Ekki fallist á að dyrabjallan sé að fylgjast með nágrannanum Jón Þór Stefánsson skrifar 25. júlí 2024 19:18 Myndin er úr safni. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið. Kona sem er nágranni hússins þar sem myndavélin er staðsett kvartaði til Persónuverndar vegna hennar. Hún vildi meina að myndvélin færi í gang um leið og útihurð hennar væri opnuð, og tæki einnig upp myndir og hljóð þegar hún gengi eftir stéttinni fyrir framan húsið. Þá sagði hún myndir og upptökur úr myndavélinni varðveittar í svokölluðu skýi. Maðurinn sem á myndavélina sagði hana tengdan síma og að hún virkaði eins og þráðlaus dyrasími. Hann sagði allar stillingar í henni vera á lægsta stigi og að hvorki myndir né myndskeið væru varðveitt úr dyrabjöllunni. Persónuvernd úrskurðaði í málinu.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir félst Persónuvernd ekki á að brotið væri á persónuverndarlögum. Persónuvernd sagði að í málinu hefði það þýðingu hvort hreyfiskynjun myndavélarinnar væri virk. Ef hún færi í gang í hvert skipti sem konan færi um stéttina fyrir framan húsið væri um rafræna vöktun að ræða. Annað væri hins vegar uppi á teningnum ef hún færi bara í gang þegar dyrabjöllunni er hringt. Að mati Persónuverndar myndi slíkt flokkast undir venjulega athöfn sem væri í þágu mannsins og fjölskyldu hans. Manninum og konunni greindi á um hvort hreyfiskynjari myndavélarinnar væri í gangi. Þá sagði Persónuvernd ekki tilefni til að beita valdheimildum sínum til að rannsaka það nánar. Málið stæði orð gegn orði. Niðurstaðan var sú að ekki væri sannað að með myndavélinni hefði átt sér stað vinnsla persónuupplýsinga um konuna. Persónuvernd Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Kona sem er nágranni hússins þar sem myndavélin er staðsett kvartaði til Persónuverndar vegna hennar. Hún vildi meina að myndvélin færi í gang um leið og útihurð hennar væri opnuð, og tæki einnig upp myndir og hljóð þegar hún gengi eftir stéttinni fyrir framan húsið. Þá sagði hún myndir og upptökur úr myndavélinni varðveittar í svokölluðu skýi. Maðurinn sem á myndavélina sagði hana tengdan síma og að hún virkaði eins og þráðlaus dyrasími. Hann sagði allar stillingar í henni vera á lægsta stigi og að hvorki myndir né myndskeið væru varðveitt úr dyrabjöllunni. Persónuvernd úrskurðaði í málinu.Vísir/Vilhelm Líkt og áður segir félst Persónuvernd ekki á að brotið væri á persónuverndarlögum. Persónuvernd sagði að í málinu hefði það þýðingu hvort hreyfiskynjun myndavélarinnar væri virk. Ef hún færi í gang í hvert skipti sem konan færi um stéttina fyrir framan húsið væri um rafræna vöktun að ræða. Annað væri hins vegar uppi á teningnum ef hún færi bara í gang þegar dyrabjöllunni er hringt. Að mati Persónuverndar myndi slíkt flokkast undir venjulega athöfn sem væri í þágu mannsins og fjölskyldu hans. Manninum og konunni greindi á um hvort hreyfiskynjari myndavélarinnar væri í gangi. Þá sagði Persónuvernd ekki tilefni til að beita valdheimildum sínum til að rannsaka það nánar. Málið stæði orð gegn orði. Niðurstaðan var sú að ekki væri sannað að með myndavélinni hefði átt sér stað vinnsla persónuupplýsinga um konuna.
Persónuvernd Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira