Ungur maður tekinn af lífi fyrir að hlusta á K-pop í Norður-Kóreu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2024 20:07 Kim Jong Un er einræðisherra Norður-Kóreu. AP/Gavriil Grigorov Tuttugu og tveggja ára gamall maður var tekinn af lífi í Norður Kóreu á opinberum vettvangi, fyrir að hafa hlustað á 70 lög frá Suður-Kóreu, horft á þrjár myndir þaðan og að hafa dreift þeim. Þetta var árið 2022. Breski miðillinn Independent greindi frá þessu í gær. Þar segir að þetta hafi verið meðal þess sem kom fram í mannréttindaskýrslu um Norður-Kóreu sem ráðuneyti í Suður-Kóreu birti á fimmtudaginn. Í skýrslunni birtist meðal annars vitnisburður 649 Norður-Kóreumanna sem hafa flúið landið. Vilja sporna gegn „illkynja“ vestrænum áhrifum Skýrslan varpar ljósi á harðar aðgerðir sem Norður-Kóresk yfirvöld hafa ráðist í til að sporna gegn vestrænum áhrifum. Bann við K-poppi er mikilvægur liður í þeirri vegferð, en ný lög sem samþykkt voru þar í landi árið 2020 hertu enn frekar bannið við þessari afþreyingu frá Suður-Kóreu, en áhrif tónlistarinnar á fólk eru sögð „illkynja.“ Hér er Suður-Kóreska K-pop hljómsveitin RIIZE. Yfirvöldum í Norður-Kóreu hugnast illa tískan og hugmyndirnar sem hljómsveitir í þessum stíl boða.AP/Ahn Young-joon Svokallað K-pop er ákveðin tegund popptónlistar, eða jafnvel afþreyingarefni í víðum skilningi frá Suður-Kóreu sem hefur náð miklum vinsældum um heim allan. Unga fólkið hrifið af Suður-Kóreu Í skýrslunni er haft eftir rúmlega tvítugri konu sem flúði Norður-Kóreu, að ungt fólk í Norðrinu sé mjög hrifið af menningu Suðursins. „Unga fólkið reynir að fylgjast með, og herma eftir menningunni í Suður-Kóreu. Þau elska allt sem kemur þaðan,“ segir hún. Þegar unga fólkið horfir á dramaþætti frá Suður-Kóreu, hugsi þau með sér, „af hverju þarf ég að lifa eins og við lifum hér?“ Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Breski miðillinn Independent greindi frá þessu í gær. Þar segir að þetta hafi verið meðal þess sem kom fram í mannréttindaskýrslu um Norður-Kóreu sem ráðuneyti í Suður-Kóreu birti á fimmtudaginn. Í skýrslunni birtist meðal annars vitnisburður 649 Norður-Kóreumanna sem hafa flúið landið. Vilja sporna gegn „illkynja“ vestrænum áhrifum Skýrslan varpar ljósi á harðar aðgerðir sem Norður-Kóresk yfirvöld hafa ráðist í til að sporna gegn vestrænum áhrifum. Bann við K-poppi er mikilvægur liður í þeirri vegferð, en ný lög sem samþykkt voru þar í landi árið 2020 hertu enn frekar bannið við þessari afþreyingu frá Suður-Kóreu, en áhrif tónlistarinnar á fólk eru sögð „illkynja.“ Hér er Suður-Kóreska K-pop hljómsveitin RIIZE. Yfirvöldum í Norður-Kóreu hugnast illa tískan og hugmyndirnar sem hljómsveitir í þessum stíl boða.AP/Ahn Young-joon Svokallað K-pop er ákveðin tegund popptónlistar, eða jafnvel afþreyingarefni í víðum skilningi frá Suður-Kóreu sem hefur náð miklum vinsældum um heim allan. Unga fólkið hrifið af Suður-Kóreu Í skýrslunni er haft eftir rúmlega tvítugri konu sem flúði Norður-Kóreu, að ungt fólk í Norðrinu sé mjög hrifið af menningu Suðursins. „Unga fólkið reynir að fylgjast með, og herma eftir menningunni í Suður-Kóreu. Þau elska allt sem kemur þaðan,“ segir hún. Þegar unga fólkið horfir á dramaþætti frá Suður-Kóreu, hugsi þau með sér, „af hverju þarf ég að lifa eins og við lifum hér?“
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51