„Kvöld sem ég mun rifja upp með barnabörnunum“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júlí 2024 19:47 Sandra María Jessen geysist upp vinstri kantinn í leik liðnna í kvöld. Vísir/Anton Brink Sandra María Jessen stóð sig af stakri prýði þegar Ísland gerði sér lítið fyrir og lagði Þýskaland að velli í undankeppni EM 2025 í fótbolta kvenna á Laugardalsvellinum. Sandra María sagði íslenska liðið hafa haft fulla trú á verkefninu fyrir leikinn og það hafi sýnt sig þegar út í leikinn var komið. „Þetta bara verður ekki betra en þetta. Maður er í fótbolta fyrir þessi móment og ég er bara í skýjunum. Ég er bara ofboðslega stolt af liðinu og öllum kringum þetta. Þessi sigur er bara stór fyrir alla þjóðina og skiptir alla landsmenn máli. Það var frábært að finna þennan magnaða stuðning úr stúkunni,“ sagði Sandra María hreykin. „Þetta er klárlega ein af stærstu stundunum á ferlinum og ég mun rifja þetta kvöld upp með barnabörnunum þegar þar að kemur. Við skorum þrjú mörk á þýska liðið og vorum þéttar. Þær skapa fá færi og við hefðum hæglega getað bætt við fleiri mörkum. Þannig að þessi sigur var klárlega sanngjarn. Við höfðum trú á því að við gætum unnið. Við höfum spilað við þær oft síðustu ár og mér hefur fundist stígandi í spilamennsku okkar á móti þeim. Af þeim sökum mættum við fullar sjálfstrausts í þennan leik og það sást held ég,“ sagði Sandra um frammistöðu íslenska liðsins. „Mér fannst við sýna það og sanna í útileiknum í Þýskalandi að við gátum pressað á þær og herjað á ákveðin svæði. Þjálfararnir settu leikinn vel upp og við treystum uppleginu og framkvæmdum það vel. Ég held að það geti allir ímyndað sér hvernig stemmingin var í klefanum eftir leik. Við erum allar öskrandi af gleði og dansandi. Þetta er svakalega gaman og liðsheildin mögnuð,“ sagði kantmaðurinn um tilfinninguna á þessari gleðistundu. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
„Þetta bara verður ekki betra en þetta. Maður er í fótbolta fyrir þessi móment og ég er bara í skýjunum. Ég er bara ofboðslega stolt af liðinu og öllum kringum þetta. Þessi sigur er bara stór fyrir alla þjóðina og skiptir alla landsmenn máli. Það var frábært að finna þennan magnaða stuðning úr stúkunni,“ sagði Sandra María hreykin. „Þetta er klárlega ein af stærstu stundunum á ferlinum og ég mun rifja þetta kvöld upp með barnabörnunum þegar þar að kemur. Við skorum þrjú mörk á þýska liðið og vorum þéttar. Þær skapa fá færi og við hefðum hæglega getað bætt við fleiri mörkum. Þannig að þessi sigur var klárlega sanngjarn. Við höfðum trú á því að við gætum unnið. Við höfum spilað við þær oft síðustu ár og mér hefur fundist stígandi í spilamennsku okkar á móti þeim. Af þeim sökum mættum við fullar sjálfstrausts í þennan leik og það sást held ég,“ sagði Sandra um frammistöðu íslenska liðsins. „Mér fannst við sýna það og sanna í útileiknum í Þýskalandi að við gátum pressað á þær og herjað á ákveðin svæði. Þjálfararnir settu leikinn vel upp og við treystum uppleginu og framkvæmdum það vel. Ég held að það geti allir ímyndað sér hvernig stemmingin var í klefanum eftir leik. Við erum allar öskrandi af gleði og dansandi. Þetta er svakalega gaman og liðsheildin mögnuð,“ sagði kantmaðurinn um tilfinninguna á þessari gleðistundu.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira