„Fannst ég ekki bæta mig nægilega mikið á þessum tveimur árum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júlí 2024 08:02 Viktor Gísli stefnir alla leið í handboltanum og ætlar sér að spila til úrslita um Meistaradeildartitilinn, einn daginn. vísir/bjarni Landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta leikur með pólsku meisturunum á næsta tímabili. Hann segist hafa viljað komast aftur í umhverfi þar sem unnið er með markmannsþjálfara alla daga. Viktor Gísli Hallgrímsson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir franska liðsins Nantes og ganga til liðs við pólsku meistaranna í Wisla Plock. Viktor var samningsbundinn Nantes til ársins 2025 en hefur nú fengið sig lausan. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Mér fannst vera betri tækifæri þarna. Það er markmannsþjálfari þarna sem ég get unnið með á hverjum degi meðan það var ekki í Nantes. Þetta er síðan hörkulið með bjartar vonir og þeir ætla að byggja upp stórlið,“ segir Viktor Gísli í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir sig að vera án markmannsþjálfara. „Ég hef verið með markmannsþjálfara síðan ég byrjaði. Pabbi var að þjálfa mig frá því að ég byrjaði í handbolta og lét hann mig gera aukaæfingar. Síðan þá hef ég alltaf verið með einhvern til að tala við og skiptast á hugmyndum. Þetta voru fyrstu tvö árin mín þar sem ég var ekki með það á hverjum degi. Mér fannst ég ekki bæta mig nægilega mikið á þessum tveimur árum.“ Markvörðurinn mun leika með pólska liðinu á næsta tímabili en Wisla Plock varð meistari í vor í fyrsta sinn síðan árið 2011 en Kielce hafði tekið titilinn 12 tímabil í röð. Hann gerir eins árs samning við félagið en Viktor hefur verið orðaður við stærstu klúbba Evrópu, eins og til að mynda við Barcelona. „Ég ákvað að byrja bara á einu ári. Síðan sé ég til eftir tímabilið og ákveð þá næstu skref. Ég vildi ekki binda mig of lengi við eitt félag.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Pólski handboltinn Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir franska liðsins Nantes og ganga til liðs við pólsku meistaranna í Wisla Plock. Viktor var samningsbundinn Nantes til ársins 2025 en hefur nú fengið sig lausan. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Mér fannst vera betri tækifæri þarna. Það er markmannsþjálfari þarna sem ég get unnið með á hverjum degi meðan það var ekki í Nantes. Þetta er síðan hörkulið með bjartar vonir og þeir ætla að byggja upp stórlið,“ segir Viktor Gísli í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir sig að vera án markmannsþjálfara. „Ég hef verið með markmannsþjálfara síðan ég byrjaði. Pabbi var að þjálfa mig frá því að ég byrjaði í handbolta og lét hann mig gera aukaæfingar. Síðan þá hef ég alltaf verið með einhvern til að tala við og skiptast á hugmyndum. Þetta voru fyrstu tvö árin mín þar sem ég var ekki með það á hverjum degi. Mér fannst ég ekki bæta mig nægilega mikið á þessum tveimur árum.“ Markvörðurinn mun leika með pólska liðinu á næsta tímabili en Wisla Plock varð meistari í vor í fyrsta sinn síðan árið 2011 en Kielce hafði tekið titilinn 12 tímabil í röð. Hann gerir eins árs samning við félagið en Viktor hefur verið orðaður við stærstu klúbba Evrópu, eins og til að mynda við Barcelona. „Ég ákvað að byrja bara á einu ári. Síðan sé ég til eftir tímabilið og ákveð þá næstu skref. Ég vildi ekki binda mig of lengi við eitt félag.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Pólski handboltinn Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira