Enska liðið fékk einkatónleika frá Ed Sheeran Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2024 23:15 Ed Sheeran var meðal áhorfanda á síðasta leik enska landsliðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi. Getty/Richard Pelham Enska landsliðið er komið áfram í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta eftir dramatískan sigur á Slóvökum. Þeir fengu að launum einkatónleika frá einum frægasta tónlistarmanni Englendinga. Ed Sheeran, sem er mikill fótboltaáhugamaður og harður stuðningsmaður Ipswich Town, mætti í bækistöð enska liðsins í Blankenhain í gær. Sheeran hafði horft á leikinn á móti Slóvökum í Gelsenkirchen en ferðast síðan til Blankenhain daginn eftir. Enska liðið er með aðstöðu á heilsuhótelinu Weimarer Land en hótelið hefur jafnframt yfir að ráða flottum golfvelli. Það fer því vel um ensku leikmennina og landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate leggur áherslu á afslappað og þægilegt umhverfi í kringum hópinn. Þjálfarinn tók líka vel í það að tónlistastjarnan myndi skemmta hans mönnum. Lærisveinar Southgate voru í léttri endurhæfingu fyrr um daginn en fengu síðan tónleika um kvöldið. Þetta er í annað skiptið sem Sheeran skemmtir ensku landsliðsmönnunum á Evrópumóti en það gerði hann líka á EM 2021. Á HM í Katar var það aftur á móti Robbie Williams sem heimsótti enska liðið. Ed Sheeran hefur selt yfir 150 milljónir platna og er einn af söluhæstu tónlistarmönnum heims. Hann á mörg af vinsælustu lögum síðasta áratugar og hefur örugglega tekið eitthvað af þeim fyrir ensku landsliðsstrákana. 🎸🏴Ed Sheeran performs private concert for England players after Slovakia winFind out more👇https://t.co/plO1WwTMix pic.twitter.com/C6NYphQCwj— The Telegraph (@Telegraph) July 2, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Ed Sheeran, sem er mikill fótboltaáhugamaður og harður stuðningsmaður Ipswich Town, mætti í bækistöð enska liðsins í Blankenhain í gær. Sheeran hafði horft á leikinn á móti Slóvökum í Gelsenkirchen en ferðast síðan til Blankenhain daginn eftir. Enska liðið er með aðstöðu á heilsuhótelinu Weimarer Land en hótelið hefur jafnframt yfir að ráða flottum golfvelli. Það fer því vel um ensku leikmennina og landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate leggur áherslu á afslappað og þægilegt umhverfi í kringum hópinn. Þjálfarinn tók líka vel í það að tónlistastjarnan myndi skemmta hans mönnum. Lærisveinar Southgate voru í léttri endurhæfingu fyrr um daginn en fengu síðan tónleika um kvöldið. Þetta er í annað skiptið sem Sheeran skemmtir ensku landsliðsmönnunum á Evrópumóti en það gerði hann líka á EM 2021. Á HM í Katar var það aftur á móti Robbie Williams sem heimsótti enska liðið. Ed Sheeran hefur selt yfir 150 milljónir platna og er einn af söluhæstu tónlistarmönnum heims. Hann á mörg af vinsælustu lögum síðasta áratugar og hefur örugglega tekið eitthvað af þeim fyrir ensku landsliðsstrákana. 🎸🏴Ed Sheeran performs private concert for England players after Slovakia winFind out more👇https://t.co/plO1WwTMix pic.twitter.com/C6NYphQCwj— The Telegraph (@Telegraph) July 2, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira