Lúsmý verði bráðlega komið um allt land Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. júlí 2024 20:02 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að sumir sem bitnir hafi verið mest séu að finna minna fyrir bitinu. Vísir/Vilhelm Gísli Már Gíslason, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði við HÍ, segir lúsmýið munu brátt hafa breitt úr sér um allt land. Lúsmýið hafi greinst nýverið á Austfjörðum þar sem það hafði ekki greinst áður. Hann segir lúsmýið komið til að vera á Íslandi öllu nema yst á annesjum. Gísli Már er eins og kom fram vatnalíffræðingur og hefur verið að rannsaka lúsmýið síðastliðin ár og það gerir hann einnig í sumar. Hann hefur komið upp gildrum til að veiða þær til að hægt sé að skoða þær betur. Hann segir mýið ekki hafa færst í aukana en að ástæðan fyrir því að fólk sé að finna mikið fyrir viðurvist hennar um þessar mundir sé sú að kuldalegt vor hafi seinkað klakningu mýsins. Aðspurður segir hann það helsta sem sé að frétta af mýinu vera það að það hafi fundist í Jökuldal sem þýðir að Austfirðingar sleppa ekki við áreiti hennar í þetta skiptið. „Ég geri nú ráð fyrir að þetta verði nú komið bráðlega um allt land nema á annesjum,“ segir Gísli en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Flestir myndi þol Gísli segir mýið þegar vera búið að koma sér norður á land og finnist á Akureyri og víðs vegar um norðanvert landið. Það sé eins og fram kom þegar komið austur á firði þar sem það var ekki í fyrra sumar. Það sé því tímaspursmál hvenær það breiðist vestur á firði og á aðra staði þar sem hennar hefur ekki gætt hingað til. Góðu fréttirnar eru þó þær að með tímanum mynda flestir þol fyrir bitum mýsins. Gísli sjálfur fái ekki nema einstaka sinnum rauðan díl á húðina en klæi ekkert lengur í þá. Það sé óskandi að sem allra flestum öðlist slíkt ónæmi. „Þetta er komið til þess að vera hér um alla eilífð,“ segir Gísli þá aðspurður. Hægt að verjast bitinn Hann segir að mýið bíti mann ekki nema einu sinni hvert en og að sem betur fer eigi það erfitt uppdráttar inni á heimilum fólks. Þær þorna upp. Ég hugsa að þær lifi ekkert lengi. Kannski nokkra daga í mesta lagi,“ segir Gísli. Að lokum bendir hann á að apótek landsins selji skordýrafælur sem eigi ekki að valda fólki neinn skaða. Þá séu einnig til efni sem hægt sé að fá í apótekum án lyfseðils sem draga umtalsvert úr kláðanum eða útrýma honum jafnvel algjörlega. Það sé þannig hægt að verjast mýinu þó maður sé þegar bitinn. Lúsmý Skordýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Gísli Már er eins og kom fram vatnalíffræðingur og hefur verið að rannsaka lúsmýið síðastliðin ár og það gerir hann einnig í sumar. Hann hefur komið upp gildrum til að veiða þær til að hægt sé að skoða þær betur. Hann segir mýið ekki hafa færst í aukana en að ástæðan fyrir því að fólk sé að finna mikið fyrir viðurvist hennar um þessar mundir sé sú að kuldalegt vor hafi seinkað klakningu mýsins. Aðspurður segir hann það helsta sem sé að frétta af mýinu vera það að það hafi fundist í Jökuldal sem þýðir að Austfirðingar sleppa ekki við áreiti hennar í þetta skiptið. „Ég geri nú ráð fyrir að þetta verði nú komið bráðlega um allt land nema á annesjum,“ segir Gísli en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Flestir myndi þol Gísli segir mýið þegar vera búið að koma sér norður á land og finnist á Akureyri og víðs vegar um norðanvert landið. Það sé eins og fram kom þegar komið austur á firði þar sem það var ekki í fyrra sumar. Það sé því tímaspursmál hvenær það breiðist vestur á firði og á aðra staði þar sem hennar hefur ekki gætt hingað til. Góðu fréttirnar eru þó þær að með tímanum mynda flestir þol fyrir bitum mýsins. Gísli sjálfur fái ekki nema einstaka sinnum rauðan díl á húðina en klæi ekkert lengur í þá. Það sé óskandi að sem allra flestum öðlist slíkt ónæmi. „Þetta er komið til þess að vera hér um alla eilífð,“ segir Gísli þá aðspurður. Hægt að verjast bitinn Hann segir að mýið bíti mann ekki nema einu sinni hvert en og að sem betur fer eigi það erfitt uppdráttar inni á heimilum fólks. Þær þorna upp. Ég hugsa að þær lifi ekkert lengi. Kannski nokkra daga í mesta lagi,“ segir Gísli. Að lokum bendir hann á að apótek landsins selji skordýrafælur sem eigi ekki að valda fólki neinn skaða. Þá séu einnig til efni sem hægt sé að fá í apótekum án lyfseðils sem draga umtalsvert úr kláðanum eða útrýma honum jafnvel algjörlega. Það sé þannig hægt að verjast mýinu þó maður sé þegar bitinn.
Lúsmý Skordýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira