„Voru farnar að skamma mig fyrir að tefja leikinn“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júlí 2024 20:17 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp fyrsta mark íslenska liðsins. Vísir/Anton Brink Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði sitt af mörkum og rúmlega það þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kvenna tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2025 sem fram fer í Sviss með mögnuðum 3-0 sigri gegn Þýskalandi í undankeppni mótsins á Laugardalsvelli í kvöld. „Við erum bara eiginlega í sæluvímu og þetta er svakalega sætt. Þetta var magnað kvöld og við áttum sigurinn fyllilega skilinn. Við vorum þéttar og náðum að pressa þær á réttum mómentum. Skyndisóknirnar voru vel útfærðar og við vorum hættulegar í föstum leikatriðum. Mér fannst við vera ofan á stærstan hluta leiksins og ég fann það fljótlega að það var pirringur hjá þýska liðinu. Þær voru farnar að kalla á mig á þýsku og skamma okkur fyrir að tefja og hægja á leiknum. Það var hins vegar þannig að við vorum að fá hættulegri færi og gátum unnið stærra,“ sagði Karólína Lea. „Við fundum svæðin fyrir aftan vörnina þeirra og Sveindís Jane, Dilja Ýr og Sandra María komust hvað eftir annað í fínar stöður. Sóknarleikurinn var vel upp settur og við vorum ógnandi allan leikinn,“ sagði hún. „Það er meira en að segja það að vera komin í lokakeppni Evrópumótsins fimmta skiptið í röð og kannski einhverjir sem mættu virða þann árangur meira. Þetta er mikið afrek og liðið á hrós skilið fyrir að sýna þennan stöðugleika og ná að halda okkur í svona langan tíma í hæsta gæðaflokki,“ sagði sóknartengiliðurinn. „Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur inn í klefa að fagna þessum sigri og áfanganum enn betur. Tilfinningin er í raun ólýsanleg og stemmingn í klefanum gjörsamlega tryllt. Þetta er alveg geggjað kvöld,“ sagði Karólína um andrúmsloftið á meðal leikmanna liðsins. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
„Við erum bara eiginlega í sæluvímu og þetta er svakalega sætt. Þetta var magnað kvöld og við áttum sigurinn fyllilega skilinn. Við vorum þéttar og náðum að pressa þær á réttum mómentum. Skyndisóknirnar voru vel útfærðar og við vorum hættulegar í föstum leikatriðum. Mér fannst við vera ofan á stærstan hluta leiksins og ég fann það fljótlega að það var pirringur hjá þýska liðinu. Þær voru farnar að kalla á mig á þýsku og skamma okkur fyrir að tefja og hægja á leiknum. Það var hins vegar þannig að við vorum að fá hættulegri færi og gátum unnið stærra,“ sagði Karólína Lea. „Við fundum svæðin fyrir aftan vörnina þeirra og Sveindís Jane, Dilja Ýr og Sandra María komust hvað eftir annað í fínar stöður. Sóknarleikurinn var vel upp settur og við vorum ógnandi allan leikinn,“ sagði hún. „Það er meira en að segja það að vera komin í lokakeppni Evrópumótsins fimmta skiptið í röð og kannski einhverjir sem mættu virða þann árangur meira. Þetta er mikið afrek og liðið á hrós skilið fyrir að sýna þennan stöðugleika og ná að halda okkur í svona langan tíma í hæsta gæðaflokki,“ sagði sóknartengiliðurinn. „Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur inn í klefa að fagna þessum sigri og áfanganum enn betur. Tilfinningin er í raun ólýsanleg og stemmingn í klefanum gjörsamlega tryllt. Þetta er alveg geggjað kvöld,“ sagði Karólína um andrúmsloftið á meðal leikmanna liðsins.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira