„Núna er kjörið tækifæri fyrir framan okkar áhorfendur að taka sigurinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2024 20:15 Bryndís Arna Níelsdóttir hefur skorað eitt mark í sex A-landsleikjum. stöð 2 sport Eftir að hafa glímt við meiðsli Bryndís Arna Níelsdóttir komin aftur á völlinn og ætlar að hjálpa íslenska fótboltalandsliðinu að tryggja sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð. Bryndís er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Växjö frá Íslands- og bikarmeisturum Vals í vetur. „Þetta er mjög gaman. Þetta hafa verið svolítið erfiðir mánuðir fyrir mig í meiðslunum en það er mjög gott að vera komin aftur af stað og farin að spila reglulega. Ég er sátt,“ sagði Bryndís í samtali við Aron Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Växjö er í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað. „Þetta er öðruvísi. Við erum með fínt lið en þetta hefur verið svolítið upp og niður hjá okkur og erfitt að vera í stúkunni og horfa á leikina. Núna eftir frí er markmiðið að koma aftur inn í liðið og hjálpa því að klifra upp töfluna,“ sagði Bryndís sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Växjö í 2-1 sigri á Brommapojkarna á laugardaginn. Klippa: Viðtal við Bryndísi Framundan hjá íslenska landsliðinu eru síðustu tveir leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og Póllandi í Sosnowiec á þriðjudaginn. Með sigri í öðrum hvorum leiknum tryggir íslenska liðið sér sæti á EM í Sviss. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Þýskalandi ytra, 3-1, en stelpurnar ætla að stríða stórliðinu á föstudaginn kemur. „Við erum allar tilbúnar í þennan leik og erum staðráðnar í að vinna þennan leik því það tryggir okkur sæti á EM. Það er markmið sem við erum búnar að setja okkur alla þessa undankeppni. Allir eru tilbúnir og ég held við eigum góða möguleika á að stríða þeim,“ sagði Bryndís. „Mér finnst alveg vera stígandi í liðinu í öllum þessum leikjum á móti Þýskalandi. Núna er kjörið tækifæri á heimavelli, fyrir framan okkar áhorfendur, að taka sigurinn.“ Sjá má viðtalið við Bryndísi í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Sænski boltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver Sjá meira
Bryndís er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Växjö frá Íslands- og bikarmeisturum Vals í vetur. „Þetta er mjög gaman. Þetta hafa verið svolítið erfiðir mánuðir fyrir mig í meiðslunum en það er mjög gott að vera komin aftur af stað og farin að spila reglulega. Ég er sátt,“ sagði Bryndís í samtali við Aron Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Växjö er í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað. „Þetta er öðruvísi. Við erum með fínt lið en þetta hefur verið svolítið upp og niður hjá okkur og erfitt að vera í stúkunni og horfa á leikina. Núna eftir frí er markmiðið að koma aftur inn í liðið og hjálpa því að klifra upp töfluna,“ sagði Bryndís sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Växjö í 2-1 sigri á Brommapojkarna á laugardaginn. Klippa: Viðtal við Bryndísi Framundan hjá íslenska landsliðinu eru síðustu tveir leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og Póllandi í Sosnowiec á þriðjudaginn. Með sigri í öðrum hvorum leiknum tryggir íslenska liðið sér sæti á EM í Sviss. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Þýskalandi ytra, 3-1, en stelpurnar ætla að stríða stórliðinu á föstudaginn kemur. „Við erum allar tilbúnar í þennan leik og erum staðráðnar í að vinna þennan leik því það tryggir okkur sæti á EM. Það er markmið sem við erum búnar að setja okkur alla þessa undankeppni. Allir eru tilbúnir og ég held við eigum góða möguleika á að stríða þeim,“ sagði Bryndís. „Mér finnst alveg vera stígandi í liðinu í öllum þessum leikjum á móti Þýskalandi. Núna er kjörið tækifæri á heimavelli, fyrir framan okkar áhorfendur, að taka sigurinn.“ Sjá má viðtalið við Bryndísi í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Sænski boltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver Sjá meira