Giannis á leið á sína fyrstu Ólympíuleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 06:31 Giannis Antetokounmpo fær loksins að upplifa það að spila á Ólympíuleikunum en Grikkir komust þangað í fyrsta sinn í sextán ár. EPA-EFE/GEORGIA PANAGOPOULOU Grikkland, Brasilía, Spánn og Púertó Ríkó voru síðustu fjórar þjóðirnar til að tryggja sér sæti í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í París. Gríska stórstjarnan Giannis Antetokounmpo fór fyrir sínu liði í öruggum 80-69 sigri á Króatíu í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Giannis skoraði 23 stig en í leiknum á undan enduðu Grikkir Ólympíudraum Luka Doncic og félaga í slóvenska landsliðinu. Georgios Papagiannis var með 19 stig í þessum leik og Nick Calathes skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn frá á Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Grikkir fá að vera með í körfuboltakeppni karla. Gríska liðið spilar í A-riðli á ÓL í París með Ástralíu, Kanada og Spáni. Þetta skipti Giannis mjög miklu máli en kappinn var í tilfinningalegu uppnámi eftir að úrslitin voru ljós eins og sjá má hér fyrir neðan. Giannis emotional after qualifying for Olympics 🥹💙He leads Greece to their first Olympics since 2008 🇬🇷(via @FIBA)pic.twitter.com/eM31ZxPoL2— Bleacher Report (@BleacherReport) July 7, 2024 Spánverjar tryggðu sér sitt Ólympíusæti með 86-78 sigri í hörkuleik á móti Bahamaeyjum. Lorenzo Brown var stigahæstur hjá Spáni með 18 stig og Willy Hernangomez skoraði 15 stig. Hjá Bahamaeyjum voru NBA leikmennirnir Buddy Hield (19 stig), Deandre Ayton (17 stig og 14 fráköst) og Eric Gordon (15 stig) atkvæðamestir. Brasilíumenn tryggðu sér sitt Ólympíusæti með 94-69 sigri á Lettlandi í úrslitaleik í undanriðlinum sem var spilaður á heimavelli Letta. Brasilíumenn fóru á 19-0 sprett í lok fyrsta leikhluta til að taka yfir leikinn. Giannis and Greece dominated Luka and Slovenia 96-68 to move to the final round of the Olympic Qualifying Tournament 👀🔥Slovenia will NOT be in the 2024 Olympics pic.twitter.com/Qhi8sEMLfu— Bleacher Report (@BleacherReport) July 6, 2024 Bruno Caboclo var atkvæðamestur Brassana með 21 stig og Leo Meind skoraði 20 stig. Brasilíumenn verða í B-riðli með Frökkum, Þjóðverjum og Japan. Púertó Ríkó vann 79-68 sigur á Litháen og varð tólfta og síðasta liðið til að komast á Ólympíuleikana. Jose Alvarado, sem spilar með New Orleans Pelicans var stigahæstur með 23 stig en Tremont Waters skoraði 18 stig. Púertó Ríkó spilar í C-riðli með Bandaríkjunum, Serbíu og Suður-Súdan. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Gríska stórstjarnan Giannis Antetokounmpo fór fyrir sínu liði í öruggum 80-69 sigri á Króatíu í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Giannis skoraði 23 stig en í leiknum á undan enduðu Grikkir Ólympíudraum Luka Doncic og félaga í slóvenska landsliðinu. Georgios Papagiannis var með 19 stig í þessum leik og Nick Calathes skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn frá á Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Grikkir fá að vera með í körfuboltakeppni karla. Gríska liðið spilar í A-riðli á ÓL í París með Ástralíu, Kanada og Spáni. Þetta skipti Giannis mjög miklu máli en kappinn var í tilfinningalegu uppnámi eftir að úrslitin voru ljós eins og sjá má hér fyrir neðan. Giannis emotional after qualifying for Olympics 🥹💙He leads Greece to their first Olympics since 2008 🇬🇷(via @FIBA)pic.twitter.com/eM31ZxPoL2— Bleacher Report (@BleacherReport) July 7, 2024 Spánverjar tryggðu sér sitt Ólympíusæti með 86-78 sigri í hörkuleik á móti Bahamaeyjum. Lorenzo Brown var stigahæstur hjá Spáni með 18 stig og Willy Hernangomez skoraði 15 stig. Hjá Bahamaeyjum voru NBA leikmennirnir Buddy Hield (19 stig), Deandre Ayton (17 stig og 14 fráköst) og Eric Gordon (15 stig) atkvæðamestir. Brasilíumenn tryggðu sér sitt Ólympíusæti með 94-69 sigri á Lettlandi í úrslitaleik í undanriðlinum sem var spilaður á heimavelli Letta. Brasilíumenn fóru á 19-0 sprett í lok fyrsta leikhluta til að taka yfir leikinn. Giannis and Greece dominated Luka and Slovenia 96-68 to move to the final round of the Olympic Qualifying Tournament 👀🔥Slovenia will NOT be in the 2024 Olympics pic.twitter.com/Qhi8sEMLfu— Bleacher Report (@BleacherReport) July 6, 2024 Bruno Caboclo var atkvæðamestur Brassana með 21 stig og Leo Meind skoraði 20 stig. Brasilíumenn verða í B-riðli með Frökkum, Þjóðverjum og Japan. Púertó Ríkó vann 79-68 sigur á Litháen og varð tólfta og síðasta liðið til að komast á Ólympíuleikana. Jose Alvarado, sem spilar með New Orleans Pelicans var stigahæstur með 23 stig en Tremont Waters skoraði 18 stig. Púertó Ríkó spilar í C-riðli með Bandaríkjunum, Serbíu og Suður-Súdan.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins