Fyrsta lagið sem Nýdönsk gefur út í þrjú ár Máni Snær Þorláksson skrifar 26. júlí 2024 11:56 Nýdönsk hefur gefið út nýtt lag í fyrsta skipti í þrjú ár. Von er á nýrri plötu á næstu mánuðum. Nýdönsk Hljómsveitin Nýdönsk sendir frá sér nýtt lag í dag. Lagið ber heitið Fullkomið farartæki en von er á nýrri hljómplötu frá sveitinni á næstu mánuðum. Nýdönsk skipa nú sem fyrr þeir Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Höfundar lagsins Fullkomið farartæki eru þeir Björn og Daníel. Hljóðupptaka og hljóðblöndun var unnin af Katie May. Hljómsveitin er nýkomin að utan en drengirnir hafa dvalið á Englandi um hríð ásamt gítarleikaranum Guðmundi Péturssyni. Þar voru þeir í hljóðveri Peter Gabriel, sem kallast Real World, en það er staðsett í sveit á Suður-Englandi. „Ný hljómplata mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum og má segja að Fullkomið farartæki sé ágætis forréttur áður en aðalrétturinn verður borinn á borð fyrir hungraða aðdáendur sveitarinnar,“ segir í tilkynningu um lagið. Þrjú ár eru síðan Nýdönsk gaf síðast út lag og enn lengra síðan síðasta plata þeirra leit dagsins ljós. Það var platan Á plánetunni jörð en hún kom út fyrir sjö árum síðan og hlaut fern verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum Nýdönsk mun halda sína árlegu tónleika í Eldborg þann 21.september næstkomandi og viku síðar í Hofi á Akureyri. Tónlist Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Nýdönsk skipa nú sem fyrr þeir Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Höfundar lagsins Fullkomið farartæki eru þeir Björn og Daníel. Hljóðupptaka og hljóðblöndun var unnin af Katie May. Hljómsveitin er nýkomin að utan en drengirnir hafa dvalið á Englandi um hríð ásamt gítarleikaranum Guðmundi Péturssyni. Þar voru þeir í hljóðveri Peter Gabriel, sem kallast Real World, en það er staðsett í sveit á Suður-Englandi. „Ný hljómplata mun líta dagsins ljós á næstu mánuðum og má segja að Fullkomið farartæki sé ágætis forréttur áður en aðalrétturinn verður borinn á borð fyrir hungraða aðdáendur sveitarinnar,“ segir í tilkynningu um lagið. Þrjú ár eru síðan Nýdönsk gaf síðast út lag og enn lengra síðan síðasta plata þeirra leit dagsins ljós. Það var platan Á plánetunni jörð en hún kom út fyrir sjö árum síðan og hlaut fern verðlaun á íslensku tónlistarverðlaununum Nýdönsk mun halda sína árlegu tónleika í Eldborg þann 21.september næstkomandi og viku síðar í Hofi á Akureyri.
Tónlist Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“