Handtekinn á þaki vallarins þar sem hann ætlaði að ná góðum myndum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2024 07:00 21 árs gamall maður kom sér upp á þakið á Westfalenstadion á leik Þýskalands og Danmerkur. Rene Nijhuis/MB Media/Getty Images Þýska sérsveitin var kölluð út á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liðar úrslitum Evrópumótsins vegna manns sem var búinn að koma sér upp á þak Westfalenstadion. Þýskaland og Danmörk áttust við á Westfalenstadion, heimavelli Dortmund, í 16-liða úrslitum Evrópumótsins síðastliðinn þriðjudag þar sem Þjóðverjar höfðu betur, 2-0. Gera þurfti hlé á leiknum á 35. mínútu vegna veðurs þar sem þrumur, eldingar, haglél og rigning settu strik í reikninginn. Snemma í síðari hálfleik sást svo maður uppi á þaki vallarins. Maðurinn var svartklæddur, með hulið andlit og bakpoka á bakinu. Lögregla sá manninn klukkan 22:11 að staðartíma og eftir að lögregluþjónar, drónar og þyrla höfðu fylgst með honum í dágóða stund var hann handtekinn af þýsku sérsveitinni klukkan 23:44. Schwarze Kleidung, das Gesicht vermummt und dazu noch ein schwarzer Rucksack. Der Osnabrücker (21), der beim EM-Spiel gegen Dänemark unter dem Stadiondach herumkletterte, hätte auch leicht für einen Terroristen gehalten werden können... – Ohne Abo lesbarhttps://t.co/hla0lnsQgy pic.twitter.com/oK9af1aLr3— Hasepost – Zeitung für Osnabrück (@hasepost) June 30, 2024 Maðurinn var færður í handjárn, en ekkert grunsamlegt fannst í bakpokanum. Hins vegar fannst myndavél í bakpokanum og sagði maðurinn, sem er 21 árs frá Osnabruck í norðvestur Þýskalandi, að hann hafi komið sér upp á þakið til að ná góðum myndum. Lögreglan staðfesti svo að lokum að maðurinn væri ekki grunaður um að hafa komið sér upp á þakið í pólitískum tilgangi og að hann hafi áður tekið myndir af merkilegum byggingum úr mikilli hæð í Herne árið 2022 og Ulm í maí á þessu ári. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Þýskaland og Danmörk áttust við á Westfalenstadion, heimavelli Dortmund, í 16-liða úrslitum Evrópumótsins síðastliðinn þriðjudag þar sem Þjóðverjar höfðu betur, 2-0. Gera þurfti hlé á leiknum á 35. mínútu vegna veðurs þar sem þrumur, eldingar, haglél og rigning settu strik í reikninginn. Snemma í síðari hálfleik sást svo maður uppi á þaki vallarins. Maðurinn var svartklæddur, með hulið andlit og bakpoka á bakinu. Lögregla sá manninn klukkan 22:11 að staðartíma og eftir að lögregluþjónar, drónar og þyrla höfðu fylgst með honum í dágóða stund var hann handtekinn af þýsku sérsveitinni klukkan 23:44. Schwarze Kleidung, das Gesicht vermummt und dazu noch ein schwarzer Rucksack. Der Osnabrücker (21), der beim EM-Spiel gegen Dänemark unter dem Stadiondach herumkletterte, hätte auch leicht für einen Terroristen gehalten werden können... – Ohne Abo lesbarhttps://t.co/hla0lnsQgy pic.twitter.com/oK9af1aLr3— Hasepost – Zeitung für Osnabrück (@hasepost) June 30, 2024 Maðurinn var færður í handjárn, en ekkert grunsamlegt fannst í bakpokanum. Hins vegar fannst myndavél í bakpokanum og sagði maðurinn, sem er 21 árs frá Osnabruck í norðvestur Þýskalandi, að hann hafi komið sér upp á þakið til að ná góðum myndum. Lögreglan staðfesti svo að lokum að maðurinn væri ekki grunaður um að hafa komið sér upp á þakið í pólitískum tilgangi og að hann hafi áður tekið myndir af merkilegum byggingum úr mikilli hæð í Herne árið 2022 og Ulm í maí á þessu ári.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira