Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Telma Tómasson skrifar 29. júlí 2024 11:47 Jökulhlaup varð til þess að vegurinn við Skálm fór í sundur. Vegagerðin Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. „Þetta lítur ekkert vel út, við höfum verið að gera fært, en það eru miklar skemmdir og mikil vinna að koma þessu saman aftur,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal. Allt kapp var lagt á það í gær að greiða fyrir umferðinni og tryggja samgöngur í báðar áttir, en í dag er horft til þeirra viðgerða sem framundan eru og verið að meta umfangið, en leggja þarf hliðarveg fyrir vinnuvélar og stór tæki. Björgunarsveitin stýrir umferð um þjóðveginn, sem er einbreiður um sinn, þar til nothæfri ljósastýringu verður komið á. Fjöldi ökumanna beið eftir að komast leiðar sinnar í gærkvöldi, en hringvegurinn við Skálmarbrú var opnaður á ellefta tímanum. „Þetta gekk vel eftir að við höfðum náð að loka öllum sárum og skemmdum en það var gríðarleg umferð frá átta til tólf. Einhverjum lá á, hóteleigendur biðu eftir sínu fólki og gestum. Það var mikill þrýstingur en það var líka reynt að gera allt sem hægt var. Í heildina gekk þetta mjög vel.“ Hann segir ekki liggja fyrir hve langan tíma taki að gera við veginn. Verið sé að taka saman hvað þurfi að gera og hvernig. Reikna megi með því að vinnan dagi í það minnsta nokkra daga. „Það er unnið stöðugt að því að koma þessu í lag.“ Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar meðan viðgerðir standa yfir. Vegagerð Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
„Þetta lítur ekkert vel út, við höfum verið að gera fært, en það eru miklar skemmdir og mikil vinna að koma þessu saman aftur,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal. Allt kapp var lagt á það í gær að greiða fyrir umferðinni og tryggja samgöngur í báðar áttir, en í dag er horft til þeirra viðgerða sem framundan eru og verið að meta umfangið, en leggja þarf hliðarveg fyrir vinnuvélar og stór tæki. Björgunarsveitin stýrir umferð um þjóðveginn, sem er einbreiður um sinn, þar til nothæfri ljósastýringu verður komið á. Fjöldi ökumanna beið eftir að komast leiðar sinnar í gærkvöldi, en hringvegurinn við Skálmarbrú var opnaður á ellefta tímanum. „Þetta gekk vel eftir að við höfðum náð að loka öllum sárum og skemmdum en það var gríðarleg umferð frá átta til tólf. Einhverjum lá á, hóteleigendur biðu eftir sínu fólki og gestum. Það var mikill þrýstingur en það var líka reynt að gera allt sem hægt var. Í heildina gekk þetta mjög vel.“ Hann segir ekki liggja fyrir hve langan tíma taki að gera við veginn. Verið sé að taka saman hvað þurfi að gera og hvernig. Reikna megi með því að vinnan dagi í það minnsta nokkra daga. „Það er unnið stöðugt að því að koma þessu í lag.“ Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar meðan viðgerðir standa yfir.
Vegagerð Náttúruhamfarir Mýrdalshreppur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira