„Ég kæmi ekki inn í þetta lið nema með það hugarfar að vinna báða titlana“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júlí 2024 11:00 Hilmar Smári er leikstjórnandi og landsliðsmaður sem lék í Þýskalandi á síðasta tímabili. vísir / einar Hilmar Smári Henningsson mun leika með Stjörnunni í Subway-deild karla á næsta tímabili. Hann er spenntur fyrir vetrinum og telur að Stjarnan geti unnið alla titla sem í boði eru. Stjarnan tilkynnti um vistaskipti Hilmars til félagsins í gærkvöldi en hann spilaði í Þýskalandi í vetur með Eisbaren Bremerhaven. Hilmar Smári þekkir vel til hjá Stjörnunni en hann spilaði með liðinu tímabilið 2021-22. Hilmar lék síðast með uppeldisfélagið Haukum hér á landi á þar síðasta tímabili. Það tímabil var hann einn besti leikmaður deildarinnar. „Ég lenti í meiðslum síðasta tímabil sem ýttu undir að það væri sniðugt fyrir mig að koma heim, allavega í eitt tímabil. Baldur setti fyrir mér skemmtilegt verkefni, með frábæran hóp í kringum mig og lið sem mun gera mig betri, verkefni sem ég var til í að taka þátt í og er gríðarlega spenntur.“ Fór í aðgerð í mars Hlynur meiddist á hægri hönd fyrr í vetur, skothönd sem býr yfir mikilli mýkt en gengst nú undir stífa endurhæfingu. „Ég fór í hana [aðgerðina] í mars, það var verið að laga alls konar hluti. Liðbandið, sinina og allt svona, er búinn að vera í stífri endurhæfingu og sjúkraþjálfun hjá landsliðssjúkraþjálfaranum Valdimari [Halldórssyni].“ Annar landsliðsmaðurinn sem snýr sér til Stjörnunnar Ljóst er að Hilmar styrkir liðið mikið en félagið samdi einnig á dögunum við Orra Gunnarsson sem snýr aftur heim frá Austurríki þar sem hann lék á síðasta tímabili. Baldur Þór Ragnarsson tekur við liðinu af Arnari Guðjónssyni og mun hann stýra liðinu í Subway-deildinni. „Ég kæmi ekki inn í þetta lið nema með það hugarfar að vinna báða titlana. Ég veit ekki hvaða leikmaður myndi setja sér markmið um að lenda í fjórða sæti, ég set markið á 1. sæti, taka bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn.“ Uppeldisfélagið vildi fá hann Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi uppeldisfélag hans, Haukar, að fá leikmanninn í sínar raðir og buðu væna summu. „Ég ákvað bara mjög snemma í ferlinu að taka ákvörðun gagnvart því hvaða leikmenn væru í kringum mig. Hvaða leikmönnum ég væri að mæta með á æfingar á hverjum degi, horfa fram á það að þetta væri rétt skref fyrir ferilinn, mæta á æfingar með leikmönnum sem gera mig betri á hverjum einasta degi. Í rauninni bara taldi ég Stjörnuna hafa besta hópinn fyrir það og Baldur er að leggja upp verkefni og tímabil sem ég vildi ólmur taka þátt í.“ Hilmar spilaði áður með Stjörnunni en fór frá félaginu 2022.En er uppalinn hjá Haukum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan. Stefán Árni Pálsson tók Hilmar tali. Subway-deild karla Stjarnan Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Hilmar Smári semur við Stjörnuna Stjörnuliðið er til alls líklegt í Subway deild karla í körfubolta á næsta tímabil en Stjarnan sagði frá frábærum liðstyrk í kvöld. 1. júlí 2024 20:45 Landsliðsmaður snýr heim úr atvinnumennsku og semur við Stjörnuna Orri Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. 14. júní 2024 19:41 Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Stjarnan tilkynnti um vistaskipti Hilmars til félagsins í gærkvöldi en hann spilaði í Þýskalandi í vetur með Eisbaren Bremerhaven. Hilmar Smári þekkir vel til hjá Stjörnunni en hann spilaði með liðinu tímabilið 2021-22. Hilmar lék síðast með uppeldisfélagið Haukum hér á landi á þar síðasta tímabili. Það tímabil var hann einn besti leikmaður deildarinnar. „Ég lenti í meiðslum síðasta tímabil sem ýttu undir að það væri sniðugt fyrir mig að koma heim, allavega í eitt tímabil. Baldur setti fyrir mér skemmtilegt verkefni, með frábæran hóp í kringum mig og lið sem mun gera mig betri, verkefni sem ég var til í að taka þátt í og er gríðarlega spenntur.“ Fór í aðgerð í mars Hlynur meiddist á hægri hönd fyrr í vetur, skothönd sem býr yfir mikilli mýkt en gengst nú undir stífa endurhæfingu. „Ég fór í hana [aðgerðina] í mars, það var verið að laga alls konar hluti. Liðbandið, sinina og allt svona, er búinn að vera í stífri endurhæfingu og sjúkraþjálfun hjá landsliðssjúkraþjálfaranum Valdimari [Halldórssyni].“ Annar landsliðsmaðurinn sem snýr sér til Stjörnunnar Ljóst er að Hilmar styrkir liðið mikið en félagið samdi einnig á dögunum við Orra Gunnarsson sem snýr aftur heim frá Austurríki þar sem hann lék á síðasta tímabili. Baldur Þór Ragnarsson tekur við liðinu af Arnari Guðjónssyni og mun hann stýra liðinu í Subway-deildinni. „Ég kæmi ekki inn í þetta lið nema með það hugarfar að vinna báða titlana. Ég veit ekki hvaða leikmaður myndi setja sér markmið um að lenda í fjórða sæti, ég set markið á 1. sæti, taka bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn.“ Uppeldisfélagið vildi fá hann Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi uppeldisfélag hans, Haukar, að fá leikmanninn í sínar raðir og buðu væna summu. „Ég ákvað bara mjög snemma í ferlinu að taka ákvörðun gagnvart því hvaða leikmenn væru í kringum mig. Hvaða leikmönnum ég væri að mæta með á æfingar á hverjum degi, horfa fram á það að þetta væri rétt skref fyrir ferilinn, mæta á æfingar með leikmönnum sem gera mig betri á hverjum einasta degi. Í rauninni bara taldi ég Stjörnuna hafa besta hópinn fyrir það og Baldur er að leggja upp verkefni og tímabil sem ég vildi ólmur taka þátt í.“ Hilmar spilaði áður með Stjörnunni en fór frá félaginu 2022.En er uppalinn hjá Haukum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan. Stefán Árni Pálsson tók Hilmar tali.
Subway-deild karla Stjarnan Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Hilmar Smári semur við Stjörnuna Stjörnuliðið er til alls líklegt í Subway deild karla í körfubolta á næsta tímabil en Stjarnan sagði frá frábærum liðstyrk í kvöld. 1. júlí 2024 20:45 Landsliðsmaður snýr heim úr atvinnumennsku og semur við Stjörnuna Orri Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. 14. júní 2024 19:41 Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Hilmar Smári semur við Stjörnuna Stjörnuliðið er til alls líklegt í Subway deild karla í körfubolta á næsta tímabil en Stjarnan sagði frá frábærum liðstyrk í kvöld. 1. júlí 2024 20:45
Landsliðsmaður snýr heim úr atvinnumennsku og semur við Stjörnuna Orri Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. 14. júní 2024 19:41
Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47