Verður áfram hjá Manchester United Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2024 10:18 Ten Hag verður áfram hjá Rauðu djöflunum Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United sem gildir út tímabilið 2026. Frá þessu greinir Manchester United í yfirlýsingu. Óvissa hafði verið um framtíð Hollendingsins í starfi en forráðamenn félagsins ákváðu þó að halda tryggð við hann og hefur Ten Hag nú framlengt veru sína í rauða hluta Manchesterborgar til loka tímabilsins 2025/2026 hið minnsta. „Ég er mjög ánægður með að hafa náð samkomulagi við félagið þannig að við getum haldið áfram okkar samstarfi,“ segir Ten Hag í yfirlýsingu Manchester United. „Þegar að ég horfi til baka á þau tvö ár sem að ég hef varið hjá félaginu þá getum við litið til baka stolt yfir þeim tveimur titlum sem við höfum landað og horft til margra áfanga sem eru til marks um framfarirnar sem við höfum verið að taka frá því að ég tók við stjórnartaumunum.“ Hins vegar sé mikil vinna framundan. „Erfiðisvinna sem mun þurfa til svo við getum náð þeim hæðum sem ætlast er til af okkur sem Manchester United. Í því felst að við förum aftur að berjast um titla, bæði á Englandi sem og í Evrópu.“ ✍️ Here to stay.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 4, 2024 Óvissa hefur verið uppi varðandi framtíð Ten Hag í starfi allt frá því að fjárfestingahópur breska auðkýfingsins Sir Jim Ratcliffe, INEOS, tók yfir rekstur Manchester United. Samningur Ten Hag, áður en hann krotaði undir þennan nýja samning sem í dag er greint frá, átti að renna út eftir næsta tímabil. Það þykir ekkert launungarmál að forráðamenn Manchester United könnuðu stöðuna hjá öðrum knattspyrnustjórum áður en þeir fóru í viðræður við Ten Hag um nýjan samning. Þeir töldu Hollendinginn vera besta kostinn í stöðunni á þessum tímapunkti. Manchester United endaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Erik ten Hag og stóð einnig uppi sem enskur deildarbikarmeistari. Róðurinn á síðasta tímabili var hins vegar þyngri þegar á ensku úrvalsdeildina er litið. Þar endaði Manchester United í áttunda sæti og komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeild Evrópu. Hins vegar stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik keppninnar. Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Óvissa hafði verið um framtíð Hollendingsins í starfi en forráðamenn félagsins ákváðu þó að halda tryggð við hann og hefur Ten Hag nú framlengt veru sína í rauða hluta Manchesterborgar til loka tímabilsins 2025/2026 hið minnsta. „Ég er mjög ánægður með að hafa náð samkomulagi við félagið þannig að við getum haldið áfram okkar samstarfi,“ segir Ten Hag í yfirlýsingu Manchester United. „Þegar að ég horfi til baka á þau tvö ár sem að ég hef varið hjá félaginu þá getum við litið til baka stolt yfir þeim tveimur titlum sem við höfum landað og horft til margra áfanga sem eru til marks um framfarirnar sem við höfum verið að taka frá því að ég tók við stjórnartaumunum.“ Hins vegar sé mikil vinna framundan. „Erfiðisvinna sem mun þurfa til svo við getum náð þeim hæðum sem ætlast er til af okkur sem Manchester United. Í því felst að við förum aftur að berjast um titla, bæði á Englandi sem og í Evrópu.“ ✍️ Here to stay.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 4, 2024 Óvissa hefur verið uppi varðandi framtíð Ten Hag í starfi allt frá því að fjárfestingahópur breska auðkýfingsins Sir Jim Ratcliffe, INEOS, tók yfir rekstur Manchester United. Samningur Ten Hag, áður en hann krotaði undir þennan nýja samning sem í dag er greint frá, átti að renna út eftir næsta tímabil. Það þykir ekkert launungarmál að forráðamenn Manchester United könnuðu stöðuna hjá öðrum knattspyrnustjórum áður en þeir fóru í viðræður við Ten Hag um nýjan samning. Þeir töldu Hollendinginn vera besta kostinn í stöðunni á þessum tímapunkti. Manchester United endaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Erik ten Hag og stóð einnig uppi sem enskur deildarbikarmeistari. Róðurinn á síðasta tímabili var hins vegar þyngri þegar á ensku úrvalsdeildina er litið. Þar endaði Manchester United í áttunda sæti og komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeild Evrópu. Hins vegar stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik keppninnar.
Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti