„Martraðarbyrjun“ norska landsliðsins lýst sem fíaskói Aron Guðmundsson skrifar 26. júlí 2024 10:30 Þórir Hergeirsson er landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/EPA Óhætt er að segja að norska þjóðin sé í hálfgerðu sjokki eftir fremur óvænt tap ríkjandi Evrópumeistaranna í norska kvennalandsliðinu í handbolta gegn grönnum sínum frá Svíþjóð í fyrsta leik liðanna á Ólympíuleikunum í París. Íslendingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari liðsins en eftir tapið í gær hafa norskir fjölmiðlar farið hamförum. Kallað tapið „martraðarbyrjun.“ Norska liðið leiddi með tveimur mörkum, 17-15, þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja í hálfleik í gær. Mest komst liðið svo í fjögurra marka forystu þegar að lið á seinni hálfleikinn en þegar að um tuttugu mínútur eftir lifðu að leiknum tóku hlutirnir stefnu til hins verra. Sænska liðið, sem vel að merkja er enginn aukvisi þegar kemur að kvennahandboltanum og býr yfir sterku landsliði, gekk á lagið. Náði að brúa bilið og að lokum tryggja sér fjögurra marka sigur, 32-28. Frábær byrjun fyrir Svíana. Tapið virðist hafa komið sem algjört sjokk fyrir norsku þjóðina og kjarnast það kannski einna helst í fréttaflutningi norsku miðlanna af leiknum. „Martraðarbyrjun fyrir Noreg: Hrun og krísa eftir tap,“ er fyrirsögnin á frétt VG í Noregi um leikinn en um er að ræða fyrsta sigur Svíþjóðar á norska kvennalandsliðinu í handbolta í um sex ár. TV2 segir leikinn hafa verið „Norskt fíaskó.“ Og fer þar sérfræðingur miðilsins, Bent Svele yfir stöðuna og frammistöðu norska landsliðsins. Liðið hafi gert mistök sem norska landsliðið eigi ekki að gera. Dagbladet segir niðurstöðuna vera „handbolta sjokk“ og sérfræðingur miðilsins, Ole Gustav Gjekstad, segir norska liðið þarna hafa upplifað sjaldgæft hrun í leik sínum. Enn er nóg af leikjum eftir og tækifæri til staðar fyrir Þóri og hans leikmenn í norska liðinu og slá frá sér. Enginn skyldi útiloka Evrópumeistaranna í baráttunni um Ólympíugullið. Norska landsliðið, sem er í riðli með Danmörku, Svíþjóð, Suður-Kóreu, Þýskalandi og Slóveníu, mætir Danmörku í næsta leik sínum á Ólympíuleikunum á sunnudaginn kemur. Fjögur efstu lið riðilsins komast áfram í útsláttarkeppnina. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Noregur Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Sjá meira
Norska liðið leiddi með tveimur mörkum, 17-15, þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja í hálfleik í gær. Mest komst liðið svo í fjögurra marka forystu þegar að lið á seinni hálfleikinn en þegar að um tuttugu mínútur eftir lifðu að leiknum tóku hlutirnir stefnu til hins verra. Sænska liðið, sem vel að merkja er enginn aukvisi þegar kemur að kvennahandboltanum og býr yfir sterku landsliði, gekk á lagið. Náði að brúa bilið og að lokum tryggja sér fjögurra marka sigur, 32-28. Frábær byrjun fyrir Svíana. Tapið virðist hafa komið sem algjört sjokk fyrir norsku þjóðina og kjarnast það kannski einna helst í fréttaflutningi norsku miðlanna af leiknum. „Martraðarbyrjun fyrir Noreg: Hrun og krísa eftir tap,“ er fyrirsögnin á frétt VG í Noregi um leikinn en um er að ræða fyrsta sigur Svíþjóðar á norska kvennalandsliðinu í handbolta í um sex ár. TV2 segir leikinn hafa verið „Norskt fíaskó.“ Og fer þar sérfræðingur miðilsins, Bent Svele yfir stöðuna og frammistöðu norska landsliðsins. Liðið hafi gert mistök sem norska landsliðið eigi ekki að gera. Dagbladet segir niðurstöðuna vera „handbolta sjokk“ og sérfræðingur miðilsins, Ole Gustav Gjekstad, segir norska liðið þarna hafa upplifað sjaldgæft hrun í leik sínum. Enn er nóg af leikjum eftir og tækifæri til staðar fyrir Þóri og hans leikmenn í norska liðinu og slá frá sér. Enginn skyldi útiloka Evrópumeistaranna í baráttunni um Ólympíugullið. Norska landsliðið, sem er í riðli með Danmörku, Svíþjóð, Suður-Kóreu, Þýskalandi og Slóveníu, mætir Danmörku í næsta leik sínum á Ólympíuleikunum á sunnudaginn kemur. Fjögur efstu lið riðilsins komast áfram í útsláttarkeppnina.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Noregur Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“