerfi Parísar yfirfylltist og óhreinsað skolp rann út í Signu. Það sést á mælingum þar sem E. Coli og fleiri hættulegar bakteríur eru langt yfir öllum viðmiðunarmörkum á mörgum stöðum. Nú á að reyna aftur á morgun. Konurnar munu þá keppa klukkan átta að staðartíma en karlarnir byrja síðan klukkan 10.45. Þríþrautin á að byrja á sundi í Signu en svo taka við hjólreiðar og hlaup. Ef þetta gengur ekki upp þá er síðasti möguleikinn á að keppnin fari fram á föstudaginn 2. ágúst. Það er líka möguleiki á því að þríþrautinni verði breytt í tvíþraut og þeir hreinlega sleppi sundhlutanum sem er fáránleg lausn að mati Vésteins Hafsteinssonar, yfirfararstjóra íslenska hópsins. Það er heitur dagur framundan í París þar sem hitinn mun fara yfir þrjátíu gráður. Það er líka búist við því að það rigni mikið í kvöld sem eru ekki góðar fréttir fyrir bakteríufjöldann í ánni. Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sjá meira
Keppni í þríþraut karla á Ólympíuleikunum í París fer ekki fram í dag eins og áætlað var. Keppninni hefur verið frestað vegna lélegs ástands vatnsins í Signu. Þetta var gert aðeins nokkrum klukkutímum áður en keppnin átti að hefjast. Mælingar mótshaldara sýna of mikið magn baktería í ánni en allar rigningarnar um síðustu helgi höfðu mjög slæm áhrif á gæði vatnsins. Fráveitukerfi Parísar yfirfylltist og óhreinsað skolp rann út í Signu. Það sést á mælingum þar sem E. Coli og fleiri hættulegar bakteríur eru langt yfir öllum viðmiðunarmörkum á mörgum stöðum. Nú á að reyna aftur á morgun. Konurnar munu þá keppa klukkan átta að staðartíma en karlarnir byrja síðan klukkan 10.45. Þríþrautin á að byrja á sundi í Signu en svo taka við hjólreiðar og hlaup. Ef þetta gengur ekki upp þá er síðasti möguleikinn á að keppnin fari fram á föstudaginn 2. ágúst. Það er líka möguleiki á því að þríþrautinni verði breytt í tvíþraut og þeir hreinlega sleppi sundhlutanum sem er fáránleg lausn að mati Vésteins Hafsteinssonar, yfirfararstjóra íslenska hópsins. Það er heitur dagur framundan í París þar sem hitinn mun fara yfir þrjátíu gráður. Það er líka búist við því að það rigni mikið í kvöld sem eru ekki góðar fréttir fyrir bakteríufjöldann í ánni.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sjá meira