„Andstyggilegt og reynir bara að strauja hana“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2024 16:55 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn en vildi rautt á andstæðinginn. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Nik Chamberlain var létt eftir 1-0 sigur Breiðabliks á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Breiðablik heldur toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. „Það er mikilvægt að ná í sigurinn. Við breyttum um leikkerfi og Írena kom vel inn, gaf frábæra stungusendingu á (Hrafnhildi) Ásu sem skorar þetta mark sem er frábært,“ segir Nik Chamberlain eftir nauman 1-0 sigur dagsins. Blikar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Öll skot fóru ýmist framhjá eða yfir þar sem gæði vantaði á síðasta þriðjungi. Nik segir smá stirðleika hafa verið í liðinu eftir landsleikjahlé. „Þetta er fyrsti leikur eftir hlé svo þetta var aðeins stirt. En við komumst í góð svæði og mér fannst þetta flott heilt yfir, bæði í vörn og sókn. Stundum verður þetta eins og boxbardagi, það er að halda áfram að slá þar til þetta dettur,“ segir Nik. Stjarnan mætti til leiks af krafti eftir hlé og voru Blikakonur hreinlega heppnar að hafa ekki fengið á sig eitt eða tvö mörk á fyrsta korteri síðari hálfleiks. „Við vorum dálítið stífar eftir hlé. Þær gerður breytingar sem við þurftum svo að bregðast við. Þegar við gerðum það komumst við aftur inn í þetta og stýrðum leiknum eftir það, að mér fannst. Þessar fyrstu 10-15 mínútur voru bras og hrós á Stjörnuna,“ segir Nik. Óánægður með framgöngu Sharts Hannah Sharts, varnarmaður Stjörnunnar, fékk gult spjald fyrir hressilega tæklingu á Barbáru Sól Gísladóttur seint í leiknum. Barbára lá óvíg eftir og sást Nik mótmælta því harðlega að ekki væri annar litur á spjaldinu. Hann segir Sharts komast upp með meira en margur á vellinum og hún hafi ekkert reynt við boltann í umræddu atviki. „Hún flaug í þessa tæklingu. Þau sögðu að hún hafi ekki lyft fætinum af jörðinni. En það skiptir ekki máli, ef ég fer í júdóspark skiptir litlu um hvort ég fari í hné eða ökkla. Hún gerir mikið af þessu, ekki bara skriðtæklingar,“ „Hún fær að tuddast í leikmönnum út um allan völl, í föstum leikatriðum á báðum endum. Ég hef ekkert á móti líkamlegum og ákveðnum varnarleik en þetta er á jaðrinum að vera grófleiki (e. dirty). Mér finnst að það megi skoða þetta,“ „Þetta var ljót tækling. Hún kom inn á fullri ferð, var ekkert að reyna við boltann. Þetta var andstyggilegt og hún reynir bara að strauja hana niður,“ Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
„Það er mikilvægt að ná í sigurinn. Við breyttum um leikkerfi og Írena kom vel inn, gaf frábæra stungusendingu á (Hrafnhildi) Ásu sem skorar þetta mark sem er frábært,“ segir Nik Chamberlain eftir nauman 1-0 sigur dagsins. Blikar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Öll skot fóru ýmist framhjá eða yfir þar sem gæði vantaði á síðasta þriðjungi. Nik segir smá stirðleika hafa verið í liðinu eftir landsleikjahlé. „Þetta er fyrsti leikur eftir hlé svo þetta var aðeins stirt. En við komumst í góð svæði og mér fannst þetta flott heilt yfir, bæði í vörn og sókn. Stundum verður þetta eins og boxbardagi, það er að halda áfram að slá þar til þetta dettur,“ segir Nik. Stjarnan mætti til leiks af krafti eftir hlé og voru Blikakonur hreinlega heppnar að hafa ekki fengið á sig eitt eða tvö mörk á fyrsta korteri síðari hálfleiks. „Við vorum dálítið stífar eftir hlé. Þær gerður breytingar sem við þurftum svo að bregðast við. Þegar við gerðum það komumst við aftur inn í þetta og stýrðum leiknum eftir það, að mér fannst. Þessar fyrstu 10-15 mínútur voru bras og hrós á Stjörnuna,“ segir Nik. Óánægður með framgöngu Sharts Hannah Sharts, varnarmaður Stjörnunnar, fékk gult spjald fyrir hressilega tæklingu á Barbáru Sól Gísladóttur seint í leiknum. Barbára lá óvíg eftir og sást Nik mótmælta því harðlega að ekki væri annar litur á spjaldinu. Hann segir Sharts komast upp með meira en margur á vellinum og hún hafi ekkert reynt við boltann í umræddu atviki. „Hún flaug í þessa tæklingu. Þau sögðu að hún hafi ekki lyft fætinum af jörðinni. En það skiptir ekki máli, ef ég fer í júdóspark skiptir litlu um hvort ég fari í hné eða ökkla. Hún gerir mikið af þessu, ekki bara skriðtæklingar,“ „Hún fær að tuddast í leikmönnum út um allan völl, í föstum leikatriðum á báðum endum. Ég hef ekkert á móti líkamlegum og ákveðnum varnarleik en þetta er á jaðrinum að vera grófleiki (e. dirty). Mér finnst að það megi skoða þetta,“ „Þetta var ljót tækling. Hún kom inn á fullri ferð, var ekkert að reyna við boltann. Þetta var andstyggilegt og hún reynir bara að strauja hana niður,“
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira