Morata segir að öryggisvörðurinn hefði átt að fá gult fyrir tæklinguna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2024 15:45 Augnablikið þegar öryggisvörðurinn tæklaði Álvaro Morata. getty/Jose Breton Álvaro Morata, fyrirliði spænska fótboltalandsliðsins, sá spaugilegu hliðina á atvikinu þegar öryggisvörður tæklaði hann eftir leikinn gegn Frakklandi á EM. Spánverjar unnu Frakka, 2-1, í undanúrslitum á EM í gær. Þegar spænsku leikmennirnir fögnuðu eftir leikinn reyndi áhorfandi að hlaupa í áttina að þeim. Öryggisverðir stukku til en einn þeirra rann og straujaði Morata niður. Spænski fyrirliðinn hélt um hægra hnéið eftir tæklingu öryggisvarðarins og strax var óttast að meiðslin gætu haft áhrif á þátttöku Moratas í úrslitaleik EM á sunnudaginn. Allar líkur eru þó á því að hann verði með í leiknum en hann sagði við fréttamenn í morgun að hann væri ekki meiddur. Morata grínaðist þó með að öryggisvörðurinn hefði verðskuldað gult spjald fyrir tæklinguna óvæntu. Þótt Spánverjar séu komnir í úrslitaleikinn hafa síðustu vikur ekki verið neinn dans á rósum fyrir Morata. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína og leiðtogahæfni og hótaði því meðal annars að hætta í landsliðinu. Hann sagði jafnframt að honum hefði liðið betur þegar hann lék erlendis. Morata fékk á baukinn fyrir þessi ummæli í grein í El Confidencial. Hann var meðal annars sagður hálfgerður vælukjói og skelfilegur sendiherra Spánar. Eiginkona Moratas, Alice Campello, brást hin versta við greininni og sagði hana fáránlega. Morata, sem er 31 árs, leikur með Atlético Madrid. Hann hefur skorað 36 mörk í 79 leikjum fyrir spænska landsliðið. Eitt þeirra hefur komið á EM, gegn Króatíu í fyrsta leik Spánar á mótinu. Spánverjar mæta annað hvort Englendingum eða Hollendingum í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín á sunnudaginn. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Lamine Yamal sló met Pele Spænska undrabarnið Lamine Yamal varð í gærkvöldi, ekki aðeins yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, heldur einnig sá yngsti til að skora á stórmótum frá upphafi. 10. júlí 2024 10:30 Messi baðaði sex mánaða Yamal Nafn hins sextán ára Lamines Yamal er á allra vörum eftir að hann skoraði stórkostlegt mark í 2-1 sigri Spánar á Frakklandi á EM í gær. Yamal var samt aðeins sex mánaða þegar hann komst fyrst í fréttirnar og þar kom sjálfur Lionel Messi við sögu. 10. júlí 2024 07:00 Sjáðu sögulegt glæsimark Yamals Lamine Yamal skoraði frábært mark þegar Spánn komst í úrslit Evrópumótsins í Þýskalandi með sigri á Frakklandi, 2-1, í München í kvöld. 9. júlí 2024 23:01 Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Ungstirnið Yamal með draumamark þegar Spánverjar komust í úrslit Hinn sextán ára Lamine Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitaleik EM í Þýskalandi með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. 9. júlí 2024 20:50 Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Sjá meira
Spánverjar unnu Frakka, 2-1, í undanúrslitum á EM í gær. Þegar spænsku leikmennirnir fögnuðu eftir leikinn reyndi áhorfandi að hlaupa í áttina að þeim. Öryggisverðir stukku til en einn þeirra rann og straujaði Morata niður. Spænski fyrirliðinn hélt um hægra hnéið eftir tæklingu öryggisvarðarins og strax var óttast að meiðslin gætu haft áhrif á þátttöku Moratas í úrslitaleik EM á sunnudaginn. Allar líkur eru þó á því að hann verði með í leiknum en hann sagði við fréttamenn í morgun að hann væri ekki meiddur. Morata grínaðist þó með að öryggisvörðurinn hefði verðskuldað gult spjald fyrir tæklinguna óvæntu. Þótt Spánverjar séu komnir í úrslitaleikinn hafa síðustu vikur ekki verið neinn dans á rósum fyrir Morata. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína og leiðtogahæfni og hótaði því meðal annars að hætta í landsliðinu. Hann sagði jafnframt að honum hefði liðið betur þegar hann lék erlendis. Morata fékk á baukinn fyrir þessi ummæli í grein í El Confidencial. Hann var meðal annars sagður hálfgerður vælukjói og skelfilegur sendiherra Spánar. Eiginkona Moratas, Alice Campello, brást hin versta við greininni og sagði hana fáránlega. Morata, sem er 31 árs, leikur með Atlético Madrid. Hann hefur skorað 36 mörk í 79 leikjum fyrir spænska landsliðið. Eitt þeirra hefur komið á EM, gegn Króatíu í fyrsta leik Spánar á mótinu. Spánverjar mæta annað hvort Englendingum eða Hollendingum í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín á sunnudaginn.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Lamine Yamal sló met Pele Spænska undrabarnið Lamine Yamal varð í gærkvöldi, ekki aðeins yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, heldur einnig sá yngsti til að skora á stórmótum frá upphafi. 10. júlí 2024 10:30 Messi baðaði sex mánaða Yamal Nafn hins sextán ára Lamines Yamal er á allra vörum eftir að hann skoraði stórkostlegt mark í 2-1 sigri Spánar á Frakklandi á EM í gær. Yamal var samt aðeins sex mánaða þegar hann komst fyrst í fréttirnar og þar kom sjálfur Lionel Messi við sögu. 10. júlí 2024 07:00 Sjáðu sögulegt glæsimark Yamals Lamine Yamal skoraði frábært mark þegar Spánn komst í úrslit Evrópumótsins í Þýskalandi með sigri á Frakklandi, 2-1, í München í kvöld. 9. júlí 2024 23:01 Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Ungstirnið Yamal með draumamark þegar Spánverjar komust í úrslit Hinn sextán ára Lamine Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitaleik EM í Þýskalandi með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. 9. júlí 2024 20:50 Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Sjá meira
Lamine Yamal sló met Pele Spænska undrabarnið Lamine Yamal varð í gærkvöldi, ekki aðeins yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, heldur einnig sá yngsti til að skora á stórmótum frá upphafi. 10. júlí 2024 10:30
Messi baðaði sex mánaða Yamal Nafn hins sextán ára Lamines Yamal er á allra vörum eftir að hann skoraði stórkostlegt mark í 2-1 sigri Spánar á Frakklandi á EM í gær. Yamal var samt aðeins sex mánaða þegar hann komst fyrst í fréttirnar og þar kom sjálfur Lionel Messi við sögu. 10. júlí 2024 07:00
Sjáðu sögulegt glæsimark Yamals Lamine Yamal skoraði frábært mark þegar Spánn komst í úrslit Evrópumótsins í Þýskalandi með sigri á Frakklandi, 2-1, í München í kvöld. 9. júlí 2024 23:01
Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15
Ungstirnið Yamal með draumamark þegar Spánverjar komust í úrslit Hinn sextán ára Lamine Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitaleik EM í Þýskalandi með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. 9. júlí 2024 20:50
Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti