Hryðjuverkamaðurinn í Ósló fær þyngsta dóm sögunnar Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2024 10:46 Matapour verður lengi í fangelsi. LISE ASERUD/EPA Zaniar Matapour, sem myrti tvo og særði fjölda annarra á skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Óslóar í júní árið 2022, hefur verið dæmdur til þrjátíu ára fangelsisvistar. Það er lengsti fangelsisdómur í norskri réttarsögu. Þetta kemur fram í frétt Verdens gang um málið en niðurstaða Héraðsdóms Óslóar hefur ekki verið kunngjörð opinberlega. Þar segir að dómurinn kveði á um að Matapour muni sitja inni í tuttugu ár hið minnsta. Almennt er 21 árs fangelsisvist hámarksrefsing í Noregi en samkvæmt nýlegum breytingum á hegningarlögum má dæma menn í allt að þrjátíu ára fangelsi fyrir hryðjuverk. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Matapour muni aldrei geta um frjálst höfuð strokið. Hann var dæmdur í svokallað forvaring, réttarfarsúrræði sem heimilar yfirvöldum að halda mönnum ótímabundið bak við lás og slá, séu þeir metnir hættulegir samfélaginu. Þekktasta dæmið um slíkan dóm er dómurinn yfir Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins sem framdi ódæðin í Útey. Að því er segir í frétt VG hélt verjandi Matapours því fram að hann hefði ekki framið hryðjuverk, enda hefði hann ekki beint árásinni sérstaklega að hinsegin fólki, og að hann væri ósakhæfur sökum andlegra veikinda. Dómurinn hafi fallist á hvoruga málsástæði verjands. Matapour hóf skothríð á skemmtistaðnum London pub, sem hefur um árabil verið samkomustaður hinsegin samfélagsins í Ósló, á meðan hinsegin vika Óslóar stóð sem hæst árið 2022. Tveir létu lífið og nítján særðust. Noregur Skotárás við London Pub í Osló Erlend sakamál Tengdar fréttir Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. 10. september 2022 11:40 „Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“ Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra. 28. júní 2022 22:30 Árásarmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. 27. júní 2022 15:26 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Verdens gang um málið en niðurstaða Héraðsdóms Óslóar hefur ekki verið kunngjörð opinberlega. Þar segir að dómurinn kveði á um að Matapour muni sitja inni í tuttugu ár hið minnsta. Almennt er 21 árs fangelsisvist hámarksrefsing í Noregi en samkvæmt nýlegum breytingum á hegningarlögum má dæma menn í allt að þrjátíu ára fangelsi fyrir hryðjuverk. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Matapour muni aldrei geta um frjálst höfuð strokið. Hann var dæmdur í svokallað forvaring, réttarfarsúrræði sem heimilar yfirvöldum að halda mönnum ótímabundið bak við lás og slá, séu þeir metnir hættulegir samfélaginu. Þekktasta dæmið um slíkan dóm er dómurinn yfir Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins sem framdi ódæðin í Útey. Að því er segir í frétt VG hélt verjandi Matapours því fram að hann hefði ekki framið hryðjuverk, enda hefði hann ekki beint árásinni sérstaklega að hinsegin fólki, og að hann væri ósakhæfur sökum andlegra veikinda. Dómurinn hafi fallist á hvoruga málsástæði verjands. Matapour hóf skothríð á skemmtistaðnum London pub, sem hefur um árabil verið samkomustaður hinsegin samfélagsins í Ósló, á meðan hinsegin vika Óslóar stóð sem hæst árið 2022. Tveir létu lífið og nítján særðust.
Noregur Skotárás við London Pub í Osló Erlend sakamál Tengdar fréttir Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. 10. september 2022 11:40 „Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“ Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra. 28. júní 2022 22:30 Árásarmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. 27. júní 2022 15:26 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. 10. september 2022 11:40
„Sýnileikinn besta vopnið gegn hatrinu“ Á fimmtudaginn fer fram samstöðufundur á Austurvelli til stuðnings hinsegin fólks í Noregi og fjölskyldum þeirra. Skipuleggjendur fundarins segja að fræðsla sé lykillinn að því að uppræta fordóma og að hatrið megi ekki sigra. 28. júní 2022 22:30
Árásarmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. 27. júní 2022 15:26