Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2024 12:07 Mohamad Thor Jóhannesson í Héraðsdómi Reykjaness þegar mál á hendur honum var þingfest. Þá hét hann Mohamad Kourani. Vísir Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. Margir ráku upp stór augu í gær þegar greint var frá því að Mohamad hefði skipt út Kourani-nafninu og tekið upp Thor Jóhannesson. Einhverjir hafa jafnvel velt því upp hvort það sé stæling á nafni fráfarandi forseta, Guðna Th. Jóhannessonar. Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál sem varða nafnbreytingar. Almennt sé reglan sú að hver sem er geti skipt um nafn. „Hver sem er, sem er með skráð lögheimili á Íslandi, getur óskað eftir nafnbreytingu til Þjóðskrár. Þá er hvert og eitt mál alltaf skoðað og athugað hvort það falli að skilyrðum mannanafnalaga, sem okkur ber að sjálfsögðu að starfa eftir. Þarna er það lögheimilisskráningin sem skiptir máli, því að um leið og þú ert kominn með lögheimili á Íslandi, þá gilda um þig íslensk lög.“ Þannig þurfi ekki íslenskan ríkisborgararétt til að geta tekið upp íslenskt nafn. Má bara breyta einu sinni Hún segir að samkvæmt mannanafnalögum geti hver og einn óskað eftir nafnabreytingu einu sinni. Þó séu gerðar undantekningar á því ef mikið ber undir. Þó telst það ekki nafnbreyting í eiginlegum skilningi þótt fullorðinn einstaklingur leggi niður kenninafn sem hann hefur borið og taki upp annað kenninafn sem hann á rétt á í þess stað. Undanþága heimilar að kenna sig við alls óskylda Þá sé hægt að velja hvaða eiginnafn sem er, sé það á mannanafnaskrá, en kenninafn lúti strangari skilyrðum. Aðeins sé heimilt að kenna sig við föður eða móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. „En í þessari grein í mannanafnalögum er undanþáguákvæði sem heimilar Þjóðskrá að samþykkja kenninafnsbreytingu sem fellur ekki undir ofangreint og þar er hvert og eitt tilvik metið. Það þurfa að vera mjög sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Aðstæður fólks sem kalli á það geti verið alls konar og það sé engin ein skýr lína hvað það varðar. Framkvæmdin við beitingu undanþáguákvæðisins sé nokkuð ströng og háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu. Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Tengdar fréttir Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14 Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Margir ráku upp stór augu í gær þegar greint var frá því að Mohamad hefði skipt út Kourani-nafninu og tekið upp Thor Jóhannesson. Einhverjir hafa jafnvel velt því upp hvort það sé stæling á nafni fráfarandi forseta, Guðna Th. Jóhannessonar. Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál sem varða nafnbreytingar. Almennt sé reglan sú að hver sem er geti skipt um nafn. „Hver sem er, sem er með skráð lögheimili á Íslandi, getur óskað eftir nafnbreytingu til Þjóðskrár. Þá er hvert og eitt mál alltaf skoðað og athugað hvort það falli að skilyrðum mannanafnalaga, sem okkur ber að sjálfsögðu að starfa eftir. Þarna er það lögheimilisskráningin sem skiptir máli, því að um leið og þú ert kominn með lögheimili á Íslandi, þá gilda um þig íslensk lög.“ Þannig þurfi ekki íslenskan ríkisborgararétt til að geta tekið upp íslenskt nafn. Má bara breyta einu sinni Hún segir að samkvæmt mannanafnalögum geti hver og einn óskað eftir nafnabreytingu einu sinni. Þó séu gerðar undantekningar á því ef mikið ber undir. Þó telst það ekki nafnbreyting í eiginlegum skilningi þótt fullorðinn einstaklingur leggi niður kenninafn sem hann hefur borið og taki upp annað kenninafn sem hann á rétt á í þess stað. Undanþága heimilar að kenna sig við alls óskylda Þá sé hægt að velja hvaða eiginnafn sem er, sé það á mannanafnaskrá, en kenninafn lúti strangari skilyrðum. Aðeins sé heimilt að kenna sig við föður eða móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. „En í þessari grein í mannanafnalögum er undanþáguákvæði sem heimilar Þjóðskrá að samþykkja kenninafnsbreytingu sem fellur ekki undir ofangreint og þar er hvert og eitt tilvik metið. Það þurfa að vera mjög sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Aðstæður fólks sem kalli á það geti verið alls konar og það sé engin ein skýr lína hvað það varðar. Framkvæmdin við beitingu undanþáguákvæðisins sé nokkuð ströng og háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu.
Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Tengdar fréttir Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14 Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Hefur aldrei verið í vinnu en hefur verið iðinn við afbrot Mohamad Kourani, sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda annarra brota, á enga fjölskyldu hér á landi, hefur aldrei verið í vinnu og hefur þegið opinbert fé til framfærslu. Innan við ári eftir komu til landsins hlaut hann sinn fyrsta refsidóm af þónokkrum. 15. júlí 2024 14:14
Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. 15. júlí 2024 11:03