UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2024 11:10 Úr leik gærkvöldsins, sem lauk með 2-2 jafntefli. Vísir/Anton Brink Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. Í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá leik gærkvöldsins sáust mikil ólæti sem brutust út í albönskum hluta stúkunnar eftir leik. Þá sást öryggisvörður á vegum Vals vera sleginn í andlitið af einum stuðningsmannana. Þar er aðeins hálf sagan sögð. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu bæði stuðningsmenn og starfsfólk Vllaznia í líflátshótunum við mann og annan. Skipti þá litlu hvort umræddi stjórnarmenn og starfsfólk Vals, dómara leiksins eða leikmenn Valsmanna. Stuðningsmaður Vals, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir stuðningsmann Vllaznia hafa hótað að skera úr honum augun. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins og átti í líflátshótunum við bæði starfsfólk Vals og stuðningsmenn. Forseti og framkvæmdastjóri albanska félagsins létu þá öllum illum látum. Dómari leiksins var sleginn og hrækt í andlitið á honum. Fulltrúar Vals vildu ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi. Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti að málið væri á borði sambandsins og virkt samtal væri milli KSÍ og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. UEFA er með málið til skoðunar og er sambandið á viðvörunarstigi (e. highest alert) vegna málsins. „Þetta er háalvarlegt mál og svona á ekki að sjást,“ sagði Jörundur Áki við Vísi. „Það er til skoðunar og er á borði UEFA.“ Vegna þeirra líflátshótana sem starfsfólk og leikmenn Vals þurftu að þola gæti seinni leikur liðanna verið í hættu. Liðin eiga að mætast næsta fimmtudag ytra en Valsmenn eru ekki spenntir fyrir því að halda þar út eftir raunir gærkvöldsins. Óttast er um öryggi leikmanna og starfsfólks félagsins. Málið er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem og hjá Interpol þar sem um alþjóðlegan viðburð var að ræða sem skipulagður er af UEFA. Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi tekið nokkra stuðningsmenn tali en ekki handtekið neitt. „Okkur finnst þessi hópur hafa verið til skammar með hegðun sinni,“ segir hann. Unnar bendir á að þarna hafi verið talsverð áfengisneysla og þá geti farið svona. Hann veltir því fyrir sér hvort eitthvað þurfi að gera í þeim málum, en lögreglan ein taki ekki ákvarðanir í slíkum málum. Fréttin hefur verið uppfærð. UEFA Sambandsdeild Evrópu Valur Lögreglumál Lögreglan Albanía Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Í útsendingu Stöðvar 2 Sport frá leik gærkvöldsins sáust mikil ólæti sem brutust út í albönskum hluta stúkunnar eftir leik. Þá sást öryggisvörður á vegum Vals vera sleginn í andlitið af einum stuðningsmannana. Þar er aðeins hálf sagan sögð. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu bæði stuðningsmenn og starfsfólk Vllaznia í líflátshótunum við mann og annan. Skipti þá litlu hvort umræddi stjórnarmenn og starfsfólk Vals, dómara leiksins eða leikmenn Valsmanna. Stuðningsmaður Vals, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir stuðningsmann Vllaznia hafa hótað að skera úr honum augun. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins og átti í líflátshótunum við bæði starfsfólk Vals og stuðningsmenn. Forseti og framkvæmdastjóri albanska félagsins létu þá öllum illum látum. Dómari leiksins var sleginn og hrækt í andlitið á honum. Fulltrúar Vals vildu ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi. Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti að málið væri á borði sambandsins og virkt samtal væri milli KSÍ og Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. UEFA er með málið til skoðunar og er sambandið á viðvörunarstigi (e. highest alert) vegna málsins. „Þetta er háalvarlegt mál og svona á ekki að sjást,“ sagði Jörundur Áki við Vísi. „Það er til skoðunar og er á borði UEFA.“ Vegna þeirra líflátshótana sem starfsfólk og leikmenn Vals þurftu að þola gæti seinni leikur liðanna verið í hættu. Liðin eiga að mætast næsta fimmtudag ytra en Valsmenn eru ekki spenntir fyrir því að halda þar út eftir raunir gærkvöldsins. Óttast er um öryggi leikmanna og starfsfólks félagsins. Málið er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem og hjá Interpol þar sem um alþjóðlegan viðburð var að ræða sem skipulagður er af UEFA. Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi tekið nokkra stuðningsmenn tali en ekki handtekið neitt. „Okkur finnst þessi hópur hafa verið til skammar með hegðun sinni,“ segir hann. Unnar bendir á að þarna hafi verið talsverð áfengisneysla og þá geti farið svona. Hann veltir því fyrir sér hvort eitthvað þurfi að gera í þeim málum, en lögreglan ein taki ekki ákvarðanir í slíkum málum. Fréttin hefur verið uppfærð.
UEFA Sambandsdeild Evrópu Valur Lögreglumál Lögreglan Albanía Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira