Sauðfé fækkar og framtíðarhorfur óljósar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2024 12:00 Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Vísir/Arnar Formaður sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands segir fækkun sauðfjár á milli ára vera viðvarandi þróun. Margir þættir skýri fækkunina, en framhaldið sé afar óljóst. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fækkaði sauðfé um þrjú prósent hér á landi á síðasta ári, úr rúmlega 365 þúsund árið 2022 niður í tæplega 355 þúsund. Fullorðnum ám fækkaði um fjögur prósent. Formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands segi fækkunina afleiðingu af því þegar afurðaverð féll árið 2017. „Og verð til bænda lækkaði mikið. Það hefur hækkað frá þeim tíma en á sama tíma, ofan í verðlækkunina, kom samdráttur í neyslu vegna Covid og svo gríðarlegar verðhækkanir. Þannig að framleiðslukostnaður hefur hækkað á móti,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum. Þá hafi margir sauðfjárbændur dregið saman eða hætt starfsemi. „Og það eru ekki yngri aðilar að taka við, einfaldlega vegna þess að vaxtastigið er þannig í landinu að menn hafa ekki fjárhagslega burði til þess að taka við sauðfjárbúi í rekstri.“ Riðuveiki hafi einnig haft sitt að segja. „Það hafa verið skornar niður margar stórar hjarðir á undanförnum fimm árum. En það horfir nú til betri vegar með breyttri nálgun í baráttunni við riðuveiki á Íslandi.“ Eyjólfur segir erfitt að segja til um hvort þróuninni verði við snúið. „Eins og staðan er núna í dag, 1. júlí 2024, þá vitum við ekkert hver áhrifin af vonda veðrinu fyrstu vikuna í júní verða. Ég veit að það varð tjón á fé víða norðanlands og staðan er ekkert góð þar á sumum stöðum. Það verður eiginlega bara að koma í ljós í haust hvað verður,“ segir Eyjólfur. Dýr Landbúnaður Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar fækkaði sauðfé um þrjú prósent hér á landi á síðasta ári, úr rúmlega 365 þúsund árið 2022 niður í tæplega 355 þúsund. Fullorðnum ám fækkaði um fjögur prósent. Formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands segi fækkunina afleiðingu af því þegar afurðaverð féll árið 2017. „Og verð til bænda lækkaði mikið. Það hefur hækkað frá þeim tíma en á sama tíma, ofan í verðlækkunina, kom samdráttur í neyslu vegna Covid og svo gríðarlegar verðhækkanir. Þannig að framleiðslukostnaður hefur hækkað á móti,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum. Þá hafi margir sauðfjárbændur dregið saman eða hætt starfsemi. „Og það eru ekki yngri aðilar að taka við, einfaldlega vegna þess að vaxtastigið er þannig í landinu að menn hafa ekki fjárhagslega burði til þess að taka við sauðfjárbúi í rekstri.“ Riðuveiki hafi einnig haft sitt að segja. „Það hafa verið skornar niður margar stórar hjarðir á undanförnum fimm árum. En það horfir nú til betri vegar með breyttri nálgun í baráttunni við riðuveiki á Íslandi.“ Eyjólfur segir erfitt að segja til um hvort þróuninni verði við snúið. „Eins og staðan er núna í dag, 1. júlí 2024, þá vitum við ekkert hver áhrifin af vonda veðrinu fyrstu vikuna í júní verða. Ég veit að það varð tjón á fé víða norðanlands og staðan er ekkert góð þar á sumum stöðum. Það verður eiginlega bara að koma í ljós í haust hvað verður,“ segir Eyjólfur.
Dýr Landbúnaður Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira