Kólumbíumenn komust í úrslitaleikinn tíu á móti ellefu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 06:30 Davinson Sanchez fagnar Jefferson Lerma í leikslok en sá síðarnefndi skoraði sigurmarkið í leiknum. Getty/Robin Alam Kólumbía tryggði sér sæti í úrslitaleik Suðurameríkukeppninnar í nótt eftir 1-0 sigur á Úrúgvæ í undanúrslitaleik þjóðanna. Kólumbíumenn mæta heimsmeisturum Argentínu í úrslitaleiknum um helgina. Argentína vann 2-0 sigur á Kanada í fyrri undanúrslitaleiknum. 🇦🇷 𝐀𝐫𝐠𝐞𝐧𝐭𝐢𝐧𝐚 𝐯𝐬. 𝐂𝐨𝐥𝐨𝐦𝐛𝐢𝐚 🇨🇴THE 2024 COPA AMÉRICA FINAL IS SET ⚔️ pic.twitter.com/lwwaNl5ZFZ— B/R Football (@brfootball) July 11, 2024 Eina mark leiksins skoraði Jefferson Lerma á 39. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá James Rodríguez. Þetta var sjötta stoðsending James í keppninni. Hann er sá fyrsti sem nær því á stórmóti karla í fótbolta síðan Pele gerði það á HM 1970 í Mexíkó. Daniel Muñoz fékk rauða spjaldið í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir sitt annað gula spjald og Kólumbíumenn voru því manni færri allan seinni hálfleikinn. Kólumbíumenn hafa nú leikið 28 leiki í röð án þess að tapa eða alla leiki sína frá því að þeir töpuðu fyrir Argentínu í febrúar 2022. Þetta er í fyrsta sinn í 23 ár sem Kólumbía spilar til úrslita í Copa América eða síðan þeir unnu keppnina á heimavelli árið 2001. Þetta er aðeins þriðji úrslitaleikur þjóðarinnar eftir tap í úrslitaleiknum árið 1975. Uruguay players fighting Columbia fans in the stands is WILD!! This is like Ron Artest and the pistons fans in Detroit! Holy crap Malice at the palace 2024 pic.twitter.com/ec5AebzMn9— Alex Micheletti (@AlexMicheletti) July 11, 2024 Það voru ljótar senur í leikslok. Liverpool maðurinn Darwin Núnez sást þá slá kólumbískan stuðningsmann eftir að hann og fullt af liðsfélögum fóru upp í stúku inn í hóp kólumbískra stuðningsmanna. Leikmennirnir sögðust hafa verið að verja fjölskyldumeðlimi sína og sögðu enga lögreglu hafa verið á svæðinu til að halda stuðningsfólki Kólumbíu í skefjum. Núnez hafði farið illa með fjölda færa í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og Luis Suárez skaut í stöngina eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum. Copa América Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Sjá meira
Kólumbíumenn mæta heimsmeisturum Argentínu í úrslitaleiknum um helgina. Argentína vann 2-0 sigur á Kanada í fyrri undanúrslitaleiknum. 🇦🇷 𝐀𝐫𝐠𝐞𝐧𝐭𝐢𝐧𝐚 𝐯𝐬. 𝐂𝐨𝐥𝐨𝐦𝐛𝐢𝐚 🇨🇴THE 2024 COPA AMÉRICA FINAL IS SET ⚔️ pic.twitter.com/lwwaNl5ZFZ— B/R Football (@brfootball) July 11, 2024 Eina mark leiksins skoraði Jefferson Lerma á 39. mínútu með skalla eftir hornspyrnu frá James Rodríguez. Þetta var sjötta stoðsending James í keppninni. Hann er sá fyrsti sem nær því á stórmóti karla í fótbolta síðan Pele gerði það á HM 1970 í Mexíkó. Daniel Muñoz fékk rauða spjaldið í uppbótartíma fyrri hálfleiks fyrir sitt annað gula spjald og Kólumbíumenn voru því manni færri allan seinni hálfleikinn. Kólumbíumenn hafa nú leikið 28 leiki í röð án þess að tapa eða alla leiki sína frá því að þeir töpuðu fyrir Argentínu í febrúar 2022. Þetta er í fyrsta sinn í 23 ár sem Kólumbía spilar til úrslita í Copa América eða síðan þeir unnu keppnina á heimavelli árið 2001. Þetta er aðeins þriðji úrslitaleikur þjóðarinnar eftir tap í úrslitaleiknum árið 1975. Uruguay players fighting Columbia fans in the stands is WILD!! This is like Ron Artest and the pistons fans in Detroit! Holy crap Malice at the palace 2024 pic.twitter.com/ec5AebzMn9— Alex Micheletti (@AlexMicheletti) July 11, 2024 Það voru ljótar senur í leikslok. Liverpool maðurinn Darwin Núnez sást þá slá kólumbískan stuðningsmann eftir að hann og fullt af liðsfélögum fóru upp í stúku inn í hóp kólumbískra stuðningsmanna. Leikmennirnir sögðust hafa verið að verja fjölskyldumeðlimi sína og sögðu enga lögreglu hafa verið á svæðinu til að halda stuðningsfólki Kólumbíu í skefjum. Núnez hafði farið illa með fjölda færa í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og Luis Suárez skaut í stöngina eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum.
Copa América Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Sjá meira