Jóhannes Karl vill íslenskan kjarna í Danmörku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2024 20:15 Jóhannes Karl hefur þjálfað ÍA og HK hér á landi. Vísir/Hulda Margrét Jóhannes Karl Guðjónsson, nýráðinn þjálfari AB í dönsku C-deildinni í knattspyrnu, er með einn Íslending í sínum röðum og vill að því virðist fjölga þeim til muna. Akademisk Boldklub, AB, var stofnað árið 1889 en má muna sinn fífill fegurri. Ágúst Eðvald Hlynsson gekk í raðir félagsins í ársbyrjun. Síðan ákvað Jóhannes Karl að slá til og gerast þjálfari liðsins en hann var áður aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Síðan þá hefur Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR, verið orðaður við félagið. Staðfesti Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn Stjörnunni um liðna helgi að leikmaðurinn væri staddur í Danmörku að ganga frá sínum málum. Pálmi Rafn vildi þó ekki staðfesta um hvaða lið væri að ræða en það er ljóst að um er að ræða liðið sem spilar í svipuðum treyjum og KR. Í stað þess að þær séu svartar og hvítar eru þær grínar og hvítar. Fótbolti.net greinir frá því að Jóhannes Karl sé að skoða tvo aðra íslenska leikmenn til viðbótar. Um er að ræða vinstri bakvörðinn Davíð Ingvarsson sem gekk í raðir Kolding fyrir skemmstu en hann hefur undanfarin ár verið fastamaður í liði Breiðabliks. Kolding leikur í dönsku B-deildinni en Davíð hefur ekki náð að festa sig í sessi og gæti farið svo að hann taki eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram. Hinn leikmaðurinn sem nefndur er til sögunnar er miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson hjá KA. Sá gekk í raðir Helsingborg í Svíþjóð árið 2019 en fann sig ekki og sneri heim ekki löngu síðar. Fyrst fór hann á láni til FH og svo aftur í raðir uppeldisfélagsins KA árið 2021. Daníel er samningsbundinn KA til loka tímabilsins 2025. Bæði Daníel og Davíð eru fæddir árið 1999 og eru því á 25. aldursári. Ægir Jarl er fæddur ári áður eða 1998. AB hefur leik þann 3. ágúst næstkomandi þegar liðið tekur á móti Næstved í 1. umferð C-deildarinnar. Markmið liðsins eru skýr, að fara upp um deild og það strax næsta vor. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Akademisk Boldklub, AB, var stofnað árið 1889 en má muna sinn fífill fegurri. Ágúst Eðvald Hlynsson gekk í raðir félagsins í ársbyrjun. Síðan ákvað Jóhannes Karl að slá til og gerast þjálfari liðsins en hann var áður aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Síðan þá hefur Ægir Jarl Jónasson, leikmaður KR, verið orðaður við félagið. Staðfesti Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, eftir jafntefli gegn Stjörnunni um liðna helgi að leikmaðurinn væri staddur í Danmörku að ganga frá sínum málum. Pálmi Rafn vildi þó ekki staðfesta um hvaða lið væri að ræða en það er ljóst að um er að ræða liðið sem spilar í svipuðum treyjum og KR. Í stað þess að þær séu svartar og hvítar eru þær grínar og hvítar. Fótbolti.net greinir frá því að Jóhannes Karl sé að skoða tvo aðra íslenska leikmenn til viðbótar. Um er að ræða vinstri bakvörðinn Davíð Ingvarsson sem gekk í raðir Kolding fyrir skemmstu en hann hefur undanfarin ár verið fastamaður í liði Breiðabliks. Kolding leikur í dönsku B-deildinni en Davíð hefur ekki náð að festa sig í sessi og gæti farið svo að hann taki eitt skref aftur á bak til að taka tvö áfram. Hinn leikmaðurinn sem nefndur er til sögunnar er miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson hjá KA. Sá gekk í raðir Helsingborg í Svíþjóð árið 2019 en fann sig ekki og sneri heim ekki löngu síðar. Fyrst fór hann á láni til FH og svo aftur í raðir uppeldisfélagsins KA árið 2021. Daníel er samningsbundinn KA til loka tímabilsins 2025. Bæði Daníel og Davíð eru fæddir árið 1999 og eru því á 25. aldursári. Ægir Jarl er fæddur ári áður eða 1998. AB hefur leik þann 3. ágúst næstkomandi þegar liðið tekur á móti Næstved í 1. umferð C-deildarinnar. Markmið liðsins eru skýr, að fara upp um deild og það strax næsta vor.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira