Stigadrottningin sló stoðsendingametið í einum leik í WNBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 12:00 Caitlin Clark gefur mikið af frábærum sendingum eins og liðsfélagar hennar í Indiana Fever þekkja orðið vel. Getty/Cooper Neill Caitlin Clark er stigahæsti leikmaður bandaríska háskólaboltans frá upphafi hvort sem þú horfir til karla eða kvenna. Hún kann aftur á móti líka að gefa boltann. Clark hefur sett hvert metið á fætur öðru í WNBA deildinni, bæði með frammistöðu sinni inn á vellinum en einnig með gríðarlegum auknum áhuga á leikjum þar sem hún spilar. Met í sjónvarpsáhorfi, aðsókn og miðaverði má skrifa á stjörnumátt hennar. Clark er aftur á móti fyrir löngu búin að sýna það að sanna að hún er ekki aðeins góð í því að skila stigum upp á töfluna. Hún matar liðfélaga sína líka af hverri gullsendingunni á fætur annarri. WNBA RECORD ⭐️Caitlin Clark has broken the record for most assists in a single game with 19. pic.twitter.com/pKbRUSBwIg— Indiana Fever (@IndianaFever) July 18, 2024 Í nótt tók stigadrottningin sig til og sló stoðsendingametið í einum leik í WNBA. Clark gaf þá nítján stoðsendingar í einum og sama leiknum þegar lið hennar Indiana Fever mætti Dallas Wings. Gamla metið var orðið fjögurra ára gamalt og var í eigu Courtney Vandersloot sem gaf 18 stoðsendingar í leik með Chicago Sky árið 2020. Clark var einnig sjálf með 24 stig í þessum leik sem var aðeins hennar 25. í deildinni. „Hún segir örugglega sjálf að þetta þýði ekki neitt en mér finnst þetta mjög svalt,“ sagði liðsfélagi hennar Aaliyah Boston. Clark er efst í stoðsendingum í deildinni en á dögunum var hún fyrsti nýliðinn til að ná þrennu í einum leik. Það lítur líka út fyrir að fá met nýliða muni standi ennþá eftir þetta fyrsta tímabil hennar í WNBA. View this post on Instagram A post shared by WNBA (@wnba) WNBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Clark hefur sett hvert metið á fætur öðru í WNBA deildinni, bæði með frammistöðu sinni inn á vellinum en einnig með gríðarlegum auknum áhuga á leikjum þar sem hún spilar. Met í sjónvarpsáhorfi, aðsókn og miðaverði má skrifa á stjörnumátt hennar. Clark er aftur á móti fyrir löngu búin að sýna það að sanna að hún er ekki aðeins góð í því að skila stigum upp á töfluna. Hún matar liðfélaga sína líka af hverri gullsendingunni á fætur annarri. WNBA RECORD ⭐️Caitlin Clark has broken the record for most assists in a single game with 19. pic.twitter.com/pKbRUSBwIg— Indiana Fever (@IndianaFever) July 18, 2024 Í nótt tók stigadrottningin sig til og sló stoðsendingametið í einum leik í WNBA. Clark gaf þá nítján stoðsendingar í einum og sama leiknum þegar lið hennar Indiana Fever mætti Dallas Wings. Gamla metið var orðið fjögurra ára gamalt og var í eigu Courtney Vandersloot sem gaf 18 stoðsendingar í leik með Chicago Sky árið 2020. Clark var einnig sjálf með 24 stig í þessum leik sem var aðeins hennar 25. í deildinni. „Hún segir örugglega sjálf að þetta þýði ekki neitt en mér finnst þetta mjög svalt,“ sagði liðsfélagi hennar Aaliyah Boston. Clark er efst í stoðsendingum í deildinni en á dögunum var hún fyrsti nýliðinn til að ná þrennu í einum leik. Það lítur líka út fyrir að fá met nýliða muni standi ennþá eftir þetta fyrsta tímabil hennar í WNBA. View this post on Instagram A post shared by WNBA (@wnba)
WNBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins