Skjálfandafljót verði ekki virkjað á næstunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 12:59 Frá Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Meirihlutasamstarfi í Þingeyjarsveit var slitið í síðustu viku vegna þess sem kallaður hefur verið trúnaðarbrestur af þeim fulltrúum sem hafa sagt sig úr meirihlutanum. Þar fara hæst deilur um virkjunarframkvæmdir í Skjálfandafljóti. Tillaga K-listans um að Skjálfandafljót verði ekki virkjað var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. E-listi var með hreinan meirihluta í Þingeyjarsveit, en þrír fulltrúar listans sem greiddu atkvæði með virkjunarframkvæmdinni, hafa nú sagt sig úr meirihlutasamstarfinu, þau Eyþór Kári, Halldór Þorlákur og Sigfús Haraldur. Hinir fulltrúar E-listans hafa þegar myndað nýjan meirihluta með fulltrúum K-listans. „Þetta er gamalt mál, sem hefur verið svolítið deilumál. Það er þessi litla virkjun sem hefur verið í bígerð í sex ár eða svo. Hún var sett á dagskrá í tíð síðustu sveitarstjórnar,“ segir Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti bæjarstjórnar og fulltrúi E-lista. Um er að ræða 9,8 megawatta aðrennslisvirkjun í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Gerður segir valda of miklu raski fyrir of lítinn ávinning. Enginn orkuskortur á Norðurlandi Samkvæmt aðalskipulagi Þingeyjarsveitar eigi ekki að virkja Skjálfandafljót. Þrír fulltrúar E-listans hafi hins vegar kosið gegn þessu, og viljað ráðast í framkvæmdir á virkjunarframkvæmdir. „En ég held að það sé ekki brýn þörf á því núna. Í Þingeyjarsveit er verið að framleiða gríðarlega mikla orku. Hér er Laxárvirkjun, Kröfluvirkjun og Þeistareykjarvirkjun, sem verið er að stækka,“ segir Gerður. Gríðarlegt rask á náttúrunni myndi fylgja virkjun í Skjálfandafljóti, sem enginn ávinningur væri af eins og sakir standa. Komandi kynslóðir taki ákvörðun um Skjálfandafljót „Það er mjög líklegt að það komi upp sú staða einhvern tímann að einhverjir vilji virkja Skjálfandafljót. Það er ekkert ólíklegt ef það verður orkuskortur á svæðinu, sem er ekki núna. Við skulum þá bara leyfa komandi kynslóðum að taka ákvörðun um það þegar að því kemur,“ segir Gerður. Þingeyjarsveit Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
E-listi var með hreinan meirihluta í Þingeyjarsveit, en þrír fulltrúar listans sem greiddu atkvæði með virkjunarframkvæmdinni, hafa nú sagt sig úr meirihlutasamstarfinu, þau Eyþór Kári, Halldór Þorlákur og Sigfús Haraldur. Hinir fulltrúar E-listans hafa þegar myndað nýjan meirihluta með fulltrúum K-listans. „Þetta er gamalt mál, sem hefur verið svolítið deilumál. Það er þessi litla virkjun sem hefur verið í bígerð í sex ár eða svo. Hún var sett á dagskrá í tíð síðustu sveitarstjórnar,“ segir Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti bæjarstjórnar og fulltrúi E-lista. Um er að ræða 9,8 megawatta aðrennslisvirkjun í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Gerður segir valda of miklu raski fyrir of lítinn ávinning. Enginn orkuskortur á Norðurlandi Samkvæmt aðalskipulagi Þingeyjarsveitar eigi ekki að virkja Skjálfandafljót. Þrír fulltrúar E-listans hafi hins vegar kosið gegn þessu, og viljað ráðast í framkvæmdir á virkjunarframkvæmdir. „En ég held að það sé ekki brýn þörf á því núna. Í Þingeyjarsveit er verið að framleiða gríðarlega mikla orku. Hér er Laxárvirkjun, Kröfluvirkjun og Þeistareykjarvirkjun, sem verið er að stækka,“ segir Gerður. Gríðarlegt rask á náttúrunni myndi fylgja virkjun í Skjálfandafljóti, sem enginn ávinningur væri af eins og sakir standa. Komandi kynslóðir taki ákvörðun um Skjálfandafljót „Það er mjög líklegt að það komi upp sú staða einhvern tímann að einhverjir vilji virkja Skjálfandafljót. Það er ekkert ólíklegt ef það verður orkuskortur á svæðinu, sem er ekki núna. Við skulum þá bara leyfa komandi kynslóðum að taka ákvörðun um það þegar að því kemur,“ segir Gerður.
Þingeyjarsveit Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira