Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 19:30 Guðmundur Kristjánsson og félagar hans í Stjörnunni hafa fengið nóg af upplýsingum frá þjálfarateymi liðsins. vísir/arnar Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. Stjarnan tekur á móti Paide frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld. „Við erum hrikalega spenntir, allir sem einn. Það verður gaman að fara líklega í aðeins öðruvísi einvígi en síðast. Þetta er öðruvísi fótboltalið. Þeir halda boltanum vel, eru með fullt af góðum fótboltamönnum og ekki kannski eins beinskeyttir og síðasti mótherji. Þetta verður aðeins öðruvísi rimma og það verður gaman að spila hana og sjá hvernig þetta spilast. Við erum mjög spenntir,“ sagði Guðmundur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Að sögn Guðmundar mun Stjarnan nálgast leikinn á morgun á annan hátt en leikina gegn Linfield. „Já, við gerum það og leggjum leikinn kannski aðeins öðruvísi upp hvað varðar pressu, uppspil og annað. En við reynum bara að spila okkar bolta, gera það sem við erum góðir í og hefur fært okkur hingað. Það er leiðin að árangri fyrir okkur. Það eru einhverjar áherslubreytingar en við höldum fast í okkar gildi og leikstíl,“ sagði Guðmundur. Stjörnuliðið mætir vel undirbúið til leiks í einvígið gegn Paide. „Við erum búnir að taka fundi alla daga núna. Það voru tveir í gær, einn fyrir allt liðið og síðan annan sér fyrir varnarmenn og sóknarmenn. Greiningarteymið hefur staðið sig gríðarlega vel og síðan er það undir okkur komið að fylgjast vel með og taka þetta til okkar. En við eigum að vera vel undirbúnir og það á ekki að vanta. Nú er bara að setja í verk það sem við höfum fengið til á blað til okkar og vinna vinnuna okkar,“ sagði Guðmundur að lokum. Klippa: Viðtal við Guðmund Kristjánsson Horfa má á viðtalið við Guðmund í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Stjörnunnar og Paide hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Fleiri fréttir Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira
Stjarnan tekur á móti Paide frá Eistlandi í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld. „Við erum hrikalega spenntir, allir sem einn. Það verður gaman að fara líklega í aðeins öðruvísi einvígi en síðast. Þetta er öðruvísi fótboltalið. Þeir halda boltanum vel, eru með fullt af góðum fótboltamönnum og ekki kannski eins beinskeyttir og síðasti mótherji. Þetta verður aðeins öðruvísi rimma og það verður gaman að spila hana og sjá hvernig þetta spilast. Við erum mjög spenntir,“ sagði Guðmundur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Að sögn Guðmundar mun Stjarnan nálgast leikinn á morgun á annan hátt en leikina gegn Linfield. „Já, við gerum það og leggjum leikinn kannski aðeins öðruvísi upp hvað varðar pressu, uppspil og annað. En við reynum bara að spila okkar bolta, gera það sem við erum góðir í og hefur fært okkur hingað. Það er leiðin að árangri fyrir okkur. Það eru einhverjar áherslubreytingar en við höldum fast í okkar gildi og leikstíl,“ sagði Guðmundur. Stjörnuliðið mætir vel undirbúið til leiks í einvígið gegn Paide. „Við erum búnir að taka fundi alla daga núna. Það voru tveir í gær, einn fyrir allt liðið og síðan annan sér fyrir varnarmenn og sóknarmenn. Greiningarteymið hefur staðið sig gríðarlega vel og síðan er það undir okkur komið að fylgjast vel með og taka þetta til okkar. En við eigum að vera vel undirbúnir og það á ekki að vanta. Nú er bara að setja í verk það sem við höfum fengið til á blað til okkar og vinna vinnuna okkar,“ sagði Guðmundur að lokum. Klippa: Viðtal við Guðmund Kristjánsson Horfa má á viðtalið við Guðmund í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Stjörnunnar og Paide hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar.
Sambandsdeild Evrópu Stjarnan Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Fleiri fréttir Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira