Arnar: Get lofað ykkur því að við munum ekki gefast upp Dagur Lárusson skrifar 28. júlí 2024 22:43 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Pawel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum hæstánægður með 5-1 sigur síns liðs á HK í Bestu-deild karla í kvöld. „Já þetta var gríðarlega öflug frammistaða hjá okkur. Þetta var smá erfitt fyrstu þrjátíu mínúturnar og það virkaði eins og það væri smá þreyta í okkur eftir leikinn á fimmtudaginn,“ byrjaði Arnar að segja eftir leik. „En við börðumst í gegnum það og það er það sem þú þarft að gera. Þú þarft að snúa augnablikinu þér í vil þannig ég er virkilega ánægður með strákana. Þetta eru mjög erfiðir leikir sem eru á milli Evrópuleikjanna og mikið álag,“ hélt Arnar áfram að segja. Annað mark Víkings var vendipunkturinn í leiknum en eftir það mark kviknaði á meisturunum. Arnar var spurður út í vendipunktinn. „Þetta var ákveðinn vendipunktur, það er rétt en ég verð eiginlega að minnast á frammistöðu Gísla Gottskálk í leiknum. Honum finnst svo gaman að spila fótbolta og það er svo gaman að sjá svona strák taka til sín leikinn þó hann sé kannski með mikla pressu á sér og hann var stórkostlegur, algjörlega stórkostlegur og mér fannst hann lyfta öðrum leikmönnum upp á hærra plan.“ Arnar talaði um það fyrir leikinn að hann vildi að liðið færi með gott veganesti til Albaníu í seinni leikinn í Sambandsdeildinni og vildi hann meina að þetta hafi verið fullkomið veganesti. „Já, svona sigur er það svo sannarlega og þetta einvígi er ekkert búið, ég get lofað ykkur því. Við munum ekki gefast upp úti þó svo það taki 90 mínútur eða 120 mínútur eða jafnvel vítaspyrnukeppni.“ Arnar var síðan spurður út í mögulegar breytingar á leikmannahópnum áður en félagsskiptaglugginn lokar. „Nei ég á ekki von á miklum breytingum en það getur vel verið að Sveinn Gísli fari á lán. Það var gaman að geta loksins gefið honum mínútur hér í kvöld þar sem hann hefur ekki fengið að vera í byrjunarliðinu áður. En annars þurfum við meira bara að fá menn til baka eins og Aron og Jón Guðna og Matta sem verður að vísu frá í átta vikur,“ endaði Arnar Gunnlaugsson að segja eftir leik. Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Sjá meira
„Já þetta var gríðarlega öflug frammistaða hjá okkur. Þetta var smá erfitt fyrstu þrjátíu mínúturnar og það virkaði eins og það væri smá þreyta í okkur eftir leikinn á fimmtudaginn,“ byrjaði Arnar að segja eftir leik. „En við börðumst í gegnum það og það er það sem þú þarft að gera. Þú þarft að snúa augnablikinu þér í vil þannig ég er virkilega ánægður með strákana. Þetta eru mjög erfiðir leikir sem eru á milli Evrópuleikjanna og mikið álag,“ hélt Arnar áfram að segja. Annað mark Víkings var vendipunkturinn í leiknum en eftir það mark kviknaði á meisturunum. Arnar var spurður út í vendipunktinn. „Þetta var ákveðinn vendipunktur, það er rétt en ég verð eiginlega að minnast á frammistöðu Gísla Gottskálk í leiknum. Honum finnst svo gaman að spila fótbolta og það er svo gaman að sjá svona strák taka til sín leikinn þó hann sé kannski með mikla pressu á sér og hann var stórkostlegur, algjörlega stórkostlegur og mér fannst hann lyfta öðrum leikmönnum upp á hærra plan.“ Arnar talaði um það fyrir leikinn að hann vildi að liðið færi með gott veganesti til Albaníu í seinni leikinn í Sambandsdeildinni og vildi hann meina að þetta hafi verið fullkomið veganesti. „Já, svona sigur er það svo sannarlega og þetta einvígi er ekkert búið, ég get lofað ykkur því. Við munum ekki gefast upp úti þó svo það taki 90 mínútur eða 120 mínútur eða jafnvel vítaspyrnukeppni.“ Arnar var síðan spurður út í mögulegar breytingar á leikmannahópnum áður en félagsskiptaglugginn lokar. „Nei ég á ekki von á miklum breytingum en það getur vel verið að Sveinn Gísli fari á lán. Það var gaman að geta loksins gefið honum mínútur hér í kvöld þar sem hann hefur ekki fengið að vera í byrjunarliðinu áður. En annars þurfum við meira bara að fá menn til baka eins og Aron og Jón Guðna og Matta sem verður að vísu frá í átta vikur,“ endaði Arnar Gunnlaugsson að segja eftir leik.
Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn