Sú besta verður í París: „Vissi að ég myndi snúa aftur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 14:01 Það er líkt og þyngdaraflið eigi ekki við Biles þegar hún sýnir listir sínar. Nikolas Liepins/Getty Images Fimleikadrottningin Simone Biles tekur þátt á Ólympíuleikunum í París. Hún hefur unnið fjögur Ólympíugull á ferli sínum til þessa. Hin 27 ára gamla Biles tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í sumar með frábærri frammistöðu á sunnudag þegar undankeppni leikanna fór fram í Minneapolis. Verða þetta þriðju leikar hennar en hún stimplaði sig heldur betur inn í Ríó í Brasilíu árið 2016. Þar vann hún fjögur gull og nældi í eitt silfur en tókst ekki að endurtaka leikinn í Tókýó fjórum árum síðar. Hún vann til silfur- og bronsverðlauna en hún glímdi við andleg veikindi á mótinu og dró sig úr keppni í nokkrum greinum. Eftir leikana tók við löng pása en hún sneri aftur til keppni á síðasta ári. Síðan hefur hún unnið sinn sjötta heimsmeistaratitil í samanlögðum árangri ásamt þremur öðrum gullverðlaunum og tveimur landstitlum. Engin í sögu fimleika hefur unnið til jafn margra verðlauna og Biles sem stefnir á að bæta við verðlaunagripum í sumar. „Ég vissi að þetta væri ekki endirinn eftir frammistöðuna í Tókýó. Ég þurfti bara að komast aftur í ræktina, leggja hart að mér og treysta ferlinu. Ég vissi að ég myndi snúa aftur,“ sagði Biles um endurkomu sína. Watched this so many times and still unready. She’s ready for it tho👏👏👏🥇🇺🇸❤️— Taylor Swift (@taylorswift13) June 29, 2024 Biles er síðasta púslið í annars gríðarlega sterkt fimleikalið Bandaríkjanna. Ásamt þeirri bestu eru þær Jordan Chiles, Sunisa Lee, Jade Carey og Hezly Rivera í liðinu. Fimleikakeppni Ólympíuleikanna mun fara fram frá 28. júlí til 10. ágúst. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sjá meira
Hin 27 ára gamla Biles tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í sumar með frábærri frammistöðu á sunnudag þegar undankeppni leikanna fór fram í Minneapolis. Verða þetta þriðju leikar hennar en hún stimplaði sig heldur betur inn í Ríó í Brasilíu árið 2016. Þar vann hún fjögur gull og nældi í eitt silfur en tókst ekki að endurtaka leikinn í Tókýó fjórum árum síðar. Hún vann til silfur- og bronsverðlauna en hún glímdi við andleg veikindi á mótinu og dró sig úr keppni í nokkrum greinum. Eftir leikana tók við löng pása en hún sneri aftur til keppni á síðasta ári. Síðan hefur hún unnið sinn sjötta heimsmeistaratitil í samanlögðum árangri ásamt þremur öðrum gullverðlaunum og tveimur landstitlum. Engin í sögu fimleika hefur unnið til jafn margra verðlauna og Biles sem stefnir á að bæta við verðlaunagripum í sumar. „Ég vissi að þetta væri ekki endirinn eftir frammistöðuna í Tókýó. Ég þurfti bara að komast aftur í ræktina, leggja hart að mér og treysta ferlinu. Ég vissi að ég myndi snúa aftur,“ sagði Biles um endurkomu sína. Watched this so many times and still unready. She’s ready for it tho👏👏👏🥇🇺🇸❤️— Taylor Swift (@taylorswift13) June 29, 2024 Biles er síðasta púslið í annars gríðarlega sterkt fimleikalið Bandaríkjanna. Ásamt þeirri bestu eru þær Jordan Chiles, Sunisa Lee, Jade Carey og Hezly Rivera í liðinu. Fimleikakeppni Ólympíuleikanna mun fara fram frá 28. júlí til 10. ágúst.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sjá meira